Vera


Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 40

Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 40
Förðun: Nanna Björg Lúðvíksdóttir 'l' Það var eftir markaðsfræðitíma í University of Kansas sem Katrín Anna byrjaði að kalla sig femínista. Þann vetur hafði hún kennara sem var duglegur við að segja smekklausa brandara á kostnað kvenna. Hann talaði mikið um hvað konur og tölvur ættu Iitla samleið og stundum þegar hann sýndi auglýsingar í kennslunni beindi hann máli sínu einungis til kvenkyns stúdenta. Það var í þeim tilfellum sem auglýsingarnar snerust um þvottaefni eða bleyjur - málefni sem hann taldi að ein- ungis konur gætu haft skoðun á. „Og hvað finnst ykkur um þetta stelpur? Er þessi þvottaefnisauglýsing vænleg til árangurs?“ Eftir einn tímann ræddu nokkrar af stelpunum yfir- gengilega hegðun mannsins og einhver þeirra sagði: „Sko, ég er nú ekki femínisti en þetta er fullmikið af því góða.“ Orðið femínisti var hinni rúmlega tvítugu Katrínu Önnu ekki tamt, en það vakti forvitni hennar. Fyrst að kona sem blöskrar misrétti tekur fram að hún sé ekki femínisti, hvað skyldi þá femínisti vera? Eitthvað sem bar að forðast? Eitthvað ranglátt eða neikvætt? Eitthvað sérlega öfgafullt eða óraunhæft? Á þessu varð hún að fá skýringu. Þegar heim var komið gekk hún rakleitt að bókahillunni, sótti sér orðabók og fletti þar til svarið blasti við henni: Femínisti er manneskja sem vill jafn- rétti kynjanna. Síðan þá hefur Katrín Anna verið feministi. að því að auglýsingageirinn var ekki fyrir mig. Þá var ég auðvitað orðin mikill femínisti og hefði aldrei megnað að vinna við að búa til þær staðalímyndaauglýsingar sem tíðkast í bransanum. Markaðsfræðin er þó svo miklu meira en vinna við auglýsingar, og tölvugeirinn heillaði mig mikið. Ég fór að vinna við markaðsmál hjá hugbúnaðarfyrirtæki þegar ég kom hingað heim til ís- lands og færði mig smátt og smátt yfir í það sem mér fannst mest spennandi, ráðgjöf og verkefnisstjórnun." Katrín Anna segir að þekking á lögmálunr auglýsing- anna og reglum markaðarins nýtist sérlega vel í jafnrétt- isbaráttunni sem hún hefur nú hellt sér út í af fullum krafti með Femínistafélaginu. En hvernig var það þegar hún hafði flett orðabókinni um árið og uppgötvað að hún væri femínisti, lét hún samstundis til skarar skríða í baráttunni? „Ég var ekki virk í neinurn félagsskap femínista í Bandaríkjunum þó ég hafi reyndar einu sinni farið á fund hjá NOW, National Organization of Women. Ég fór bara á bókasafnið og byrjaði að lesa það sem ég fann unr femínisma. Ég valdi ekki endilega efni eftir ein- hverja ákveðna höfunda, heldur las allt sem ég kom höndum yfir, til að mynda rit eftir bandaríska femínista á borð við Gloriu Steinem og Naorni Woolf. Mér þótti líka forvitnilegt að lesa sögur af konum sem á einhvern máta brutu blað, eins og frásagnir þeirra fyrstu sem fóru í læknisfræði í Bandaríkjunum. Ein þeirra lýsti því hvernig hún mátti sitja undir því að kennari sem kenndi líffærafræði kryddaði námsefnið með því að setja klám- myndir af konum inn á milli annarra mynda. Fyrir þessu hafði skapast hefð vegna þess að það þótti svo leiðigjarnt fyrir blessaða læknanemana að þurfa að horfa endalaust á óspennandi innyfli. Námið var að sjálfsögðu miðað við karla og þetta urðu konurnar að láta sig hafa. Bók Naomi Woolf, The Beauty Myth, heillaði mig mikið og mér þótti gaman að setja kenningar hennar í samhengi við markaðsfræðina. Á tímum útlitsdýrkun- ar, kláms og kynlífsvæðingar er þessi bók sérlega holl lesning. Ég varð sífellt áhugasamari eftir því sem ég las meira og fann að femínísk vitund mín og sannfæring styrktist." Katrín Anna segist hálfpartinn skammast sín fyrir að hafa komið heim til íslands uppfull af femínískum áhuga, en hafa samt ekki gert neitt til þess að tengjast öðrurn femínistum eða vinna í jafnréttismálum. „Femínisminn var mjög lítt sýnilegur á þessum tíma BÓK NAOMI WOOLF, THE BEAUTY MYTH, HEILLAÐI MIG MIKIÐ OG MÉR ÞÓTTI GAMAN AÐ SETJA KENNINGAR HENNAR í SAMHE Of gömul fyrir Bríeti „Það má kannski segja að viðskiptafræðin sé rökrétt framhald af Verzló," segir Katrín Anna þegar ég bið hana að segja frá því hvernig hún rataði inn í námið sem hún valdi sér. „Þegar ég Iauk stúdentsprófi var markaðs- fræðin nýtt og spennandi fag og ég ákvað að drífa mig til Kansas í viðskipta- og markaðsfræði. Þar var ég í fjögur og hálft ár, lauk mastersnámi og ætlaði mér að starfa áfram í Bandaríkjunum. Ég flutti til Baltimore þar sem ég vann á ráðningastofu í skamman tíma en í lok árs 1994 bar heimþráin mig ofurliði. Námið var mjög skemmtilegt en ég komst fljótlega og jafnvel þó að það hvarflaði að mér að gera eitthvað til þess að breyta því, þá kom ég mér aldrei til þess. Ég fór samt ekki leynt með skoðanir mínar og það duldist eng- um af vinum mínum, fjölskyldu og vinnufélögum að ég væri einlægur jafnréttissinni, enda sótti ég mikið í að ræða þau mál. Ég get huggað mig við að ég hafði áhrif á mitt nánasta umhverfi, þó að ekki hefði ég dug í mér til að hrópa mikið á torgunt. Þegar Bríeturnar stofnuðu sitt félag þótti mér það frábært og ég fylgdist grannt með þeim. Áhersla þeirra var á að ná til ungra femínista, en ég var orðin 27 ára og mér fannst ég allt of gömul. Ég.mannaði mig þó eitt 40 / 5-6. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.