Vera


Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 48

Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 48
/ SÁLGREINING Yrsa Þórðardóttir £> Flogið á vit hins óþekkta »Erica Jong byrjar bók sína Fear of Flying á frásögn af því að hún situr í þotu með 117 sálgreinum á leið til Vínarborgar á sálgreinaþing. Mér varð hugsað til hennar þeg- ar ég hóf ferð mína til Stokkhólms fyrir ári á mitt fyrsta alþjóðlega sálgreiningarþing. Þetta var á vegum IPA, the International Psychoanalytical Association, um kynferði og sálgreiningu, með taugasérfræðilegu áliti seinni tvo dagana. Fyrirlesari eftir fyrirles- ara rakti sögu sálgreiningar og ýmsar kenningar frá Freud og fram á vora daga. * Vorir dagar mættu stundum afgangi því að Freud og félagar voru mjög afkastamikið fólk. Mér er mjög til efs að nokkur þarna hafi gengið þess dulinn hvað Freud sagði, enda kvað við í konunum á lokadegi: „Næst, stelpur, sleppum við Freud og byrj- um á okkur hér - Joyce McDougall, Juliet Mitchell, Giselu Kaplan og Nancy Chodo- row." Betur að þær hefðu ákveðið þetta fyrr. En fæðing hugmynda tekur bæði tlma og rúm, þær sögðu að til þess að láta sér detta þetta í hug hefðu þær þurft að hittast. Ég hafði fyrr um sumarið hitt kennarana mína og handleiðara sem eru að kenna mér að verða sálgreinir. Ég hitti þau í Bandaríkj- unum og sagði þeim frá bókunum sem ég var nýbúin að kaupa mér í Kanada. Svo stökk ég til og keypti fleiri, sjálfsagt undir áhrifum af fundi okkar. Hannyrðir Vínarbúinn Sigmund Freud sagði það full- um fetum að ungar konur sem hann sinnti hefðu orðið sturlaðar af þvf að þær fengu ekki verkefni við hæfi. f stað þess að fá að menntast og vinna, urðu þær að sitja og bródera. Sama á við á vorum dögum. Það gerir hverja manneskju geggjaða að fá ekki að njóta si'n. Ef við vitum hvað við viljum getum við stefnt að því og hrakið hverja hindrun á fætur annarri. En kannski vitum við ekki hvað við viljum eða vitum það en höldum ekki að það eigi fyrir okkur að liggja að sinna eigin hagsmunum. Þá er gott að fara I sálgreiningu og máta skoðan- ir sínar í ró og næði, þar sem allt má segja. Þó ekki væri nema til að sjá að hugsanir og orð meiða engan. Alltaf gefst okkur kostur á að koma auga á þrána en ákveða að gera annað, ef svo ber undir. Þá er það meðvituð ákvörðun en ekki handahófskennd blindni ímyndaðra örlaga eða samfélags. Það erum við sem ákveðum. Ég sem segi sjálf hver ég er og ákveð hvað ég geri. Hvað er sálgreining? Sálgreining er meðferðaraðferð sem felst í því að fara reglulega tii sálgreinis, minnst einu sinni í viku. Þar er hægt að sitja og tala við sálgreininn, eða leggjast á bekk og tala þaðan, væntanlega í eyru sálgreinisins líka. Það má segja allt, hvað sem er, allt sem okk- ur dettur í hug, hvort sem það myndar skilj- anlegar setningar eða ekki. Þarna er svigrúm til að leyfa öllu að brjótast fram, eða virða þagnir og hik. Allt er þetta hluti af því sem er að gerast. Með þessum hætti er sálgreinandinn, sá eða sú sem fer ( sálgreiningu, að gefa til kynna hver hún er (eða hver hann er). Þessa að- ferð fundu þau upp í sameiningu Sigmund Freud og Bertha Pappenheim, sem kallaði aðferðina sem þau þróuðu „talking cure" talmeðferð, eða „chimney sweeping" skor- steinssópun Igamni. Hann hafði vanist sefj- un og dáleiðslu til að komast að því hvað hrelldi sjúklingana. Hún vildi ekki að hann styddi við ennið á sér eða notaði aðrar að- ferðir til að aðstoða hana, hún bað hann láta sig vera og hélt bara áfram að tala. Svo sá hún að eftir að hafa komið orðum að því sem á bjátaði, hurfu sjúkdómseinkennin. Sálgreining var orðin til sem ný meðferð, samtalsmeðferð. Frelsi tilaðtala Sálgreining er svo snilldargóð aðferð fyrir konur til að komast að sannleikanum um sjálfar sig. Því að þar er það eina sem skipt- ir máli orð sálgreinandans, sem kemur í sál- greiningu. Það er með eigin orðum sem við segjum smátt og smátt það sem okkur kemur í hug. Ekki til að segja samfellda sögu eða svara stöðluðum spurningum heldur til að koma í orð því sem við höfum sjálfar að segja. Konur hafa bent á í rann- sóknum sínum að greindarpróf og önnur viðmið eru oft byggð á rannsóknum á bandarískum hermönnum karlkyns, eða karlkyns háskólanemum. Viðmiðin eru þá bæði menningarlega bundin og kynbund- in. Því skal okkur konur ekki undra ef staðl- ar og spurningar hafa enga sérstaka merk- ingu fyrir okkur. í sálgreiningu er litið á manneskjuna í heild sinni, manneskju sem þráir að lifa og komast til heilbrigðis. Til að svo geti orðið er ráðið að ganga til sálgreinis, vinna sér inn peninga til að borga sálgreininguna. Koma alltaf á réttum tíma, fara á réttum tíma og segja allt sem í hugann kemur. Þannig næst bati smátt og smátt eða í stökkum. Þannig kemur I Ijós hver persón- an er sem talar og hvað það er sem hrjáir hana. Eins kemur í Ijós hvað gleður og kæt- ir og hvetur til að leita sífellt að meiri sann- leika, frelsi eða hvað það nú er sem viðkom- andi þráir. Þráin Þráin er einmitt hornsteinninn. Og þar ískr- ar strax í bremsum. Við erum kannski ekki aldar upp til að finnast það við hæfi að skara eld að eigin köku og láta leiðast af innri þrá, losta eða girnd. Og ef reiði skýtur upp kollinum, erum við oft ekki í stakk bún- ar til að leyfa henni að brjótast fram, ef við höfum áratuga reynslu af að hemja hana. Hver veit nema það sé hreinlega hættulegt að láta hana gjósa? Skyldi sálgreinirinn í al- vöru þola það? í sálgreiningu eru kjöraðstæður til að leyfa sér að rannsaka allt, bókstaflega allt og geyma þau orð í hjarta sér þar til þau bera ávöxt eða verða ónauðsynleg. 48 / 5-6. tbl. / 2003 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.