Akranes - 01.07.1957, Side 36

Akranes - 01.07.1957, Side 36
 Hinir erlendu gestir á vinabœjamótinu sjást hér ásamt gestgjöfum sínum við barnaskólann á Akranesi. Tlorrœnl vinabœfamót á Akrancsi Þótt undarlegt kunni að -virðast nú, er sú hugmynd ekki aldagömul, að Norður- löndunum öllum beri samstaða og sam- vinna í flestum höfuðmálum, stjómar- farslegum og menningarlegum. Ösjaldan hafa þessar nánu frændþjóðir og grann- ar elt saman grátt silfur og farið með hemaði hver á aðra og leitazt við að drottna hver yfir annarri. En á síðari öldum og áratugum hefir hugsjóninni um ævarandi frið og góða sambúð milli þessara grannþjóða aukizt fylgi og stuðn- ingur. Enda er það eðlilegt í alla staði. Ber þar ekki einungis til allnáinn skyld- leiki, og skyld tungumál, heldur og lík menning og aðstaða í ýmsum málum, virðingin fyrir lýðræði og mannhelgi. öll eru þessi ríki smáþjóðir á heimsmæli- kvarða, og því eðlilegt að afstaða þeirra til alþjóðamála og yfirráða stórvelda sé hin sama. Á síðari árum hafa verið efld sérstök 172 félög i þeim tilgangi að bæta sambúð og vináttu norrænu þjóðanna, og þau félög hafa skipulagt með sér eitt allsherjar samband, Norrænu félögin. Hefir starf- semi þeirra verið afar margþætt, einkum í ýmiss konar menningarmálum. Sam- eiginlegir fundir og mót hafa verið fast- ir liðir í starfsskrá félaganna, nemenda- skipti, kennaraskipti og öimur skipti á fulltrúum menningarfélaga og starfs- greina. Yrði of langt að rekja það starf allt hér í stuttri tímaritsgrein, enda mörgum kunnugt, því að starf Norrænu félaganna hefir verið vel kynnt í mynd- arlegum ársritum (Nordens Kalender, Norræn jól o.fl.). Ein er sú kynningarstarfsemi, sem er tiltölulega ung á þessu sviði, en hefir þó breiðzt allmjög út á síðustu árum, en það er vinabæjahreyfingin svokallaða. En hún er með þeim hætti, að fimm bæir, hver í sínu landi, mynda með sér sam- AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.