Vera


Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 21

Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 21
Margrét Valdimarsdóttir er 30 ára. Hún er nemi á fyrsta ári í fé- lagsfræði við Háskóla íslands og starfar í hlutastarfi í gestamót- töku á 101 Hótel. Einnig skrifar hún greinar og tónlistargagn- rýni fyrir Undirtóna. Undanfarin sex ár starfaði hún sem út- varpsskona og dagskrárstjóri hjá Fínum miðli og Norðurljós- um. Margrét Valdimarsdóttir Auðvitað er ég femínisti! Ég hef heyrt þó nokkrar ólíkar skilgreiningar frá fólki á því hvað það er að vera femínisti. Alltfrá því að það sé einfaldlega mann- eskja sem styður hverskonar jafnrétti og svo að vera kona með skegg. Alfræðiorðabókin mín skilgreinir femínisma sem stefnu sem leggur áherslu á að konur hafi full réttindi á við karla og að hefðbundin kvennastörf séu metin til jafns við önnur störf. Auðvitað styð ég þá stefnu. Ég hef haft mjög mikið gagn og gaman af því að fylgjast með því sem er að gerast hér á Islandi núna. Ég varð fyrir nokkurs konar vakn- ingu þegar ég las Píkutorfuna fyrir nokkrum árum síðan. Og síðar með tilkomu Femínistafélags íslands hélt vakningin áfram, og hún er enn að gerast hjá mér. Eða, það er að segja, þá er ég alltaf að verða aðeins með- vitaðri. Mér finnst rnjög áhugavert að spá í þær staðalmyndir sem eru alls staðar í þjóðfélaginu og eru t.d. mjög áberandi í fjölmiðlum. Ég tók þátt í upphafi starfs staðalímynda- hóps Femínistafélagins en vegna anna hcf ég ekki verið með síðan þá. Ég hef þó fylgst með þeim og finnst þær, og aðrir í hópastarfi Femínistafélagsins, vera að vinna mjög gott starf. Ég fer líka reglulega inn á póstlista félagsins og skoða umræðuna sem er þar í gangi. Sem dæmi þá var nýlega verið að benda á auglýsingu í íslensku tímariti á póstlistanum. í auglýsingunni er verið að auglýsa nærfatnað, nær- fatnað sem á greinilega að vera kynæsandi þar sem 15 ára stúlka sit- ur fyrir. Mér finnst gott að vera bent á svonalagað, ég get þá ákveðið að kaupa ekki þessa vöru og ekki held- ur tímaritið. Það sem kannski er mitt stærsta hlutverk sem femínisti er hlutverk mitt sem uppalandi. Mér finnst rnjög mikilvægt að ég sýni ábyrgð sem móðir og reyni að passa upp á að dóttir mín fái rétt skilaboð. Mér finnst mjög mikilvægt að ritskoða allt barnaefni áður en hún fær að sjá það, en auðvitað stend ég mig ekki alltaf eins vel og ég vildi. Það er ótrúlegt hversu furðulegur boð- skapur er í mörgum barnamyndum og -bókum. Eins og til dæmis það að stelpa (prinsessan) þurfi ekki að kunna eða geta gert neitt, hún þarf bara að vera falleg. Þá vill klári og duglegi strákurinn (prinsinn) gift- ast henni og þar af leiðandi öðlast hún hamingju (?). Það er ekki óalgengt að þetta sé boðskapur barnaefnis. Mér fmnst líka mikil- vægt að vera meðvituð um það að mikið af tónlistarmyndböndum og auglýsingum eru alls ekki við hæfi barna. Að lokum mæli ég með því að einhver skemmtilegur femínískur rithöfundur fari að skrifa barna- bækur með femínískum boðskap. vera /5-6. tbl. / 2003 / 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.