Vera


Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 30

Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 30
/ ÞRIÐJA BYLGJA FEMÍNISMANS ÞORGERÐUR EINARSDÓTTIR, LEKTOR I' KYNJAFRÆÐUM Hvað er þriðja bylgjan? Það sem kallað hefur verið þriðja bylgja femínismans er ekkert einhlítt fyrirbæri. Á Norðurlöndum og í Bandaríkjunum hafa komið fram hópar af ungum femínistum sem ýmist hafa verið kenndir við ný- femínisma eða þriðju bylgjuna. Á Norðurlöndum var hugtakið „nýfemínismi" notað yfir hreyfingu ungra femínista sem kom fram seint á tíunda áratugnum og varð þekkt fyrir útgáfu bóka eins og Fittstim í Sví- þjóð (Skugge og Olsson 1999) og Rátekst í Noregi (Solheim og Vaagland 1999). í Danmörku var einnig gefin út bók í sama anda. Bríet, félag ungra femínista, sem sá um þýðingu á Píkutorfunni á ís- lensku (Hugrún Hjaltadóttir og Kristbjörg Kristjáns- dóttir 2000) var gjarnan flokkað með nýfemínistum. í Bandaríkjunum hefur hugtakið „þriðja bylgja femín- isma“ verið algengara. (Walker 1995, Heywood and Drake 1997). Það sem þessar tvær hreyfingar eiga sam- eiginlegt er að vinna að því að breikka möguleika ungra kvenna til sjálfsbirtingar og sköpunar nýrra sjálfsmynda með því að taka sér skilgreiningarvald yfir hugtökum eins og kynferði, líkami og kynfrelsi. Það er hins vegar mikill munur á norrænu og bandarísku femínistunum. í Bandaríkjunum hafa tveir hópar gert tilkall til að vera „þriðja bylgjan“. Annars vegar eru pólitískt íhaldssam- ar, ungar háskólakonur sem hafa verið rnjög áfram um að aðgreina sig frá annarri bylgju femínista sem þær ásaka um fórnarlambsfemínisma. í staðinn tefla þær fram hugmyndum sem þær kalla valda-femínisma, ein- staklings-femínisma og jafnréttis-femínisma (Ropie 1995, Denfield 1995, Wolf 1993). Þessar konur hafa átt greiðan aðgang að íjölmiðlum og verið hrósað af íhalds- sömum blöðum. Þær hafa hins vegar fengið harða gagn- rýni frá öðrum hópi sem einnig kennir sig við þriðju bylgjuna en byggir á arfi annarrar bylgju femínisma og er í gagnrýnni samræðu við hana í stað árása á hana (sjá t.d. http://www.io.com/~wwwave /index.html#search). Þessi hreyfmg, sem meira á skylt við róttækan femín- isma, hefur gagnrýnt hinn íhaldssama arm fyrir einstak- lingshyggju og elítisma. Rökin eru þau að ofuráhersla þeirra á einstaklinginn og einstaklingsfrelsi endurspegli forréttindastöðu þeirra sjálfra og samræmist ekki sam- stöðuhugsun og réttlætishugsjónum hins róttæka femínisma sem berst fyrir samfélagslegum breytingum til handa öllum konum og jaðarhópum. (Heywood and Drake 1997, Siegel 1997, Sorisio 1997). Femínstafélag íslands hefur sérstöðu Norrænu nýfemínistarnir hafa ekki alveg sloppið við gagnrýni um einstaklingshyggju og að skorta þekkingu og yflrsýn yfir kerfislægt misrétti þjóðfélagsins (Holm- quist 2000, 0veraas 1999). Engu að síður hefur norræna nýfemínistahreyfmgin verið trú femínískum gildum um samstöðu og sameiginlega baráttu kvenna. Þeim hefur einnig verið mjög vel tekið af eldri kynslóðum femínista. Femínistafélag Islands er frábrugðið norrænu nýfemínistunum og amerísku hreyfingunni í nokkrum atriðum. Fí er fjöldahreyfmg þar sem hinir hóparnir eru frekar fámennir hópar ungra kvenna. FÍ tekur til kynja- frelsis og jafnréttismála í víðasta skilningi og er þannig allsherjarhreyfing, þar sem hinar hreyfmgarnar hafa af- markaðri baráttumál (sjálfsmyndasköpun, endurskil- greiningar á kynferði og kynfrelsi). FÍ hefur leitast við að byggja brýr milli kynslóða þar sem hinar hreyfing- arnar horfa meira til málefna ungra kvenna. Fí beitir fjölþættari aðferðum og vinnur á breiðari vettvangi en hinar hreyfmgarnar þar sem FÍ leitast m.a. við að sam- eina aðferðir eldri hreyfmga og nýjar aðferðir, m.a. mjög virka notkun netsins. FÍ nýtir rannsóknir og þekk- ingarsköpun í baráttu sinni og umræðu á markvissari hátt en hinar hreyfingarnar. FÍ virðist ætla sér öflugra og stærra hlutverk sem gagnrýnin pólitísk samtíma- hreyfmg en hinar hreyfíngarnar. Heimildir: Denfield, Rene (1995) The New Victorians: A Young Woman’s Challenge to the Old Feminist Order. New York, Warner Books. Heywood, Leslie and Drake, Jennifer (ritstj.) (1997) Third Wave Agenda. Being Feminist, Doing Feminism. University of Minnesota Press. Minneapolis, London. Hugrún Hjaltadóttir og Kristbjörg Kristjánsdóttir (2000) Píkutorf- an. Reykjavík, Forlagið. Holmquist, Ingrid (2000) From Fittstim to an archipe-lago of cool women: Writing the self in young fcminism in Sweden today. Paper presented at the 4th European Feminist Rcsearch Confer- ence, Bologna 28. September - 1 October, 2000. URL=[http://orlando. women.it/cyberarchive/files /holmquist.htm] Roiphe, Katie (1995) The Morning Aftcr: Sex, Fear and Femin- ism. Boston, I.ittle Brown. Skugge, Linda Norrman and Olsson, Belinda (ritstj.) (1999) Fitt- stim. Stockholm, Dagens Nyheter förlag. Solheim, Hilde-Charlotte and Vaagland, Hilde (ritstj.) (1999) Rátekst. Oslo, Aschehoug. Walker, Rebccca (ritstj.) (1995) To Be Real: Telling the Truth and Changing the Face of Feminism. New York, Doubleday. Wolfi Naotni (1993) Fire With Fire: The New Female and How to Use It. New York, Random house. Overaas, Trine (1999) Feminsme eller individualisme? [ Bókaritdókur um Rátekst], Kultur, August 1999, URL=[http://www.underdusken.no/dusker/html/9909/index.plip3?fremvis=23] X 30/5-6. tbl./2003 /vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.