Akranes - 01.07.1957, Qupperneq 30
verkamönnum í Landsnefndinni. Lengi
var í mefndinni góður vinur minn, Snæ-
bjöm Jónsson frá Kalastöðum, einlægur
og óhvikull aðdáandi Hallgrims. Enn í
dag mun hanm umfram alla aðra vera
prestur Smæbjamar.
í greinimmi frá 1931, er Snæbjörn
ræðir Hallgrímskirkjumálið segir hann á
einum stað: „. . . . Síðan hefi ég lesið
með athygli hvert einasta orð, sem ég
hefi séð þessu máli viðkomandi og á ann-
an hátt reynt að fylgjast með gangi
þess“. Hamm skrifað ágæta grein í fyrr-
mefnda Lesbók Morgunblaðsins. Ekki lét
hann þar við sitja, þvi að hann gaf út
það sama ár (1934) „Ævi Hallgríms
Péturssonar og Saurbær á Hvalfjarðar-
strönd“, er Vigfús Guðmundsson frá
Engey hafði tekið saman að hans frum-
kvæði. Allt þetta hefur Snæbjöm unnið
til þessa dags af inmri þörf og ómót-
stæðilegum áhuga, enda er hann sannur
vinur manna þeirra og mála, er hann
bindur tryggð við, og til heilla horfa
fyrir þjóð hans. Þótt hanm bæðist umd-
an starfi í nefndinni, breyttist ekki hug-
ur hans fyrir það. Honum þakka ég
hjartanlega fyrir hans mikla og óeigin-
gjarna starf. Eftir hann tók sæti í nefnd-
inni frú Ásgerður Þorgilsdóttir á Kala-
stöðum, einlægur aðdáandi Hallgrims,
sem ætíð hefur verið boðin og búin að
leggja málinu lið. — Þá vil ég þakka
di. Matthíasi Þórðarsymi fyrir ötult og
einlægt starf, en hann hefur lemgst af
verið gjaldkeri mefndarinnar. Þótt hann
sé hættur að vera eins virkur þátttak-
andi í sjálfu starfi nefndarimnar, tekur
hann enn við gjöfum og kvittar fyrir
þeim. Prúðmennska hans og samvizku-
semi er einstök, og á hann miklar þakkir
skilið fyrir starf sitt á þessum sem öðr-
um vettvangi.
Eins og áður er sagt, var síra Sigur-
jón Guðjónsson einn af þremur nefndar-
mönmmn er Saurbæjarsöfnuður kaus í
framkvæmdanefndina 1933. Hefur hann
alla stund síðan starfað í Landsnefndinni
af miklum áhuga og einlægni. Síra Sigur-
jón, og frú hams, Guðrún Þórarinsdóttir
hafa þvi mikið komið við sögu þessa
máls. Áhugi þeirra og einlægni hefur
heldur ekki leynt sér. Og á þeim langa
tíma, sem byggingin hefur staðið yfir,
hefur mikið mætt á heimili þeirra, en
þau munu ekki telja það eftir.
Þegar Matthías óskaði — fyrir aldurs
sakir — að vera lausari við bein störf,
tók Loftur Bjarnason útgerðarmaður í
Hafmarfirði sæti í mefndinmi, kosinn af
sóknarnefndinni, eftir einróma tillögum
Landsnefndarinnar. Þar kom réttur mað-
ur á réttan stað. Eimlægur trúmaður, at-
orku- og eljumaður, sem lítur á alla erf-
iðleika sem leikfang til að sigrast á. Áð-
ur þekkti ég Loft vel, en ekki hefur þessi
kymning og samvinna dregið úr áliti
mínu á manndómi hans og metnaði fyrir
góðum málum, er til heilla horfa.
Hér áðin: hefi ég minnzt á Guðmund
Gimnlaugsson, sem tók sæti í nefndinni
1934. Hygg ég, að á engam sé hallað,
þótt sagt sé, að engum einum eigi kirkj-
an meira að þakka hversu hvaðeina er
hér komið á sinn stað. Þar á kona hans,
Þorvaldína Ólafsdóttir óskilið mál. Slíku
ástfóstri hafa þau bæði tekið við minn-
ingu Hallgríms og þetta mál. Guðmimd-
ur er hugkvæmur smekkmaður, ötull og
áreiðanlegur svo að af ber, enda hefur
hann verið raunverulegur „ambassador“
nefndarinnar í Reykjavík.
öllum þessum vinum mímmi og sam-
verkamönnum í þessum víngarði öll þessi
ár, þakka ég af hjarta góða samvinnu,
elju og árvekni, sem aldrei hefur blund-
að. Þau hafa öll verið reiðubúin að þjóna
þessu verkefni á nótt sem degi eftir því