Akranes - 01.07.1957, Síða 6

Akranes - 01.07.1957, Síða 6
Samsætið. við vígslu Hallgrímskirkju í Saurbæ, 28. júlí 1957“. Þá steig sóknarpresturinn, séra Sigur- jón Guðjónsson, í stólinn og lagði út af orðum Hebreabréfsins 12, 2: „Beinum sjónum vorum til Jesú“. Enginn hefði sem Hallgrímur Pétursson beint sjónum þjóðar sinnar til Jesú. Og á eftir söng kórinn þetta erindi úr 35. Passíusálm- inum: Gefðu, að móðurmálið mitt, minn Jesú, þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt krossins orð þitt út breiði um landið hér til heiðurs þér, helzt mun það blessun valda, meðan þín náð lætur vort láð lýði og byggðum halda. Þar með var þessari athöfn lokið og hafði hún verið hátíðleg og fögur. Talið var, að á fimmta hundrað manns hefði verið þama og var það hálfu fleira en komst í kirkjuna sjálfa, þótt rúmgóð sé. Sumir sögðu, að þama hafi verið um 800 manns. Boðsgestum voru tryggð sæti í kirkjunni og gengu þeir þangað hálfri stundu áður en athöfnin hófst. Þar var forseti íslands, hr. Ásgeir Ás- geirsson og forsetafrúin, Dóra Þórhalls- dóttir, og margt virðingarmanna. Ann- ars var þarna fólk af öllum stéttum þjóðfélagsins, því að minning Hallgríms Péturssonar á ítök í sálum manna, hver sem svalaði gróðrinum svo, að það var ir mæltu, að það væri mikil gleði að hafa lifað þennan dag. Nú var komin rigning, gróðrarskúr, sem svalaði gróðrinum • svo að það var eins og nýtt líf færðist í hann. Það var táknrænt fyrír þessa stund. — t ~ Að vígsluathöfn lokinni var hátt á þriðja hundrað manns boðið til samsætis í hinu vistlega félagsheimili, sem þeir kalla „Hlaðir". Fóru þar fram rausnar- legar veitingar. Sóknarpresturinn ávarpaði fólkið fyrst og stýrði siðan samsætinu. Glafur B. Bjömsson kaupmaður á Akranesi sagði sögu kirkjubyggingarinnar og var það langt mál, því að segja má að kirkjan hafi verið 40 ár í smiðum. Sögu þessa ætti að rita á bókfell og geyma um aldur og ævi í altari kirkjunnar sem sögulega heimild. Þá talaði Guðmundur Brynjólfs- son oddviti og tók við himni nýju kirkju fyrir safnaðarins hönd. Þá talaði Pétur Ottesen alþingismaður, er tók undir þakk- ir Ölafs B. Björnssonar til Eysteins Jóns- sonar fjármálaráðherra fyrir drengilegan stuðning við kirkjubyggingarmálið. Þá tók forseti Islands til máls og mælti m. a. á þessa leið: „Það er stórmerkilegt, að slíkt stórskáld sem Hallgrímur Péturs- son var, skyldi risa upp af þeirri flat- neskju, sem hér var á hans dögum. Hann gaf þjóðinni 5. guðspjallið, Passíusálm- ana, sem verða le»nir og sungnir meðan íslenzk þjóð lifir. Hallgrímur Pétursson er mesta sálmaskáld kristninnar. Lítið á sálmabókina og berið saman ljóð hans og annarra andans mikilmenna, og þá mun- uð þér sannfærast um þetta. Mál hans rúmar djúpa og háleita hugsun, er hlýt- ur að grípa hjörtu manna á öllum öld- um. Hann er líka eini Islendingurinn, sem kirkja er kennd við, og fer vel á því. Og kirkja þessi er samboðin þeim dýru minningum, sem hún á að geyma. Og hér á altarinu er krossinn, sem stóð á altarinu í kirkju Hallgríms og hann horfði á, er hann sá í gegnum Jesú helg- ast hjarta inn í himininn“. 142 AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.