Vera


Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 23

Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 23
Fyrir nokkrum árum var ég að ræða jafnréttismál við mömmu og sagðist vera femínisti. Mamma hugsaði sig um og spurði svo hissa: geta karlar ver- ið femínistar? Ég hafði aldrei spáð sérstaklega í það hvort ég sem karl gæti verið femínisti þar sem mér fannst femínismi fyrst og fremst snúast um réttindabar- áttu sem mig langaði og langar enn að taka þátt í. Ég hafði held- ur aldrei spáð í það hvort ég gæti verið á móti mannréttindabrot- um í Kína þótt ég sé frá íslandi. Spurningin hennar mömmu á alveg rétt á sér þegar við horfurn á jafn- réttisbaráttuna í sögulegu ljósi. Þá baráttu hafa konur háð. Aðeins ör- fáir karlar hafa tekið þátt í henni og ýmsir karlar í valdastólum barist gegn sjálfsögðum breytingum, meðvitað jafnt sem ómeðvitað. Þá gengni bóka eins og Karlar eru frá Mars og konur frá Venus undir- strika það. Kynmenning okkar er byggð á sögulegri arfleifð og því hvort við staðfestum þessa kyn- menningu eða brjótum hana niður. Við eigum íjölmörg dæmi um nið- urrif og ekki nema tæp öld síðan margir töldu konur ekki hafa vit á því að kjósa og enn styttra síðan margir töldu konur ekki hafa vit á því að stofna bankareikning í eigin nafni eða hæfni til þess að stýra fýr- irtæki. Rétt er að benda á að seinni tvær hugmyndirnar eru ekki með öllu horfnar úr menningu okkar. Ekki frekar en hugmyndin um að karlar geti ekki þvegið þvotta, sinnt ungabörnum aleinir eða haft at- vinnu af umönnunarstarfi og það er sjálfsagt besta dærnið um hvernig við staðfestum menningu okkar. í öllurn þessum dæmum erum við að alhæfa um allar konur og alla karla, unnið með nokkrum karlkyns hjúkrunarfræðingum sem eru að starfa við það sem þá langar að starfa við og telja sig mæta minni fordómum en áður. Þá eru þeir ó- fáir karlarnir sem hafa sagt mér frá hve frábært það hefur verið að geta tekið fæðingarorlof og hve frábært það er að hafa getað varið tíma sín- um með börnum sínum. Breytt þjóðfélagsskipan, sem hefur komið til að miklu leyti vegna jafnréttis- baráttunnar, hefur líka kallað á þetta. í samfélagi þar sem atvinnu- þátttaka kvenna þykir eðlileg geng- ur ekki að halda í gömul gildi urn að konur eigi einar að sinna heimilun- um. Jafnréttisbarátta kvenna hefur skilað fleiri körlum, rétt eins og konum, fleiri tækifærum senr fleiri og fleiri karlar taka á rnóti með opnum örmum þó langt sé í land. Því verður líka að vera sanrhengi í þessu öllu. Þegar við sjáurn að karl- Geta karlar verið femínistar? ^Gísli Hrafn Atlason má líka benda á að hinar tvær fýrri bylgjur femínismans eða jafnréttis- baráttunnar snérust um „mismun- arfemínisma“ eins og hann hefur stundum verið lcallaður. Er þá átt við að femínistar fyrr á tímum gerðu sérstaldega út á kynjamun, rætt var urn sameiginlegan reynslu- heim kvenna og talað urn að ntikil- vægt væri að hin mjúku gildi kvenna fengju meira vægi í opin- beru rými. Það var mjög mikilvægt á þeinr tíma. Þannig voru karlar eitt en konur eitthvað allt annað sam- kværnt hugmyndafræðinni. í hinni þriðju bylgju femínismans, sem Femínistafélagið kennir sig við, höf- um við reynt að henda þessari eðlis- hyggju út enda eru konur ólíkar innbyrðis og karlar ólíkir innbyrðis. Við erum líka að reyna að hætta að skýra félags- og menningarlega stöðu einstaklinga út frá líffræði, slíkt væri líffræðileg nauðhyggja. Það að ég sé með typpi gerir ntig ekkert færari um að vera ráðherra eða gegna stjórnunarstöðu. Það ger- ir mig heldur ekki óhæfari til þess að sinna umönnunarstörfum, prjóna eða taka fæðingarorlof. Þetta telja hins vegar of rnargir og vel- horfurn á kynið fyrst og fremst án þess að horfa á einstaklingana. Við hugsurn með kyni, sjáum það fyrst og svo persónuna sem verður lituð í því ljósi. Ég tel að það sé mikilvægt að karlar taki þátt í því að reyna að breyta þessum hugmyndum í okkar daglega lífi. Ég held að það sé mikil- vægt að við sýnum fram á að ein- staklingar eigi rétt á því að litið sé á þá óháð kyni, það er að segja á jafn- réttisgrundvelli. Málefni kvenna eru málefni karla Stundum þegar jafnréttismál og femínismi er ræddur segja ýmsir að þau eða þeir séu með jafnrétti, svo framarlega að það sé ekki á kostnað karla. Einnig heyrist oft talað urn málefni karla annars vegar og mál- efni kvenna lrins vegar. Ég tel að málefni kvenna og karla séu í mesta lagi tvær hliðar á sama peningi. Ég tel líka að sú réttindabarátta sem konur hafa að stærstu leyti háð hafi opnað dyr og fjölgað möguleikum karla en ekki verið á kostnað karla. Mér finnst ekki lengur merkilegt að sjá karl aleinan með barnavagn eða karl vinna á leikskóla. Þá hef ég Gísli Hrafn Atlason er 29 ára. Hann stundar fram- haldsnám í mannfræði við Kaupmannahafnarhá- skóla og er að vinna að lokaverkefni um kaup- endur vændis. Hann er, ásamt Arnari Gíslasyni, ráðskona femínisma- og karlahóps Femínistafé- lagsins. J ar eru farnir að sinna börnurn sín- um frekar þá gengur ekki að líta fram hjá þeim, til að mynda í for- ræðismálum eins og stundum er gert. Það er jafnréttisbaráttunni ekki til góðs, það þrengir valmöguleika karla og kvenna og síðast en ekki síst, það er ósanngjarnt gagnvart börnunum. Þannig megum við ekki skilja að málefni kynjanna enda eru málefni kvenna líka málefni karla og öfugt. vera /5-6. tbl. / 2003 / 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.