Vera


Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 57

Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 57
DRÍFA HJARTARDÓTTIR SJÁLFSTÆÐISFLOKKI Miðar í rétta átt Oldcur miðar í rétta átt í jafnréttisbaráttunni og hefur Sjálfstæðisflokkurinn stigið stór skref í henni á undan- förnum árum. Nefna má jafnan rétt foreldra til töku fæðingarorlofs og lengingu orlofs úr sex í níu mánuði; endurskoðun jafnréttislaga; alþjóðlega ráðstefnu um konur og lýðræði; ráðherrasldpaða nefnd um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum og starf á hennar vegum; átak á vegum fjármálaráðuneytis til að tryggja aukið jafnrétti í starfsmannahaldi ríkisins; nefnd um efna- hagsleg völd kvenna; nefnd um jafnrétti kynjanna við opinbera stefnumótun; aukna áherslu á mismunandi þarfir drengja og stúlkna í skólum og stuðning við sam- starfsverkefnið Auður í krafti kvenna. Varðandi samþættingu jafnréttissjónarmiða í stefnu- rnótun og ákvarðanatöku þá taka íslendingar þátt í nor- rænni stefnumótun um málið. Ekki hefur reynst unnt að standa við bókun með kjarasamningum frá 1997, af ýmsum tæknilegum ástæðum m.a., en með nýju fjár- hags- og mannauðskerfi hillir nú undir að það verði hægt og í það verði ráðist. Hlutir þokast í rétta átt í ráðningum og skipan í op- inberar nefndir. Á tímabilinu janúar 2001 til apríl 2003 voru til að mynda 47 forstöðumenn ráðnir hjá ríkinu, 20 konur og 27 karlar. Á þessu tímabili fækkaði körlum í stjórnunarstöðum um 20 en konum fjölgaði um 10. Gera þarf bragarbót á skipan í nefndir á vegum stjórn- arráðsins til að jafna hlut kynjanna þótt þar hafi orðið breyting á til batnaðar. Við niðurröðun í þingnefndir er horft til margra þátta, svo sem þekkingar og reynslu þingmanna, og hver þingflokkur raðar í nefndir óháð hinum. Af þeirn sökum geta kynjahlutföll í nefndum orðið ójöfn. Almennt þarf að gæta að því að fara að jafnréttislög- um við ráðningar, horfa til kynjahlutfalla í þeim stéttum sem verið er að ráða í, velja hæfasta einstaklinginn og jafnrétti mun vonandi nást fyrr en síðar. Ég tel ekki næga reynslu komna í Svíþjóð til að sann- færast um að breyta eigi ákvæðum hegningarlaga um vændi. Svíþjóð er eina landið í Evrópu sem gert hefur kaup á vændi refsiverð og eru afar skiptar skoðanir um þá ráðstöfun. Ef gera á breytingu verður að vera hægt að fylgja henni eftir og hún þarf að gagnast þeim sem leið- ast út í vændi. ANNA KRISTÍN GUNNARSDÓTTIR SAMFYLKINGU Fjölbreyttari menntun og atvinnu á landsbyggðinni Jafnréttið á sér margar hliðar. Umbjóðendur mínir búa í því kjördæmi landsins sem einna mest á í vök að verj- ast síðari árin, þ.e. á Norðurlandi vestra, Vestíjörðum og hluta Vesturlands. Eins og kunnugt er leit ríkis- stjórnin ekkert til atvinnumála kvenna þegar ákveðið var að ráðast í sérstök átaksverkefni fyrir síðustu kosn- ingar heldur var ráðist í dæmigerð karlaverkefni þrátt fyrir að konur séu sá hópur sem einna fyrst verður fyrir barðinu á atvinnuleysi, ekki síst í undirstöðugreinum landsbyggðarinnar. Ég hefi sérstakan áhuga á að sinna þeirra málum og ekki síst að stuðla að fjölbreyttari menntunarmöguleikum og atvinnu á landsbyggðinni. Ég er annar flytjenda tillögu þar sem hvatt er til að ráð- ist verði í sérstakar mótvægisaðgerðir gegn fyrirsjáan- legu ójafnvægi í byggðamálum en í greinargerð er einmitt rætt um aukna möguleika til framhaldsmennt- unar sem sjálfsagðan hluta slíkra aðgerða. Ég er meðal flutningsmanna tillögu um að kaup á vændisþjónustu á íslandi verði gerð refsiverð og einnig tillögu til þingsályktunar um samþættingu kynja- og jafnréttissjónarmiða stefnumótun og starfi ríkisstjórn- arinnar en þessar tillögur voru báðar lagðar fram á Al- þingi nýlega. Ég mun leggja mig frant um að hafa hlut kynsystra minna í huga við meðferð mála á Alþingi. SIV FRIÐLEIFSDÓTTIR UMHVERFISRÁÐHERRA, FRAMSÓKNARFLOKKI Konur þurfa að koma að ákvarðanatöku Ég mun halda áfrarn að beita mér í jafnréttismálum á þessu nýhafna kjörtímabili sem hingað til og fagna því að stjórnmálahópur Femínistafélagsins skuli brýna alla til þeirra verka í samfélaginu, ekki veitir af. Það voru okkur jafnréttissinnum mikil vonbrigði að upplifa bakslagið í síðustu alþingiskosningum, en þá fækkaði konum á þingi úr um 37% í 30%. Nú er svo komið að ísland rekur lestina á Norðurlöndum en þar er hlutfall kvenna frá tæpum 40% til 45%. Brýnt er að efla umræðuna um nauðsyn þess að konur séu til jafns við karla í ákvarðanatöku á öllum sviðum þjóðlífsins, á löggjafarsamkundunni, í stjórnsýslunni, í stofnunum og í fyrirtækjunum. Hvetja þarf fyrirtæki og stofnanir lil að gera jafnréttisáætlanir svo að jafnréttisstarfið verði sjálfsagðara og skipulegra. Launamun kynjanna þarf að útrýma og mun ég gera það sem í mínu valdi stendur til að styðja við þau áform sem jafnréttisráðherrann hefur kynnt þar að lútandi. Einnig þarf að vinna gegn klámvæðingunni svokall- aðri, sem sýnir rnjög einhæfa mynd af konum og á það einnig við um auglýsingar og annað íjölmiðlaefni. Jafn- réttissinnar þurfa að sameinast um að komið verði á framfæri heildstæðari mynd af nútímakonunni. Efla þarf jafnréttisumræðu í uppeldi barna. Þar er ekki nóg að líta til skólakerfisins heldur þurfa foreldrar að líta í eigin barm. Ég lýsi mig reiðubúna til að halda áfram að vinna af einurð við að efla lífsgæði og framgang kvenna eftir því sem ég hef aðstöðu og krafta til. X vera / 5-6. tbl. / 2003 / 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.