Vera


Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 65

Vera - 01.10.2003, Blaðsíða 65
/ MA RITGERÐ - FEMÍNÍSKT SJÓNARHORN KONURNAR FJÓRAR KVÁÐUST EKKI HAFA VERIÐ SPURÐAR ÁLITS NÉ UPPLÝSTAR UM KOSTI OG GALLA LYFJAMEÐ- FERÐAR, ÁHRIF AUKAVERKANA NÉ UM HVAÐA TEGUND LYFJA ÞÆR VÆRU AÐ TAKA INN. ÞAÐ VAR SKOÐUN ÞEIRRA AÐ ÞÆR HEFÐU VERIÐ TILRAUNADÝR GEÐLÆKNANNA í SAMBANDI VIÐ LYF OG LYFJANOTKUN.... fylgdi og tengdu þessa upplifun við eigin fordóma. Tvö undirþemu komu fram og voru eftirfarandi: Innra illgresi og við hér- þið þarna. Innra illgresi: Sú tilfinning að skammast sín fyrir sjálfa sig og finnast maður vera einskis virði var upplifun sem all- ir þátttakendur lýstu. Eigin fordóma tengdu konurnar einnig við úrræðaleysið sem leiddi til vanhæfni að takast á við daglegt líf. Það leiddi síðan til þess að innra illgresi (fordómar og skömm) fór að skjóta rótum. Sjö kvennanna sem höfðu upplifað ofbeldi í barnæsku kváðu fordóma í eigin garð hafa byrjað þegar þær urðu fyrir sársaukafullri reynslu á bernskuárunum. „Þögnin" varð til þess að við- halda skömminni vegna ofbeldisins og tilfinningaleg ein- angrun barnssálarinnar varð veruleiki unglings- og fullorð- insáranna. Þóra sagði frá þeirri reynslu þegar hún varfarin að fyrirlíta sjálfa sig vegna tilfinningalegrar vanlíðunar og úrræðaleysis sem því fylgdi: „Þegar maður er langt niðri, þá er fyrirlitningin svo mikii... á sjálfri mér að mér finnst ég bara eiga að skríða undir teppið eða eitthvað ... ég hefbara ekki um neitt að tala og vil ekki hitta fólk." Við hér - þið þarna: Fimm þátttakenda sem reynslu höfðu af ofbeldi og innlögnum á geðdeildir kváðust hafa upplifað fordóma heilbrigðisfagfólks. Þeim fannst þessir fordómar stuðla að yfirgangi og ráðríki og það var álit þeirra að slík samskipti hefðu myndað tvær fylkingar fólks. Konurnar upplifðu sig á þann hátt að sú fylking sem þær tilheyrðu væri „annars flokks". Margrét reyndi ítrekað að svipta sig lífi en var bjargað á síðustu stundu. Eftir að hafa tekið mikið magn lyfja var lífi hennar bjargað með því að dæla upp úr henni. Yfirgangur og ráðríki fagfólksins leiddi til þess að Margrét upplifði sig sem útskúfaða manneskju. Reiðin situr ennþá innra með henni gagnvart þessu heil- brigðisfagfólki. Eftirfarandi orð hennar lýsa vel fordómum fagfólksins gagnvart veikindum hennar og þeirri fylkingu sem það taldi hana tilheyra: „Það lá við að það væri hrækt á mig á sjúkradeildinni... þarna innan um var hjúkrunarfóik sem sýndi kuldalegt viðmót og var með yfirgang ... ég var bara útskúfuð afþví að ég hafði gert þetta (reynt sjálfsvíg)... og enginn spurði mig né talaði við mig um þetta... það vareins og ég væri pökkuð þarna inn í bómull... enginn vissi i raun hvað var að mér... svo var ég send heim." Leitað eigin útgönguleiða Eftir áratuga samskipti við heilbrigðisfagfólkið töldu sjö þátttakendur að þau samskipti hefðu lítið hjálpað þeim til andlegs bata. Ástæðan var meðal annars sú að fagfólkið hafði ekki fundið leiðir til lausna á tilfinningalegri vanlíðan kvennanna. Það var konunum mikilvægt að halda í von- ina um bætta andlega heilsu og það var skoðun þeirra allra að trúin á æðri máttarvöld hefði verið sterkasta stoð í gegnum veikindin. Tvö undirþemu komu fram, en þau voru: Að treysta á sjálfa sig og innri styrkur. Að treysta á sjálfa sig: Þar sem konurnar höfðu treyst á fagfólkið um lausnir á tilfinningalegu ójafnvægi urðu þær fyrir vonbrigðum þegar enginn bati varð. Þær fóru smám saman að gera sér grein fyrir því að batinn leyndist innra með þeim sjálfum, með því að bera ábyrgð á heilsu sinni. Það var álit Lillýjar að fólk þyrfti sjálft að vera sér meðvitað um hvers konar hjálp kæmi því að bestu gagni í veikindum og velja sér meðferðaraðila sem því líkaði við. Hún kvað það vera tímabært að breyta viðhorfum fag- fólksins í þá átt að það væri jákvætt og gefandi gagnvart þeim sem ættu við geðræn vandkvæði að stríða og sagði: „Maður verður að vera meðvitaður um að vera maður sjálfur og leita sér hjálpar hjá þeim sem eru jákvæðir og hafa vit á þessum málum. Heilbrigðisþjónustan á að vera jákvæð og gefandi." Innri styrkur: Það var álit sjö þátttakenda að innri styrkur væri forsenda þess að lifa af veikindi, hvort sem þau væru andlegs eða líkamlegs eðlis. Fjórir þátttakendur nýttu sér óhefðbundnar lækningar til sjálfstyrkingar, tvær kvennanna leituðu stuðnings í sjálfshjálparhópum og ein konan fór að halda opinbera fyrirlestra um geðheilsu kvenna. Tvær kvennanna halda í von um bata, en ástand geðheilsu þeirra hefur lítið breyst frá upphafi veikindanna. Með jákvæðu hugarfari óx innri styrkur Heklu og það breytti lífi hennar þannig að hún fór að láta gott af sér leiða, meðal annars með opinberum fyrirlestrum um geð- heilsu kvenna. Hekla lýsir baráttu sinni við að efla eigin innri styrk á þennan hátt: „Ég hætti ekki fyrr en ég var búin að sjá hvernig ég gæti leyst úr málunum sjálf... þegar ég fór að skoða lífmitt, þá sá ég að það gat enginn borið ábyrgð á þvínema ég sjálf." Samantekt á niðurstöðum Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að grundvallar- þáttum í samskiptum heilbrigðisfagfólks við konur sem greindar hafa verið með þunglyndi sé ekki nægjanlega sinnt og að fordóma gæti í garð kvenna, þar sem tilhneig- ing sé til að sjúkdómsgera tilfinningalega og líkamlega vanlíðan þeirra. Konurnar sögðu ekki frá ofbeldi í bernsku né áföllum af fyrra bragði og töldu tilfinningalega líðan sína samofna samskiptum við heilbrigðisfagfólkið. Þessar niðurstöður eru hvatning til heilbrigðisfagfólks um að taka tillit til sérþarfa kvenna þegar vandamál þeirra eru greind og meðhöndluð. Efla þarf enn frekar rannsóknir á hugsan- legum orsökum þunglyndis hjá konum og leita frekari úr- ræða í meðferðaleiðum á geðsviði sem sérstaklega eru ætlaðar konum. Það er ósk rannsakanda að niðurstöður rannsóknarinnar geti orðið til að bæta þekkingu og auka skilning heilbrigðisfagfólks enn frekar á samskiptum þeirra við konur sem greindar hafa verið með þunglyndi. X vera / 5-6. tbl. / 2003 / 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.