Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 62
/ MA RITGERÐ - FEMÍNÍSKT SJÓNARHORN
Þöggun
yndra kvenna
Reynsla kvenna sem
greindar hafa verið
með þunglyndi
af samskiptum við
heilbrigðisfagfólk
»Rannsóknir benda til þess að þunglyndi fari vaxandi meðal ungra
kvenna á Vesturlöndum og allt að helmingi fleiri konur en karlar finni
fyrir þunglyndiseinkennum. Margar tilgátur hafa verið settar fram til
að skýra þessa háu tíðni þunglyndis hjá ungum konum. Líklegt er að
um sé að ræða samspil margra samverkandi þátta, svo sem sálrænna
og fálagslegra, erfða og hormónabúskapar og ofbeldis gegn konum.
Á síðari árum er farið að rannsaka í auknum mæli áhrif hverskonar of-
beldis á heilsufar kvenna. Rannsóknir benda til að ofbeldi gegn konum
í barnæsku sé ein helsta ástæða þess að þær fái síðar sjúkdómsgrein-
ingar eins og þunglyndi og persónuleikaraskanir. Sömu rannsóknir
benda til að konur sem hafa reynslu af ofbeldi í bernsku séu í meiri-
hluta þeirra kvensjúklinga sem leggjast inn á geðdeildir og jafnframt
þeirra sem eru utan stofnana, eða í allt að 70% tilfella.
Líklegt er, samkvæmt skoðunum of- ég tók haustið 1999 og vorið 2000 við konur sem greindar
annefndra fræðimanna, að aukinn höfðu verið með þunglyndi, bentu til þess að samskipti
fjöldi þunglyndra kvenna muni leita kvenna við heilbrigðisfagfólk hafi veruleg áhrif á tilfinn-
þjónustu í heilbrigðiskerfinu í náinni framtíð. Vegna ým- ingalega líðan þeirra. Fyrir heilbrigðisfagfólk er því mikil-
issa áfalla á lífsleiðinni, til dæmis hvers konar misnotkunar, vægt að setja sig inn i aðstæður og reynsluheim kvenna
er um viðkvæman hóp kvenna að ræða. Reynsla mín í við- með þunglyndiseinkenni með það fyrir augum að auka
tölum við konur sem greindar hafa verið „þunglyndar" innsýn og þekkingu á tilfinningalegum þörfum þeirra.
hefur vakið spurningar um samskipti heilbrigðisfagfólks Starf heilbrigðisfagfólks byggir að mestu leyti á samskipt-
við konur og hvort skilningur sé fyrir hendi á tilfinninga- um við fólk. Af þeirri ástæðu er mikilvægt að heilbrigðis-
legri vanlíðan þeirra. Niðurstöður sjö könnunarviðtala sem fagfólk geri sér grein fyrir áhrifum samskipta á þennan við-
BERGÞÓRA REYNISDÓTTIR
62 / 5-6. tbl. / 2003 / vera