Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 36
FULLORÐINSFRÆÐSLA í 65 ÁR
Morgun-, síödegis- og kvöldnámskeiö
PROFADEILD - OLDUNGADEILD
Grunnskólastig: (islenska, danska, enska, stærðfræði) - grunnnám, fornám - upprifjun og undirbúningur fyrir
framhaldsskólanám.
Framhaldsskólastig: sjúkraliða-, nudd- og félagsliðanám. Almennur kjarni fyrstu þriggja anna framhaldsskóla
og sérgreinar á heilbrigðissviði. Fjarnám í sérgreinum á heilbrigðissviði.
Félagsliðanám - brú fyrir starfsfólk í umönnun aldraðra og fatlaðra.
Sérkennsla í lestri og ritun - viðtöl og einkatímar. íslenska: aukin lestrarfærni, stafsetning og málfræði.
INNRITUN: 7. - 12. janúar. Kennsla hefst 15. janúar
ALMENNIR FLOKKAR - FRÍSTUNDANÁM
Fjölbreytt tungumálanám: Byrjenda- og framhaIdsflokkar. Norska, sænska, enska, þýska,
hollenska, franska, ítalska, spænska, portúgalska,
pólska, tékkneska, arabíska og tælenska.
Talflokkar og upprifjun í dönsku, sænsku, ensku, þýsku, spænsku og ítölsku fyrir þá sem hafa áður lært
en lítið notað þessi tungumál. Daglegt mál og lestur bókmenntatexta.
Myndlist og handverk:
Fatasaumur, skrautskrift - byrjendur
og framhaldsnámskeið, glerlist, mósaík,
listasaga, teikning og vatnslitamálun,
olíumálun, skopmyndateikning,
prjón - myndprjón - hekl.
Önnur námskeið:
Fjármál heimilanna - leiðin til velgengni,
matreiðsla fyrir karlmenn - byrjendur,
matreiðsla sjávarrétta - framhald,
húsgagnaviðgerðir - viðgerö á gömlum og
antikhúsgögnum, viðhald og viðgerðir á
gömlum timburhúsum, trúarbrögð heims.
NÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN OG UNGLINGA:
Norska, sænska, danska fyrir 7-11 ára, til að viðhalda kunnáttu þeirra í málunum.
Spænska fyrir 7-13 ára, byrjenda- og framhaldsnámskeið.
Aðstoðarkennsla í stærðfræði fyrir nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla.
INNRITUN: 13. - 22. janúar kl. 09 - 21. Kennsla hefst 26. janúar
ÍSLENSKA FYRIR ÚTLENDINGA
Morgun-, síðdegis- og kvöldkennsla fyrir byrjendur og lengra komna (stig 1-5).
íslenska talflokkar og ritun.
INNRITUN: 13.-22.janúar kl. 09-21. Kennsla hefst 26.janúar
INNRITUN FER FRAM í MIÐBÆJARSKÓLA, FRÍKIRKJUVEGI 1.
Upplýsingar í síma: 551 2992
Netfang: nfr@namsflokkar.is - Vefsíða: www.namsflokkar.is
Kennt er í Miðbæjarskólanum og í Mjódd, Þönglabakka 4.
SVO LENGI LÆRIR SEM LIFIR