Akranes - 01.07.1957, Síða 4

Akranes - 01.07.1957, Síða 4
lega langt, því að þar eru aldahvörf. Það er þó ekki aldursmunur þeirra, er þessu veldur. Gamla kirkjan er að vísu um 80 ára og hana reisti fátækur söfnuður, og þótt hún væri glæsileg á sinni tíð, var bygging hennar aðeins miðuð við það, að hún væri sóknarkirkja. En inni í forkirkju nýju kirkjunnar stendur yfir dyrum skráð með skíru letri: „Þessa kirkju reisti íslenzka þjóðin drottni til dýrðar í minningu um Hallgrím Pét- ursson“. Stærðarmunurinn einn nægir ekki til samanburðar. Hér er annars vegar safn- aðarkirkja, hins vegar alþjóðarkirkja. - t~ Gamla kirkjan kvödd. Klukkan tvö ganga 14 kennimenn í fullum skrúða frá prestsetrinu til gömlu kirkjunnar, því að nú á að kveðja hana og þakka henni fyrir það hlutverk, sem hún hefir gegnt um 80 ára skeið. Fremst- ir fara þeir herra biskupinn Ásmundur Guðmundsson og Bjami Jónsson vígslu- biskup. Næstir þeim ganga séra Friðrik Friðriksson og sóknarpresturinn Sigur- jón prófastur Guðjónsson. Síðan hver af öðrum, séra Sigurður Lárusson í Stykk- ishólmi, séra Magnús Guðmundsson í Ölafsvík, séra Magnús Guðmundsson á Setbergi, séra Þorgrímur Sigurðsson á Staðarstað, séra Þorsteinn L. Jónsson í Söðulholti, séra Sigurbjörn Á. Gislason í Reykjavík, séra Bjami Sigurðsson á Mos- felli, séra Leó .Túlíusson á Borg, séra Einar Guðnason í Reykholti og séra Guð- mundur Þorsteinsson á Hvanneyri. Fyrir innan sáluhlið gömlu kirkjunn- staðnæmist hópurinn og biskup leggur blómsveig á legstein Hallgríms Péturs- sonar og fer með stutta bæn í hljóði. Síðan er gengið í kirkjuna og er þá sungið: „Gegnum Jesú helgast hjarta“. Sóknarpresturinn krýpur við altarið og kveður gömlu kirkjuna með hjartnæm- um orðum, en hátalarar bera orð hans til mannfjöldans úti fyrir. Síðan er sungið: „Lát þitt ríki, ljóssins herra“. Að þvi loknu taka prestar og sóknarnefnd við gripum kirkjunnar og skipta þeim á milli sín til að bera þá til nýju kirkjunn- ar, m. a. tvær sóknamefndarkonur ljósa- stikumar með logandi kertum af altar- inu og bera þau á eftir skrúðgöngu prest- anna. Þegar fylkingin kemur að nýju kirkj- unni er sungið: „Þá þú gengur í guðs- hús inn“, en það vers er einnig letrað fagurlega á marmarabrík yfir innri dyr- um kirkjunnar. Hjá altarinu rétta prestar kirkjugripina að biskupi, en hann raðar þeim á altarið hverjum af öðrum, passíu- sálmunum fyrst og þar næst krossmark- inu gamla, sem var á altarinu í tið Hall- gríms Péturssonar. Þegar þvi er lokið koma konurnar með kertaljósin. Svo milt var veðrið, að þau höfðu ekki slokknað á göngunni milli kirknanna. Biskup tek- ur við öðm ljósinu og tendrar með því altariskerti nýju kirkjunnar svo að einn- ig sjálft ljósið, sem kveikt var í gömlu kirkjunni, var flutt í nýju kirkjuna. Þannig tók nýja kirkjan við aldagöml- mn arfi, og hlutverki gömlu kirkjunnar. En gamla kirkjan heldur þó áfram að vera guðshús. Hún á að flytjast í Vindás- hlíð í Kjós og verða þar kirkja KFUK. “ t- Hin nýja kirkja. Nú hófst kirkjuvigslan. Borgfirðinga- kórinn í Reykjavik, undir stjónn dr. Páls Isólfssonar, stóð til hliðar við altarið og 140 AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.