Akranes - 01.07.1957, Qupperneq 13

Akranes - 01.07.1957, Qupperneq 13
hans sótti íslenzka móðirin styrk, og fékk barni sínu vers hans í arf, með því að lesa þau og syngja yfir litla rúminu áður en hún signcú það vinnulúinni hendi. Hallgrímur Pétursson hefur þó ósjaldan verið tal- inn ógæfumaður vegna síns hræðilega sjúkdóms, kross- ins þunga, er á hann var lagður, holdsveikinnar. En hver er meiri gœfumað- ur en sá, sem fær leitt hugi fjöldans í hæð, beint sjón- um annarra til Jesú Krists? Sá maður var Hallgrímur Pétursson. Þessi lærði maður átti ekkert af hinu nauma geði námshrokans. Hann hafði til að bera þá auðmýkt hjartans, er þigg- ur náðargjöf Guðs og kann að lofa hana og þakka: Þurfamaður ert þú, mín sál, þiggur af Drottni sérhvert mál. Finnum vér til hins sama og hann? Eða er hjarta vort svo lokað af hroka og sjálfsánægju, að vér fáum ekki tekið undir þetta? Frelsari vor spurði eitt sinn hjartfólg- inn lærisvein, Símon Pétur, þrisvar sömu spumingarinnar: „Elskar þú mig?“ Hún var nærgöngul spumingin sú. Hún stefndi beint á hjartað. — Og lærisveinn- inn svaraði: „Herra, þú veizt alla hluti, þú veizt, að ég elska þig“. Þessarar sömu spurningar var séra Hallgrímur spurður, já, sjálfsagt oft. Hann svaraði loks með Passíusálmunum. Svarið liggur ljóst fyrir. -------— Hallgrímur bendir á krossinn og segir: „Beinið sjónum til Jesú. Þetta hefur hann gert fyrir þig. Hvað viltu gera fyrir hann? Hann tók á sig þína syndabyrði, bar krossinn fyrir þig. En nú er svo margur í vorri samtíð, sem finnur ekki til þess, að harm sé mað- ur syndugur. Syndavitimdin hefur dofn- að og verið lengi að því unnið af kappi að afmá hana. En sá, sem enga synda- vitund á, hann fær ekki skilið og kann ekki að meta, náðargjöf Guðs í Jesú Krísti. Kross, friðþæging, staðgönguþjáning er mörgum óskiljanleg úrelt, allt að þvi fyr- irlitleg orð. — En farðu varlega sjálfs- réttláti maður! Hefur þú aldrei reynt það í lífinu eða fundið til þess, að þú varpaðir þungri byrði á annan mann með breytni þinni, vitandi eða óafvit- andi. Hafa ekki aðrir stundum orðið að líða fyrir þig, hugsun þina, orð og at- hafnir, aðrir orðið að bera byrðina, sem þú áttir að bera? Hefur þér aldrei komið það í hug, að þú sezt varla svo til borðs, að þú sért ekki minntur á líf, sem deyða varð líkama þínum til saðningar. En svo fær þú ekki skilið, að kærleik- urinn af himni hafi liðið fyrir þig, og líði fyrir þig, þegar þú brauzt boð hans. Heimtar ekki réttlætið fullnægingu, sökin bót? Og ef vér gerum hreinlega upp við oss, þá er líf vort fullt af brestum, og vér AKRANES 149
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.