Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 68
Bára Magnúsdóttir
Hvers virði erlífkonu?
»í nýrri skýrslu UNIFEM kemur fram
að ofbeldi í garð kvenna sé útbreidd-
asti glæpur í heimi. Bækurnar sem
hér verður fjallað um eru allar um of-
beldi gegn konum sem daglega á sér
stað víðsvegar í heiminum.
Souad
Brennd
lifandi
BRENND LIFANDI
Souad og Marie-Thérése Cuny.
Árni Snævarr þýddi.
Vaka-Helgafell, 2003
Souad er ung palestínsk kona sem lét fallerast og fyrir vikið hellir
mágur hennar bensíni yfir hana og ber eld að. Hún lifir árásina af og
með aðstoð konu frá hjálparstofnun kemst hún til Evrópu þar sem
hún fær læknishjálp.
Þessi bók er svo meingölluð að það skyggir á söguna. Þar ber fyrst
að telja hve aldur Souad er á reiki, t.d. eldist hún um 6-8 ár við það að
fara frá ísrael til Evrópu (87,156, 216). Aftur er mótsögn í því að Sou-
ad segir að hún hafi aldrei séð lögregluna, sem hafi aldrei skipt sér af
því sem gerðist í þorpinu en segir svo að lögreglan hafi komið og yf-
irheyrt hana (37, 56). Á einum stað er sagt að mágur móður hennar
hafi brennt Souad (215). Það gæti reyndar hafa misfarist í þýðing-
unni, rétt eins og mig grunar með handsþrengjurnar sem fólk þurfti
að foraðast að stíga á (48). Þá á ég erfitt með að sjá fyrir mér konuna
„í bikini með pils á herðunum" (204). Þýðandinn hefði reyndar alls
ekki átt að nota orðið „mongólíti" (157) og fær skömm í hattinn fyrir
það.
Af bókarkápu má ætla að Souad hafi brunnið mjög í andliti, sem
síðan reynist fjarri sanni heldur vill hún einfaldlega ekki þekkjast, án
þess þó að það sé sagt í bókinni. En líklega hefur myndin af grímu-
klæddu konunni þótt söluvænni.
Alversti galli bókarinnar er þó fyrstu persónu frásögn Jacqueline,
konunnar sem bjargaði lífi Souad. Eðlilegra hefði verið að Souad
hefði haft söguna eftir bjargvætti sínum en að sú manneskja verði
miðpunktur frásagnarinnar er fáránlegt.
í stuttu máli sagt: Merkileg saga en illa sögð.
AMBÁTTIN
Mende Nazer og Damien Lewis.
Kristín Thorlacius þýddi.
JPV útgáfa, 2003
Mende er rænt tólf ára gamalli í árás þrælasala. Lengst af er hún
ambátt í höfuðborg Súdan þar sem komið er fram við hana eins og
hund, hún sefur úti í kofa og borðar ekki af sömu diskum og fjöl-
skyldan. Húsbændum hennar finnst þetta frábært: „Engir frídagar,
engin orlof, ekkert kaup. Hún er hér alltaf. Ég á hana." (129). Síðan er
hún send til London enda vandfundið annað eins hjú. Fljótlega
kemur þó í Ijós að staða hennar hefur ekkert batnað.
Mikill galli er hve sífellt er hamrað á hve Arabar séu vondir. Ekki er
við Mende að sakast í þessu heldur skrifast þessi efnistök á kostnað
höfundar bókarinnar, Damien Lewis, sem hefði átt að umorða og
fella úr mesta Araba-hatrið. Kúgarar hegða sér nefnilega alls staðar
eins: Mende og skólasystkinum hennar er t.d. bannað að tala eigið
tungumál og skipað að tala arabísku. Sömu meðferð fengu á sínum
tíma suður-afrísk og grænlensk börn, þau urðu að tala mál herraþjóð-
arinnar. Kynþáttahyggja virðist vera rótin að þessu hatri á tungumáli
hins undirokaða því ekki bönnuðu Danir okkur að nota íslensku.
Að þessu sögðu verður auðvitað að líta á aðalatriði bókarinnar,
þrælahaldið, sem er ófyrirgefanlegt, hver sem í hlut á.
Þessi bók er oft erfið og óhugnaleg. Kaflarnir sem lýsa lífi Mende í
faðmi fjölskyldunnar í Súdan standa upp úr.
DÆTUR KÍNA - BÆLDAR RADDIR
Xinran.
Helga Þórarinsdóttir þýddi.
JPV útgáfa, 2003
Dætur Kína
í upphafi bókarinnar skýrir höfundurinn, BÆL1AB "<D°11'
Xinran, hvernig stóð á því að allar þessar
konur fóru að segja henni sögu sína; hún /ÉuL SSDciir
var með útvarpsþátt og tók við símtölum í beinni útsendingu. Sem
brautryðjandi í slíkri þáttagerð í Kína varð hún fljótt mjög þekkt og
bréfin streymdu inn. Sumar kvennanna hitti hún persónulega.
Þessar konur bregðast mjög mismunandi við örlögum sínum.
Sumar brotna, reyna sjálfsmorð, verða geðveikar en aðrar reyna að
gera öðrum lífið bærilegra, eins og konurnar sem misstu börn sín í
jarðskjálfta og stofnuðu munaðarleysingjahæli. Aðrar, sérstaklega
yngri konurnar, eru mjög kaldhæðnar og treysta engum, beita öllum
brögðum til að komast í efnahagslegt öryggi. Þetta er bók sem getur
hrakið lesandann í svarta örvæntingu og er hreint ekki til þess fallin
að vekja mann til vitundar um fagurt mannlíf.
Höfundurinn er sú sem tengir sögurnar saman og hún er líka ein
þeirra sem segir sögu sína. Hún samsamar sig þannig konunum enda
orðin þátttakandi í þeirra lífi eins og hún leyfir lesandanum að vera
þátttakandi í sínu.
Munurinn á þessari bók og hinum er að hér eru sögurnar fleiri.
Fleiri konur sem hafa átt skelfilega erfiða ævi. Þessi bók er líka betur
þýdd og frábærlega vel skrifuð.
Þessar bækur eru ekki skrifaðar á þann hátt að með skipulögðum
hætti sé verið að snúa upp á viðkvæmnistaugar lesandans, en mörg
atvik geta komið við fólk hafi það einhverja samúð með öðrum yfir-
leitt. Þessar sögur eru átakanleg áminning um að það er ekki allt í
allrabesta lagi né heldur miðar allt í þessum heimi til hins besta. En
það verður að segjast: Dætur Kína ber af hinum eins og gull af eiri.
68/5-6. tbl. / 2003 / vera