Vera


Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 47

Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 47
( Fréttablaðinu stóð: „En auk sexmenninganna sem eru hér á mynd hefur fengist staðfest að Stöövar 2 stelpurnar Bryndís Hólm, Margrét Stef- ánsdóttir og Ólöf Rún Skúladóttir séu allar hætt- ar." í sömu frétt er s.s. vfsað tii karlanna sem stórfiska og kvennanna sem stelpnanna. ÞAÐ ER FULL ÁSTÆÐA TIL AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF ÞVÍ AÐ JAFN ÁHRIFA- MIKILL ÍSLENSKUR FRÉTTAMIÐILL OG NORÐURLJÓS SKULI HAFA SAGT UPP SJÖ KONUM Á FRÉTTASTOFU STÖÐVAR 2, ÞAR AF FJÓRUM FRÉTTA- KONUM, Á EINU BRETTI HINN 27. JÚNÍ SL. EFTIR UPPSAGNIRNAR FÆKK- AÐI KONUM Á FRÉTTASTOFUNNI ÚR SJÖ í ÞRJÁR 5 1 ÁRNI SNÆVARR Sá um ísland í dag en ekkert er vitað um hvað hann gerir I vetur. t ÞORSTEINN J Umsjónarmaður Viltu vinna milljón var sagt upp og enginn veit hver tekur við af honum. EGILL HELGASON Ætlar ekki að þagna en er hættur með Silfur Egils á Skjá Einum. SNORRI STURLUSON Sá um Iþróttirnar í fréttum Stöðvar 2 en var sagt upp skömmu á eftir Þorsteini J. Stórfiskar án starfa tímamót Margir af frægustu fjöl- miðlamönnum íslands hafa undan- farið misst vinnuna. Þykja þetta tíðindi og augljóst að miklar hreyf- SNORRI MÁR SKÚLASON Missti vinnuna á Stöð 2 eftir sumarfrí en hafði stjórnað mörgum vinsælum þáttum á stöðinni. SIGMUNDUR ERNIR Fyrst í fréttum á Stöð 2, svo ritstjóri DV, en ætlar nú á Skjá Einn. ingar eru í fjölmiðlaheimum þessa dagana og ekki séð fyrir endann á því öllu saman. En auk sexmenn- ingana sem eru hér á mynd hefur fengist staðfest að Stöðvar 2 stelp- urnar Bryndís Hólm, Margrét Stefánsdóttir og Ólöf Rún Skúla- dóttir séu allar hættar. samfélagi árið 2003 að segja eingöngu kon- um upp," segir hann og minnist ekki einu um uppsagnir kvennanna, t.d. er í áður- nefndri frétt í Fréttablaðinu klikkt út með orði á sérstöðu fjölmiðla miðað við önnur fyrirtæki á vinnumarkaði. Róbert heldur áfram og myndar sam- hljóm með Sigurði G. Guðjónssyni um erfiða samkeppnisstöðu einkareknu miðlanna gagnvart ríkisútvarpinu í viðbrögðum sínum þessum orðum: „En auk sexmenninganna sem eru hér á mynd hefur fengist staðfest að Stöðvar 2 stelpurnar Bryndís Hólm, Mar- grét Stefánsdóttir og Ólöf Rún Skúladóttir séu allar hættar." (leturb. höf.) í sömu frétt er sem sé vísað til karlanna sem stórfiska og við uppsögnunum. Von er að spurt sé hvort hann sé ekki örugglega formaður allra félaga í Bl - líka þeirra fáu sem starfa á ríkismiðlun- um! Þar að auki er Róbert bæði fréttamaður hjá Stöð 2 og formaður Blaðamannafélags- ins og spurning hvort ekki hefði verið eðli- legra að Arna Schram varaformaður Bi tjáði sig um uppsagnirnar. kvennanna sem stelpnanna. Það var ekki bara að síður væri leitað til kvennanna um innlegg hvers konar eftir uppsagnirnar. Aðrir og „mýkri" miðlar virð- ast hafa falast eftir samtölum við konurnar og oft með talsvert persónulegri spurningar en til karlanna, eins og greinilega kemur fram í viðtali við Bryndísi Hólm í Nýju lífi þar sem hún m.a. annars talar um barnæsku sína og erfiðleika í tengslum við barneignir. Sjálfskipaðir sérfræðingar Eftir að konunum var sagt upp störfum var nokkrum reyndum frétta- og þáttagerðar- mönnum af karlkyninu sagt upp störfum á Stöð 2 og fleiri miðlum. Fjölmiðlarnir brugð- ust með nokkrum öðrum hætti við uppsögn- um karlanna heldur en kvennanna fyrr um sumarið. Að hluta til gæti skýringanna verið að leita í því að í tilfelli kvennanna var um hópuppsögn að ræða. Körlunum var sagt upp með einstaklingsbundnum hætti. Engu að síður er engum blöðum um það að fletta að körlunum var gefið mun meira vægi en konunum á síðum dagblaðanna og öldum Ijósvakans. Sumir þeirra urðu fljótt sjálfskip- aðir sérfræðingar um hræringar í fjölmiðla- heiminum, svo dæmi sé tekið. Persónulegur harmur var yfirleitt víðsfjarri og til þeirra var vfsað í fyrirsögnum á borð við „Stórfiskar án vinnu" eins og gert var í Fréttablaðinu í lok ágúst. Lausleg athugun mín leiddi í Ijós að fjöl- miðlarnir lögðu minna uppúr því að fjalla Hver fréttakona dýrmæt Uppsagnimar koma að sjálfsögðu til tals í viðtalinu. Undir lokin gagnrýnir Bryndís kvennahreyfinguna fyrir að hafa ekki sýnt nægilega skjót viðbrögð við uppsögnunum. Eins og fram kemur í viðtalinu sendi Kven- réttindafélag (slands sér ályktun vegna upp- sagnanna tveimur vikum eftir að konunum var sagt upp. Femínistafélagið fylgdi í kjöl- farið nokkru síðar. Ég varð þess vör í kjölfar gagnrýni Bryn- dísar að sumir femínistar veltu því fyrir sér hvað hún teldi sig hafa gert til að leggja kvennabaráttunni lið til að verðskulda óskil- yrtan stuðning kvennahreyfinganna við uppsagnirnar. Þessar vangaveltur eru að því leyti eðlilegar að femínistar eru almennt afar meðvitaðir um félagsmótandi hlutverk fjöl- miðla. Þeir gera sér fulla grein fyrir áhrifa- valdi fjölmiðlastéttarinnar og vænta þess að fjölmiðlakonur nýti sér aðstöðu sína til að leggja baráttumálum kvenna sérstaklega lið með beinum hætti enda séu þær sem konur j og fréttamenn meðvitaðar um skarðan hlut kvenna í fjölmiðlum sem og í samfélaginu öllu. Ég tel mig ekki þess umkomna að svara því að hve miklu leyti Bryndís hafi tekið | femínísk baráttumál upp á sína arma í störf- um sínum fyrir Stöð 2 og aðra miðla. Okkar á milli tel ég heldur ekki að stuðningur kvennahreyfingarinnar við fjölmiðlakonurn- ar eigi alfarið að ráðast af því að hve miklu leyti þær hafi lagt kvennabaráttunni lið með l beinum hætti eins og lýst var áðan. Ég er þess einfaldlega fullviss að Bryndís, eins og 1 hinar fréttakonurnar, hafi með störfum sín- um lagt sitt lóð á vogarskálarnar til þess að j fjölmiðill þeirra endurspeglaði með raun- sönnum hætti þátt kvenna í margbreytilegu samfélagi samtímans. Eins og komið var inn á eykur fjölbreytni innan ritstjórna líkurnar á því að fjölmiðillinn ; nái að endurspegla með raunsönnum hætti samfélagið fyrir utan. Hver fréttamaður hef- ur einfaldlega talsvert að segja um hvaða heildarmynd er varpað út í samfélagið í gegnum miðilinn, t.d. um stöðu og ímynd kvenna í nútíma samfélagi. Konur innan rit- stjórna eru ekki aðeins Iíklegri en karlar til að benda á slaka stöðu kvenna í samfélaginu og leggja kvennabaráttunni þar með lið með beinum hætti. Konurnar eiga oft aðra reynslu að baki en karlar og sjá því oft aðra fleti á málunum heldur en þeir. Ekki skiptir síður máli að allar kannanir virðast benda til þess að konur velji sér frekar kvenkyns við- mælendur en karlar - og ekki veitir af. Nefnd um aukinn hlut kvenna í fjölmiðlum hefur komist að því að meðal viðmælenda frétta- og þáttagerðarmanna í sjónvarpi séu konur 30% og karlar 70%. Nýrri kannanir á því sama hafa sýnt svipaða niðurstöðu. Af þessu leiðir að mikið verk er fyrir hönd- um inni á fjölmiðlum. Hver fréttakona er kvennabaráttunni dýrmæt bæði með bein- um og óbeinum hætti. Með stuðningi við bakið á þeim stuðlum við að því að gera þær í senn meðvitaðri um áhrifavald sitt og ábyrgð gagnvart því að rétta hlut kvenna í fjölmiðlum og þar með í samfélaginu öllu. X Höfundur er blaðamaður og stjórnarkona í Kvenréttindafélagi íslands. vera / 5-6. tbl. / 2003 / 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.