Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 70
UlfhilduMlaasdóttir
/ KVIKMYNDIR
Kvikmyndahús hinna þúsund líka
»Enn er hrollvekjan í uppsveiflu og svo virðist sem allar spár um dauða hennar séu jafn skamm-
sýnar. Nú síðast var það umtalað að myndir eins og Scream (Wes Craven 1996) hefðu gengið að
forminu dauðu en því er aldeilis ekki að heilsa því einmitt um þetta leyti ríður yfir heilmikil bylgja
hrollvekja. Dæmi um þær eru myndir eins og Jeepers Creepers II (Victor Salva 2003), Freddy vs.
Jason (Ronny Yu 2003) og Underworld{Len Wiseman 2003) sem hafa verið sýndar hér í kvik-
myndahúsum og May (Lucky McKee, 2002) og House of 1000 Corpses (Rob Zombie 2002) sem eru á
vídeóleigum. Af væntanlegum myndum má nefna Van HeIsing {Stephen Sommers 2004), Butterfly
Effect{Eric Bress 2004) og Cabin Fever{í\\ Roth 2003).
En bylgjan er ekki bara ameri'sk, franska myndin Maléfique (Eric
Valette 2002) og mynd danska leikstjórans Nicholas Winding
Refn, FearX(2003), eru einnig til marks um þá miklu grósku sem
gripið hefur hrollvekjuna.
Flestar nýju bandarísku myndanna sverja sig í ætt við það
sem kallað hefur verið unglingahrollvekjur. Formúla unglinga-
hrollvekjunnar er í stuttu máli sú að á afmörkuðu svæði, svo sem
sumarbúðum, smáþorpum, hverfi eða í skóla, gengur morðingi
laus og sýnir fádæma frumleik við það að fækka ungmennum og
fela sig fyrir yfirvöldum. Yfirleitt kemur það svo í hlut einhverrar
stúlku að vinna á ómenninu. Þessi formúla verður til seint á átt-
unda áratugnum og heldur velli í hryllingsmyndum fram á þann
níunda en þá dala vinsældirnar nokkuð þar til á miðjum níunda
áratugnum þegar áðurnefnd Scream dældi í hrollvekjuna nýju
(póstmódernísku) blóði.
Framhald hrollvekjubylgjunnar upp úr 1980
Sumar nýju myndanna, eins og Freddy vs. Jason eru einfaldlega
framhaldsmyndir hrollvekjubylgjunnar sem stóð sem hæst í
upphafi níunda áratugarins en hafa nú öðlast nýjan slagkraft -en
í þeirri mynd er tveimur erkiskrímslum hrollvekjunnar att saman,
svona álika og í Underwortd þar sem vampírur og varúlfar eiga í
útistöðum. Hús hinna þúsund líka er af sama meiði, en hún er
einskonar endurgerð á einni frægustu hrollvekju allra tíma,
Texas Chainsaw Massacre (Tobe Flooper 1974), með stefum frá
Biair-witch, zombíumyndum og líffræðilegum hrollvekjum eins
og Virus (John Bruno 1999). Skemmtilega andstyggileg mynd. Á
sama hátt ku Cabin Fever vera endurgerð á hinni ástsælu Evil
Dead (Sam Raimi 1981).
Ljóst er að áhrif japanskra hrollvekja eru mikil, en myndir eins
og TheEye (Oxide Pang Chun 2002), Ring og Dark Waters (Flideo
HROLLVEKJUM AF ÞESSU TAGI ER BEINT TIL
UNGLINGA Á KYNÞROSKAALDRINUM 0G
SKEMMTILEGASTA KENNINGIN ER LÍKLEGAST
SÚ AÐ HROLLVEKJAN SÉ EINSKONAR LEIÐAR-
LJÓS í GEGNUM MYRKVIÐI KYNÞR0SKANS, 0G
KEMUR ÞÁ í STAÐ HANDBÓKAR SEM K0RT-
LAGNING Á KYNHEGÐUN
Nakata 1998 og 2003) hafa vakið mikla athygli á vesturlöndum,
og verðskuldaða, því hér hafa verið lagðar nýjar línur í hrollvekj-
um. Því er óhætt að segja að þrátt fyrir að margar ofantalinna
mynda haldi sig við hina klassísku formúlu má vænta þess að
margar þeirra gleðji augað með nýjum útfærslum á henni, eða
jafnvel alveg nýjum söguþræði!
Sumir vilja tengja endurnýjaðar vinsældir hrollvekjunnar
samfélagslegum óróa í upphafi nýrrar aldar, en aðrir sjá allt í kyn-
ferðislegu Ijósi. Flrollvekjum af þessu tagi er beint til unglinga á
kynþroskaaldrinum og skemmtilegasta kenningin er líklegast sú
að hrollvekjan sé einskonar leiðarljós í gegnum myrkviði kyn-
þroskans, og kemur þá í stað handbókar sem kortlagning á kyn-
hegðun. En því miður er helsta niðurstaðan af þessum útleiðing-
um ævinlega sú að kynlíf sé banvænt og hlýtur hrollvekjan því að
koma að fremur takmörkuðu gagni sem leiðarvísir um líflegt
kynlíf (en góðu gagni sem getnaðarvörn). Aðrir kynlegir kvistir
hafa bent á hvernig hrollvekjan býður uppá hið fullkomna tæki-
færi fyrir unglinga að 'para' sig, þar sem unglingar bókstaflega
'draga sig saman' í skjóli myrkurs og skelfingar.
Þessar lögðu línurnar
Það er ekki úr vegi að minna á nokkrar af þeim myndum sem
lögðu línurnar á sínum tíma, en þar ber hæst Halloween (John
Carpenter 1978). Aðaldaman í þessari stefnumarkandi hrollvekju
var Jamie Lee Curtis. Myndin er einna frægust fyrir að ná að
summa plottið upp í einu orði: Flalloween.
Af öðrum má nefna: When a Stranger Calls (Fred Walton, 1979)
Barnapíuhremmingar. Ekki svara í símann, nei betra: Aldrei passa
börn. Prom Night (Paul Lynch, 1980) Jamie Lee Curtis aftur, og nú
er skólinn miðstöð morða. Terror Train (Roger Spottiswoode,
1980) Og enn er Jamie Lee á ferð, nú í lest með hefnigjörnum
samnemanda, líklega þeim sem ekki fékk að vera með í Prom
Night. Friday the Thirteenth (Sean Cunningham, 1980) Með hala
af næstum 13 framhöldum er þetta sumarbúða-splatter óþrjót-
andi uppspretta kynlífskenninga. ( þeirri fyrstu fær Kevin Bacon
ör upp í gegnum brjóstið þar sem hann liggur á bakinu uppí
rúmi í eftirfullnægingarsæluvímu. Næstnýjasta útgáfan, Jason X
(James Isaac 2001), gerist úti í geimi í framtíðinni, en þar er fros-
inn líkami hins síglaða morðingja Jason óvænt endurlífgaður
með framtíðartækni. A Nightmare on Elm Street (Wes Craven,
1984) með runu af framhöldum hélt Freddy Kruger lífinu í for-
múlunni fram að meistaraverkinu New Nightmare, og svo hitti
hann Jason. Ekki illa að verki staðið. Þarna sést Johnny Depp
sem gelgja (og deyr þegar hann sofnar yfir fegurðarsamkeppni í
sjónvarpinu). X
70 / 5-6. tbl. / 2003 / vera