Akranes - 01.07.1957, Qupperneq 40
inn glæsileg. Hún gekk'v að fánaborg
norrænni, er var undir öðrum langvegg
veizlusalarins, og mælti fram þessi er-
indi úr gestaminni Matthíasar Jochums-
sonar 1874:
Velkomnir, gestir
göfugir vinir,
heilir til Islands
handan um sjál
Hræðist ei eld vom,
örbirgð né jökla;
hér bærast hjörtu,
hér lifir sál.
Lítið á land vort:
líf þúsund ára
varð hér að vonum
vamarstríð eitt;
en meðan hjörvar
hjörtu vor skám,
söng norræn tunga
sigrandi ljóð.
Þökk fyrir heimsókn,
hugprúðu vinir,
hollvinir Islands
handan um sjá.
Hnýtum nú heims-bönd
heilagrar elsku;
þá sigrar andinn
eld, frost og hel!
Var síðan sunginn íslenzki þjóðsöng-
urinn.
Aðalræðu kvöldsins flutti Þórleifur
Bjamason námsstjóri og talaði um Norð-
urlandabókmenntir á íslandi. Rakti hann
feril íslenzkra þýðinga og las ýmsa valda
kafla úr Norðurlandabókmenntum, eink-
um kvæðum. Sýndi hann þar með fram
á með dæmum, hve snjallar margar þýð-
ingar íslenzku skáldanna væru.
Þá fluttu ræður fulltrúar vinabæjanna
fjögurra. Talaði fyrstur Eugéne Ibsen
lögfræðingur frá Tönder, í fjarveru J.
Paulsens, sem var sjúkur þennan dag.
Fyrir Langesund talaði Johannes Rogn,
Narpes: Bengt Stenwall, fyrir Vastervik:
Artur Söderhult. Allir fæTðu fulltrúamir
gjafir frá bæjum sínum og félögum: þjóð-
fána og skjaldarmerki, Tönder-bær sendi
bæjarstjórn Akraness fundarbjöllu ágæta,
Vastervik sendi sögu borgar sinnar, vand-
aða útgáfu í tveimur stómm bindum.
Viðkomandi þjóðsöngvar voru sungnir
eftir ræður, en undirleikari veizlunnar
var frú Sigríður Auðuns.
Wilhelm Larson skrifstofustjóri flutti
kveðju Norræna félagsins í Vástervik á-
samt boði um að halda næsta vinabæja-
mót þar í borg. Var því boði tekið með
fögnuði.
Varaformaður Norræna félagsins hér,
Ragnar Jóhannesson, þakkaði fulltrúun-
um góð orð og gjafir og ávarpaði hvem
þeirra sérstaklega.
Þá flutti Guðmundur Björnsson ræðu
og talaði um norræn menningarviðskipti.
Mótinu barst vinsamlegt skeyti frá am-
bassador Dana i Reykjavík, Knuth greifa.
Fögur blómakarfa barst frá frú Karen
Vilhjálmsson, og þökkuðu norsku gestirn-
ir hana og meðfylgjandi vinarkveðju sér-
staklega.
Karlakórinn Svanir söng í veizlunni
undir stjóm Geirlaugs Árnasonar og fjór-
ir piltar sýndu íslenzka glímu. Að lokum
var dansað.
öllum bar saman um, að mannfagn-
aður þessi hefði verið ánægjulegur og
farið vel fram í alla staði og orðið til
þess að styrkja vináttu- og kynningar-
tengslin milli bæjanna fimm.
Þriðjudaginn var enn farin ferð til
fræðslu og skemmtunar. Var nú farið um
Borgarfjörð. Fyrst var leiðin lögð um
Borg og Borgarnes, en síðan snæddur há-
degisverður í Hótel Bifröst, nýr lax og
skyr með rjóma. Þá var komið í Varma-
land og Reykholt og á heimleið var ek-
inn Dragháls og skoðuð Saurbæjarkirkj a
hin nývígða. Séra Sigurjón prófastur
(Framhald á bls. 187)
176
AKRANES