Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 22
/ ÞRIÐJA BYLGJA FEMÍNISMANS
Ásthildur Sturludóttir er 29 ára
gömul og býr í Stykkishólmi. Hún er
stjórnmálafræðingur og vinnur sem
atvinnuráðgjafi og ferðamálafulltrúi
hjá atvinnuþróunardeild Samtaka
sveitarfélaga á Vesturlandi.
Ásthildur er í stjórn SUS fyrir Norð-
vesturkjördæmi og var varaformað-
ur sjálfstæðiskvennafélagsins Hvat-
ar í Reykjavík 2001-2002. Hún er í
félagsskap sem kallast Tíkurnar en
þær halda úti vefriti sem kallast
tíkin.is og fjallar um pólitík, einstak-
lingsfrelsi og jafnrétti og er Ásthild-
ur þar reglulegur pistlahöfundur.
Ásthildur Sturludóttir
Frelsi og tækifæri eru forsendur jafnréttis
Þegar spurt er hvað brennur heit-
ast á ungum konum í dag er svar-
ið oftast að öðlast fullt jafnrétti á
við karla hvað varðar atvinnu-
möguleika og starfskjör. Margt
hefur áunnist í baráttu okkar fyr-
ir jafnrétti og eru ný lög um fæð-
ingarorlof sjálfsagt stærsta og
mikilvægsta skrefið í þá átt. En
þó er enn langt í land og má
nefna fjölda dæma sem sýna það
berlega. Til dæmis eru konur lítið
áberandi í stjórnunarstöðum og
á það bæði við um einkafyrirtæki
og opinberar stofnanir. Það sætir
tíðindum þegar kona er ráðin
sem lykilstjórnandi, enda fátítt!
Þá höfum við verið að koma auga á
ýmislegt sem er á skjön við það sem
við áður héldum að væri sjálfsagt.
Menntun virðist t.d. ekki vera sá
lykill að jafnrétti í starfskjörum sem
við héldum. Konur sækja stíft í
langskólamenntun, eru meirihluti
nemenda við Háskóla íslands og í
meirihluta útskrifaðra kandídata.
En kannanir sýna að konur séu
samt sem áður með lægri laun en
karlar. Hvað veldur er erfitt að segja
en skýringarnar eru íjölmargar og
misviturlegar. Með þessu er ég alls
ekki að segja að konur eigi ekki að
mennta sig, síður en svo, heldur
benda á þessa staðreynd sem er
sorgleg og eitthvað sem við verðum
að róa öllum árum að til að breyta.
Ég er jafnréttissinni í víðasta skiln-
ingi þess orðs. Allt frá barnæsku
hefur mér verið kennt að ég hafí
sömu réttindi og tækifæri og strákar
og hafi frelsi til að velja. Þess vegna
trúi ég á jafnrétti kynjanna og vil að
fólk njóti jafnréttis óháð litarhætti
eða þjóðerni. Ég vil að landsmenn
njóti jafnréttis til náms og að íbúar
landsbyggðar njóti sambærilegra
lífsgæða og íbúar borgarsamfélaga.
Ég vil jafnrétti og þar með kvenrétt-
indi. Sú aðferð að beita kynjakvóta,
sem mikið hefur verið rætt um, til
þess að fá fleiri konur til að taka þátt
í atvinnulífi og pólitísku starfi er
tímaskekkja. Hins vegar tel ég að já-
kvæð mismunun geti átt rétt á sér ef
það er einasta leiðin til að gera upp
á milli tveggja jafnhæfra einstak-
linga. Ég tel að kynjakvótar muni
ekki leiða til framfara konum til
heilla og eigi því ekki rétt á sér. Slík-
ar aðgerðir geta snúist upp í and-
hverfu sína og haft öfug áhrif. Þær
veikja stöðu kvenna og draga úr
trúverðugleika þeirra og mikilvægi.
Sérstaklega þeirra sem fá störf vegna
eigin verðleika en ekki vegna kynja-
kvóta. Það er ljóst að sá einstakling-
ur sem ráðinn er í starf vegna kynja-
kvótareglna mun verða því marki
brenndur alla tíð. Slíkt gleymist
ekki. Ég trúi á einstaklinginn og
hæfileika hans til að blómstra og
láta að sér kveða, óháð kynferði.
Til að sjá megi jafnrétti í reynd
tel ég að konur verði að fá tækifæri
til jafns við karla og hafa frelsi til að
velja og ákveða. Frelsið er grund-
vallaratriði jafnréttis og einn grund-
vallarþáttur nútímasamfélags.
Frelsið leiðir til vaxtar visku og
þekkingar í gegnum gangrýna hugs-
un sem leiðir til nýrra tækifæra sem
konur jafnt sem karlar geta nýtt.
Þessi tækifæri gefa konum þann
möguleika að ná markmiðum sín-
um, hvort sem það er í menntun,
starfi eða íjölskyldulífi. Mín sann-
færing er sú að það sé í raun far-
sælasta leiðin til raunverulegs jafn-
réttis fyrir alla.
22/4. tbl. / 2003/ vera