Vera


Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 45

Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 45
MAÐUR ER KARLKYNSORÐ ÞÓ AÐ ÞAÐ SÉ SAMHEITI YFIR BÆÐI KYNIN. ÞAÐ ER OFTAST TALAÐ UM „ÞÁ", JAFNVEL ÞEGAR VÍSAÐ ER TIL ÁKVEÐINNAR STARFSTÉTTAR, EINS OG ALÞINGISMANNA. STUNDUM ER HÆGT AÐ NOTA „FÓLK" í STAÐINN FYRIR „MENN". þessum karlkynsorðum yfir í hvorugkyn eða kvenkyn. Þær breytingar sem orðið hafa í tungumálinu hin síðari ár eru í raun til þess að lcarlkynsgera það enn frekar, eins og þegar hjúkrunarkona varð hjúkrunarfræðingur og fóstrur urðu leikskólakennarar. Það hefur áhrif á okkur, hvort sem við gerum okkur grein íyrir því eða ekki, að alltaf sé vísað til kvenna í karlkyni á vinnumarkaði. Ég vil til dæmis vera talskona Femínistafélagsins vegna þess að ég vil áfram vera „hún“ fremur en að verða „hann“ talsmaðurinn. Mér finnst bæði gott og gaman að vera kona og ég vil ekki afsala mér því að vísað sé til mín í kvenkyni, bara vegna þess að ég tek upp einhvern starfs- titil. Það er stór partur af sjálfsmynd minni fólginn í því að vera „hún“. í þessu eru þó mismunandi áherslur og sitt sýnist hverjum. Maður er karlkynsorð þó að það sé samheiti yfir bæði kynin. Það er oftast talað urn „þá“ jafnvel þegar vísað er til ákveðinn- ar starfstéttar, eins og alþingismanna. Stundum er hægt að nota „fólk“ í staðinn fyrir „menn“ og tala þá um „þingfólk“ en það hljómar einkennilega, þó að það gæti breyst með notkuninni. Við þurfum bara að leggja höfuðið í bleyti og vera vakandi fyrir þessu, en slíkar breytingar eiga sér elcki stað á einum degi.“ Nýliðin er níu daga Femínistavika sem skipulögð var af Femínistafélaginu og hófst með launadeginum svokallaða þegar konur voru hvattar til þess að biðja um launa- hækkun og skorað var á atvinnurekendur að gaumgæfa launamun kynjanna. Femínistavikan var ótrúlega viðburðarík og naut mikillar athygli en að sögn Katrínar Önnu leggur félagið aldrei niður störf vegna þess að jafnréttisbaráttan á að vera vel sýnileg á öllum tímum. Hún segir mér laumuleg á svip að staðalímyndahópurinn sé að skipuleggja mótmæli fyrir Herra ísland keppnina, en vill ekkert segja nánar af því. En heldur bar- áttukonan að það þyki ekki skrýtið að femínistar skuli mótmæla fegurðarsam- keppni karla? „Sumir misskilja orðið femínisti. 1 orð- inu felst viðurkenning á því að staðan milli karla og kvenna sé ekki jöfn, en það þýðir samt ekki að allt sé æðislegt hjá körlum. Út- litsdýrkunin setur líka pressu á þá að fara út í öfgar enda verður sífellt algengara að karl- ar fái bigorexiu sem lýsir sér þannig að þeir sjá sig í speglinum sem hálfgerða væskla þrátt fyrir að vera vel vöðvastæltir. Það leið- ir til þess að þeir æfa óeðlilega mikið og dæla jafnvel í sig sterurn til þess að verða stöðugt vöðvastæltari. Þó að alltaf sé að koma betur og betur í Ijós hversu skaðleg klám- og kynlífsvæðing er fyrir alla, þá er líka erfiðara fyrir karla að taka afstöðu gegn henni. Margir karlar upp- lifa niðurlæginguna í kláminu og þeir geta m.a. lent í kynlífs- og klámfíkn sem leggur líf þeirra í rúst. Samt eru þeir undir gríðarlegum þrýstingi hefðarinnar sem segir að það sé karlmannlegt að fíla klám og þeir hafa lítið frelsi til þess að mótmæla ef þeim mislíkar. Hug- myndin um að klám og kynlíf sé sanri hluturinn er enn- þá ótrúlega sterk, öllum til tjóns. Ef við viljum móta samfélagið okkar verðum við að hugsa af alvöru um hvað við þurfum að gera í þessum málum. Hvorki körlum né konum líður vel í samfélagi þar sem kynjamisrétti, klám og niðurlæging viðgengst. Við þurfum að læra að bera virðingu fyrir okkur sjálfum og hvert öðru - þá fyrst eigum við von um að geta skap- að hér gott og réttlátt samfélag.“ X ,4 Heilsubót á besta staö. Opið Sumar Vetur Virka daga 6.30-22 6.30-22 Helgar 8.00-19-00 8.00-18.00 Sundlaug Sundlaug Kópavogs Kópavogs Sími 570 0470 vera / 5-6. tbl. / 2003 / 4£
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.