Akranes - 01.07.1957, Síða 61

Akranes - 01.07.1957, Síða 61
áfram, því að þegar hann er fullgerður nýtist sjúkrahúsið miklu betur, því að þá verður hægt að taka inn fleiri sjúklinga. Á því er auðvitað mikil þörf, auk þess sem það tryggir bein- linis fjárhagsafkomu sjúkrahúss- ins. Stórbruni — mikið tjón. Hinn 27. júlí s. 1. varð eldur laus í hraðfrystihúsinu Heima- skaga. Brann öll efsta hæð húss- ins, sem er mjög stórt. Eldhafið var ægilegt, enda var þama mikið geymt af umbúðum og ýmsu því, sem eldurinn vann mjög fljótt á og magnaði hann. Sem betur fer urðu minni skemmdir á neðri hæðum húss- ins en vænta mátti, þótt þær væru tilfinnanlegar. T. d. urðu við þetta nokkrar tafir á áfram- haldi vinnslu hússins, því að at- huga þurfti alit, sem í klefum hússins var geymt, og skipta um umbúðir á stórum hluta fram- leiðslunnar. Það var þó mikið happ, að vélar hússins reyndust óskemmdar. Þetta er auðvitað eigendum tilfinnanlegt tjón, þvi að aldrei er fulltryggt fyrir slíkum tjón- um. Byrjað er að byggja yfir húsið að nýju, en nokkrir erf- iðleikar munu vera á að útvega svo skyndilega hio hentugasta efni. Hvers vegna ættu Islendingar að kvarta? Tíðin hefur verið unaðsleg í sumar, líklega um mestan hluta landsins. Jafnvel þrátt fyrir litla sild, hafa þeir ekki yfir neinu að kvarta. Hvergi er betra þegar allt kemur tU. Hvergi al- mennari velmegun, ef miðað er við hóf og sanngjarnt inat. Þó hafa menn hér allt á horaum sér, og finnst þeir hafi aldrei nægtir. Þó lifa ótrúlega margir í „froðsi“, samhliða þvi sem þeir berja sér um alla Guðs- blessun. Miklar skipakomur. 1 júlí og ágúst hafa verið hér miklar skipakomur. Hafa stund- um legið hér 3—4 stór fragt- skip í höfninni, auk fiskiskip- anna og Akraborgarinnar sem ferðast hingað einu sinni eða oftar á dag. Þessi skip hafa ver- ið að taka hér framleiðsluvörur. Koma ineð tunnur, salt og sem- ent, svo og með vélar og verk- færi í Sementsverksmiðjuna. Byggingafram- kvæmdir í bænum. Um siðastliðin áramót voru um 70 ibúðir í byggingu, fok- heldar eða lengra á veg komn- ar. 12 voru enn skemmra komn- ar. Á þessu ári munu nær 30 ibúðir hafa verið leyfðar. Á þeim öllum mun vera byrjað, sumum þó aðeins grunnur reistur. Gamla fólkið fer í sumarfrí. Ekki er það langt og ekki viða farið, en betra er það en ekki, þvi að gamla fólkið er nægju- samt. Það óð ekki í peningum á sínum ungdómsárum. Það gat ekki tekið sig upp livenær sem var á rnesta anna tíma ársins til þess að fara viða og skemmta sér, hvorki eitt og eitt, eða í stórum hópum. — Um nokkur undanfarin ár hefur Rótary- klúbbur Akraness boðið gamla fólkinu að lyfta sér upp eina dagstund úr bænum einhvern tíma sumarsins í góðu veðri. Að þessu sinni var ferðin farin miðvikudaginn 21. ágúst um Borgarfjörð. Ekið að Bifröst og snæddur þar hádegisverður. Því næst ekið viðar um þveran Borgarfjörð um Dragann, að Ferstiklu, þar sem drukkið var miðdagskaffi. Á þessum ferðum hefur bærinn venjulega séð um veitingarnar og var svo enn. Eftir það var haldið að Saur- bæ og hin nýja Hallgrímskirkja skoðuð. Þar sungu allir viðstadd- ir sálm, en prófasturinn, Sigur- jón Guðjónsson, sýndi gestunum kirkjuna og sagði frá ýmsum gripum o.fl., er kirkjunni hafði gefizt. Siðan var ekið heim fyrir sunnan Akrafjall. Veður var yndislegt og allir ánægðir og þakklátir fyrir þessa skemmti- legu ferð. Á þennan hátt er gamla fólk- ið farið að fylgjast með hinum nýja tima — tizkunni — þótt seint sé. Ef það fær slík tæki- færi ánlega — og vel tekst til um veður — lifir það til næsta árs á slíkum ferðum, svo er nautn þess og nægjusemi mikil. Það er gaman að geta þjónað eina dagsstund svo heilbrigðu fólki. Fólki, sem búið er að slíta sér út fyrir land sitt og þá kynslóð, sem á þennan hátt er að reyna að, greiða því lítil- fjörlega vexti af framlagi þess til framtiðarinnar. Ný matarverzlun. Hinn 24. ágúst opnaði Slátur- félag Suðurlands aftur kjöt- og matvöruverzlun uð Skólabraut 4 í sinum gömlu húsakynnum. Þar fæst flest matarkyns og meira að segja einnig lieitur, soðinn mat- ur. 1 þessuin liúsakjmnum hefur Haraldur Böðvarsson & Co. haft matvöruverzlun um mörg ár. Hefur hann nú hætt þeim rekstri, en leigir Sláturfélaginu búð og aðstöðu til þessa rekst- urs. Verzlunarstjóri er Halldór Guðmundsson úr Reykjavik. AKRANES 197

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.