Vera


Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 20

Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 20
sínu kvenleg - af því að hún er kona. Hún þarf ekki að undirstrika það með öllum þessum aðferðum, hún má bara vera eins og hún er.“ Rosaleg tregða í jafnréttismálum Þegar Þuríður er beðin að bera saman femínísku bylgj- una núna og á áttunda áratugnum segir hún að sér finn- ist krafturinn svipaður og segist alsæl með þetta. „Þetta eru öflugar ungar konur sem hafa hátt, trana sér fram og láta í sér heyra. Það líkar mér. Mér finnst að nú þurfi femínistar að koma sér til áhrifa sem víðast í samfélag- inu - í stjórnkerfinu og ekki síst í atvinnulífinu, þar sem peningarnir eru. Þeir sem hafa völdin geta breytt hlut- um ótrúlega mikið á skömmum tíma svo við fáum ekki rönd við reist. Ef við höfum ekki femínista þar sem ákvarðanirnar eru teknar, manneskjur sem sporna við og hafa völd til að segja já eða nei, þá getum við búist við því að það sem við höfum náð fram verði bara tekið af okkur einn góðan veðurdag.“ Auður Alfífa tekur undir þetta: „Það er rosaleg tregða í jafnréttismálum og margir sem vilja vinna á rnóti. Ef baráttan stoppar get- um við farið mörg ár aftur í tímann, eins og gerðist á tí- unda áratugnum.“ Að lokum eru þær mæðgur spurðar hvort þeim finn- ist ekki skipta máli að konum hafi fjölgað á þingi. „Það er ekki nóg að það séu konur, þær verða að vera femínistar. Það er heldur ekki nóg að setja eina konu í einhverja nefnd eða stjórn, ein kona getur svo litlu breytt. Þær verða að vera að minnsta kosti tvær, þá geta þær breytt heilmiklu - þ.e. ef þær eru femínistar!“ segja þær mæðgur að lokum. Fyrsta bylgjan: Konur eru líka menn Konur berjast fyrir borgaralegum og pólitískum réttindum. I þessu fólst m.a. lagalegur réttur til mennt- unar og sjálfræðis. 1887: Bríet Bjarnhéðinsdóttir held- ur fyrst kvenna opinberan fyrirlestur. 1894: Hið íslenska kvenfélag stofnað. 1907: Kvenréttindarélag íslands stofnað. 1908: Fyrsta kvennaframboðið kemur íjórum konum í bæjarstjórn Reykjavíkur. 1911: Konur fá jafnan rétt til menntunar og embætta. 1915: Konur eldri en 40 ára fá kosn- ingarétt til Alþingis. 1920: Konur fá jafnan rétt til kosn- inga til Alþingis á við karla. 1922: Ingibjörg H. Bjarnason er kosin á Alþingi fyrst kvenna. Önnur bylgjan: Hið persónulega er pólitískt. Konur berjast fyrir jafnrétti á öllum vígstöðvum. Þær benda á að jafnrétti sé meira í orði en á borði. Konur krefjast þess að vera metnar að verð- leikum innan og utan heimilisins. 1970: Rauðsokkahreyfingin er stofnuð. Sama ár verður Auður Auðuns fyrst kvenna til að gegna ráðherraembætti. 1974: Auður Eir Vilhjálmsdóttir verður prestur fyrst íslenskra kvenna. 1975: Kvennafrídagurinn haldinn til að vekja athygli á vinnuframlagi kvenna. Sama ár eru lög um fóstur- eyðingar rýmkuð verulega. 1976: Lög sett um jafnrétti karla og kvenna. 1980: Vigdís Finnbogadóttir kosin forseti íslands. 1982: Kvennaframboðið stofnað og Kvennalistinn 1983. 1987: Sex konur ná kjöri til Alþing- is sem þó er innan við 10% þing- manna. Þriðja bylgjan: Erfitt er að skilgreina þriðju bylgju femínisma, við erum stödd mitt í henni og erum því eins og fiskarnir sem sjá ekki sjóinn. Þriðja bylgjan tengist hnattvæðingunni, klámvæð- ingunni og hinni nýju fræðigrein - kynjafræði. Klámvæðingin tröllríð- ur flestum vestrænum þjóðfélög- um. Hnattvæðingin gerir það kleift að konur eru seldar í hjónabönd og/eða kynlífsþrælkun landa og heimsálfa á milli. Margir femínistar sem í annarri bylgju femínisma börðust fyrir kynfrelsi kvenna berj- ast nú fyrir því að litið sé á konur sem eitthvað annað en aðeins kyn- verur og skrautmuni. Þriðja bylgjan byggir á grunni og reynslu fyrstu og annarrar bylgjunnar en nýmæli er að fólk er nú háskólamenntað í kynjafræðum, fræðum sem snúast um femínisma. 1996: Kvennafræði í fyrsta skipti kennd við Háskóla íslands, verður síðar kynjafræði. 1998: Bríet, félag ungra femínista stofnað. 2003: Femínistafélag íslands stofn- að, félagar á sjöunda hundrað af báðum kynjum. Samantekt: Auður Magndís Leiknisdóttir og Gunnhildur Sigurhansdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.