Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 35
»Erla Þorsteinsdóttir er miðherji í meistaraflokki körfuknattleiksliðs Keflavíkur. Hún
hefur margsinnis verið valin besti leikmaðurinn þar og árið 2000 var hún valin besti
leikmaðurinn í fyrstu deild kvenna. Keflavíkurstúlkur voru sigursælar í fyrra, unnu Is-
landsmeistaramótið og allt nema bikarinn. „Við eigum mikið að verja og einn titil að
vinna," segir Erla vígreif. „Við höfum metnað til að standa okkur vel og gera enn betur í
ár. Keflavík er með sterkt lið og breiðan hóp og við vitum allar hvað þarf til að vinna."
Sjálf hefur Erla æft körfubolta í tólf ár og segist hafa fengið
áhugann þegar hún fór að leika sér í körfubolta í ferming-
arveislu hjá frænda sínum. Eftir það fór hún að mæta á æf-
ingar. „Þetta var bara svo rosalega gaman. Svo voru allar
vinkonurnar í þessu. Þetta er orðinn svo mikill hluti af lífi
mínu að ég get ekki ímyndað mér annað en að halda
áfram." Það er greinilegt að liðsandinn í Keflavík er mikill.
„Við erum náttúrulega búnar að æfa í svo mörg ár saman.
Og við erum næstum allar aldar upp í Keflavík," segir Erla
en hún sér sig ekki í anda spila með öðru liði. Hún fór þó
einn vetur í háskóla í Alabama í Bandaríkjunum og spilaði
með körfuboltaliðinu þar. „Þetta varfín reynsla en ég vissi
alltaf að ég yrði þar ekki áfram," segir hún.
Kvennaráð gætir hagsmuna kvennaliðsins
Erla hefur verið í landsliðinu frá því hún var 16 ára. Hún tel-
ur að landsliðið sé að þróast í jákvæða átt en að verkefnin
mættu vera fleiri. Hún segir að vissulega fái kvennakörfu-
boltinn oft minni umfjöllun og athygli en karlaboltinn en
ber félaginu sínu vel söguna. „Mér finnst að í Keflavík hafi
alltaf verið staðið vel að öllum deildum. Við erum líka
heppnar og höfum sérstakt kvennaráð sem sér um okkur.
Þarna eru mæður og frænkur sem standa sig mjög vel. Ein
úr kvennaráðinu er síðan í stjórn félagsins og gætir hags-
muna okkar," segir Erla en hún telur slíkan stuðning hjálpa
mikið. „Þær hitta okkur eftir heimaleiki, bjóða upp á kaffi
og velja konu leiksins. Þetta styrkir liðsandann heilmikið."
Erla telur að umfjöllun um kvennakörfuna hafi aukist og
batnað, en að það mætti veita körfubolta almennt meiri
athygli í fjölmiðlum.
Ætlarað verða kennari
Erla gerir meira en að spila körfubolta þótt það taki vissu-
lega mikið af tíma hennar. Hún er á öðru ári í Kennarahá-
skólanum, á yngri barna sviði. „Ég hef svo gaman af að
vinna með krökkum og kenndi í eitt ár við Heiðaskóla í
Keflavík. Það fannst mér alveg meiriháttar og er búin að
finna mitt svið," segir hún ákveðin. Erla hefur einnig fund-
ið sér tíma til að stunda golf og gott betur, því hún var í
unglingalandsliðinu í golfi. „Ég bjó á golfvellinum á sumr-
in," segir hún, „en svo fór karfan að taka meiri tíma á sumr-
in og golfiðkun er tímafrek þannig að hún varð að víkja."
Erla skellti sér þó á meistaramót Golfklúbbs Suðurnesja í
sumar og bar sigur úr býtum, þannig að hún hefur greini-
lega engu gleymt.
Stefnir að því að vinna
Þegar viðtalið var tekið höfðu Keflavíkurstúlkur nýlega
tapað leik gegn KR. „Þetta var bara smá slys," segir Erla
sem spilaði ekki með í þeim leik þar sem
hún lenti sjálf í smá slysi í leiknum á undan.
„Ég fékk hressilegt olnbogaskot, fór andar-
tak úr kjálkalið og fékk sprungu í kjálkann," segir hún
sposk á svip. „Ég missti af einum leik," segir hún og hlær
mikið þegar blaðakonan spyr hvort þetta sé þá hættulegt
sport. „Bara svona eins og gengur og gerist."
Það er að heyra á Erlu að Keflavík muni ekki láta tapið
gegn KR slá sig út af laginu. „Þetta er jú bara upphafið á
tímabilinu og það er alltaf gott að fá smá spark í rassinn af
og til. Ég er ekki í þessu bara til að vera með, heldur til að
vinna. Þegar fólk er komið þetta langt verða allir að vera
með markmið, bæði einstaklingarnir og liðið sem heild.
Sjálf hef ég metnað til að skila mínu í hverjum leik og gera
eins vel og ég get." X
AUÐUR AÐALSTEINSDÓTTIR
m o
G J A F A B R É F
MYNDLISTASKÓUNN www. myndlistaskolinn.is
| í REYKJAVÍK Hringbraut 121 • 107 Reykjavík
Skrifstofan opin mán. - fim. 14 -18 og fös.14 -17 Simi 551 1990
vera / 5 -6. tbl. / 2003 / 35