Akranes - 01.07.1957, Side 45

Akranes - 01.07.1957, Side 45
Drangshlíðarfjall og Drangshlíð tóku at- hyglina alla, fyrst náttúrlega drangurinn, sem bærinn er kenndur við. Er það mó- bergs gnípa upp úr flötu túninu og eru fjárhús og hlöður — og heimamenn vita kannski hve margt fleira — í dranginum og undir hlíðum hans. Er þó fegurð Drangshlíðar rangt gert til með því að taka furður drangsins fram yfir annað þar. Brekkusveigurinn umhverfis bæ og tún er þar svo hófsamlega fullkominn að lögun og samræmi, að þar tel ég eyfellsk- ar og mýrdælskar brekkur hvað mest að- laðandi, sem ég hef séð þær, hömrum krýndar, fagurlaga og fagurgi-ónar, eins og þær þó eru gjarna. Guðmundur knúði kugginn og við strituðumst við að sitja, renndum að vísu auga til umhverfis og töldum fallegt og frjósamlegt, en mér finnst það nú varla þakkarvert þótt við sæjum það í þurru veðri, vindlitlu og björtu, en svo var nú orðið úti eftir að vestur fyrir Gatnabrún kom. Einstaka sinnum benti einhver, sem til þekkti á einhvern stað og nefndi hann, t. d. Paradísarhelli Barna-Hjalta eða Kattarnef við Markarfljót. Höfðu sumir í ferðinni klifrað í hellinn og enga Para- dís fundið og allir voru óhræddir við Kattamef, engum kæmi Guðmundur fyr- ir það. Var þögult í bilnum og menn farnir að hugsa til leiðarloka. Nefndur var þó bær og bær, Hamragarðar skammt frá Seljalandsfossi fyrir fegurð sína, og einn og einn sögustaður úr Njálu. Ég sat. eggjasjúkur fullur af hrossasögum, en komst ekki að með neitt fyrir vélar- hljóði, hafði auk jiess grun um að efnið mundi engum falla nema mér. Hundar lágu við heimreiðir og sátu fyrir okkur og eltu svo geltandi eða komu á móti úfnir og ákafir, en öllum gerði R 346 sömu skil. Hann hljóp þá af sér. Mikið var tekið að bregða birtu þegar við fórum um Hvolsvöll og aldimmt við Hellu. Þess varð þó vart, að allir vissu hvar þeir voru þegar við fórum fram hjá Land-vegamótum og leiðirnar náðu sam- an, lagðar utan um jöklana fjóra: Torfa- jökul, Tindafjallajökul, Mýrdals- og Eyjafjallajökull með öllu því hálendi, er þeim fylgir. Hrópaði þá allur lýður: „Hringurinn, hringurinn, hringurirm lok- aður“ eða eitthvað þess háttar. Fór þá að sneggjast um ævintýri. Flóinn í myrkri og ölfusið aldimmt eru ekki fróð- legir staðir. Þó slitum við þá myrkra- setu í sundur með máltíð á Selfossi. Þar var glatt og bjart. Ég hafði auk heldur tvíheilagt þar. Svo furðuleg er flónska mannanna, að margir, bæði ég og aðrir, halda að þeir séu fagnaðarfengur öðrum mönnum, ef þeir geti litið inn í leiðinni. Ég hljóp því til kunningja, sem ég átti þar á staðnum, í stað þess að halda hópinn með ferðafélögunum. Þar var mér boðið að borða og svo vasklega að vikið að koma fyrir mig fæðunni, að ég var búinn að seðja mig og masa mikið og kominn í gamla hópinn aftur, áður en veitingafólk- ið þar var búið að bera á borð fyrir hina. Sat ég svo yfir þeim við borðhaldið og hafði borðræður mér til ánægju á tveim stöðum, og er þetta að því, er til min kemur, mesta afrekið í ferðinn og bygg- ist allt á greiðasemi og snarleika annarra en min. Aftur var haldið af stað. Umferðin jókst. Margir bílar mættu, ekið var fram hjá öðrum. Hveragerði birtist, götuljósin og lyktin, og þá komu Kambar. Þar bar nokkuð nýrra við. Tvær glerfínar einka- bifreiðir öskruðu á eftir okkur í brekk- unni og fóru fram fyrir. Þótti mér þar óragt ekið. Tók ég eftir númerum af hendingu og fór að velta því fyrir mér 181 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.