Akranes - 01.07.1957, Side 11

Akranes - 01.07.1957, Side 11
Bæða séra Sigurjóns Guðjónssonar prófasts. Bœn. „Heilagi Guð, þú sem himnana fyllir hátign og dýrð, þinni á skapandi ferð —“, vér komum fram fyrir þig á helgri stundu, er nýtt hús er vígt nafni þínu til dýrðar og vegsemdar. — Vér biðjum þig að leggja yfir það blessun þína, svo að það megi verða bústaður anda þíns og kraftar, lífs þíns og ljóss, að hér megum vér börn þín gleðjast við uppsprettu orðs þíns og huggun hljóta, er sorgin sækir oss heim. — Blessa þú börnin ungu, er hér verða í skírninni leidd inn í náðar- grasgarð þinn, ungmennin, sem fermd verða hér og játa góðu játningunni í viðurvist margra votta, hjón þau, er hér verða vígð saman, og heita hvort öðru ævilangri tryggð. Blessaðu þá, sem hér verða kvaddir hinztu kveðjunni, er kvöld- stund lífs þeirra kemur. — Vertu oss nærri við heilagt altarissakramenti með náð þína og miskunn, svo að vér megum finna þinn frið. Styrk oss til að biðja í Jesú nafni, svo að bæn vor verði máttug og að vér fyrir það megum öðlast náð mikilla hluta. — 1 Jesú nafni. Amen. Prédikun. — Textinn Hebr. 12,2: Vdð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. — Amen. „Beinum sjónum vorum til Jesú“, seg- ir höfundur Hebreabréfsins. — Heilræð- ið, sem í orðunum felst, á erindi við kristna menn á öllum timum. Ég geri ráð fyrir því, að í dag beinist sjón kirkjugesta að einum öðrum fremur, að eitt nafn verði efst í huga, — og mér finnst það ofur eðlilegt. Nafnið er Hall- grimur Pétursson, sem þetta kirkjuhús er reist til minningar um. Það er vel, er þjóðin er minnug þeirra leiðtoga, sem Guðs orð hafa til hennar talað, og óneitanlega hafa Islendingar unnað Hallgrimi, jafnvel áður en grasið greri yfir hann. En mundi Hallgrimur Pétursson nokkru sinni hafa hugsað eða sagt: Bein- ið sjónum til mín. — Áreiðanlega ekki, heldur: Beinið sjónum til Jesú. öll mann- dýrkun var honum mjög fjarri. Hann var heill í sinni guðsdýrkun. Fyrir hon- um var Jesús annað og miklu meira en hinn þroskaði maður á borð við aðra trú- arbragðahöfunda, meira en siðgæðisfröm- uður og lærimeistari. Hann var guðs- sonur, Guð, sem kom úr himnadýrð, mönnunum til hjálpræðis. Hallgrímur á erindi við oss í dag: „Beinið sjónum til Jesú“. — Það skiptir miklu að hverju vér beinum sjónum vorum. Það er ekki sama, hvort vor ytri augu dvelja við bláma himinsins eða for- arpollinn, röðulglóðina eða svartan eyði- sandinn. Og hvað mun þá um vor innri augu, vora sálarsjón, skyldi það ekki skipta miklu við hvað þau staðnæmast, hvort það er Jesú guðdómsmynd eða eitthvað, sem dregur sálir vorar niður í duftið. Að horfa á Jesúm er að horfa upp í himin Guðs dýrðar, og verða vottur að kærleika hans og mætti, og ekkert er ömurlegra og hræðilegra en að fara á mis við þessa sýn. Án himins erum við húsvillt börn. og heimurinn allur minni. Og því er boð höfundar Hebreabréfs- ins: Beinum sjónum vorum til Jesú — heilræði, sem Hallgrímur Pétursson end- urtekur og undirstrikar í Passíusálmun- um. ~ t~ Það verður tæplega sagt um vora öld, að hún hafi farið að ráðum bréfshöfund- AKRANES 147

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.