Akranes - 01.07.1957, Qupperneq 7
Hallgrímskirkja í Saur-
bœ (vesturgafl).
Þá tók biskupinn yfir íslandi, Ásmund-
ur Guðmundsson, til máls og minntist
þess, að þetta væri fjórða guðshúsið, sem
hann vígði á þessu vori. Hann kvaðst
telja Hallgrímskirkju eitthvert fegursta
guðshús á íslandi, ekki vilja kveða sterk-
ara að orði, þótt það væri ef til vill óhætt.
Þá tók Eysteinn Jónsson fjármálaráð-
herra til máls. Bað hann fólk að rísa úr
sætum og hylla þá meam, sem mest væri
að þakka, mennina, sem áratugum sam-
an hefðu unnið óeigingjarnt að þessu
kirkjumáli. Tóku menn undir það af heil-
um hug, svo að allur salurinn bifaðist við.
Kórinn og mamnsöfnuðurinn hafði
srmgið ættjarðarljóð milli þess að ræður
voru fluttar, en seinast var sungið. „Víst
ertu, Jesú kóngur, klár“ og „Son guðs
ertu með sanni“.
Þannig lauk þá þessari merkilegu at-
höfn.
-t-
Minnisvarði.
Það hefir verið venja mannkynsins
að reisa minnismerki þeim, er skarað
hafa fram úr á einhvern hátt. En ekki
lifir minning þeirra allra fyrir það, né
er i heiðri höfð. Þegar litið er á fram-
þróunarsögu mannkynsins sem heild, eru
það ekki einvaldarnir, harðstjórarnir,
hershöfðingjar eða slægvitru mennirnir,
sem „eiga mörkin alla leið eftir á hverri
báru“, heldur eru það góðu mennirnir,
sem boðuðu mamnkyninu sannleikann,
siðspekina og trú á „guð í alheimsgeimi,
guð i sjálfum þér“. Áhrifa þeirra gætti
ef til vill lítt i lifanda lífi, en frá lífs-
starfi þeirra leggur æ bjartari og sívax-
andi geisla fram eftir öllum öldum. Slík-
ur maður var Hallgrimur Pétursson fyr-
ir þjóð sína. Hann orti Passíusálmana
fyrir réttum þremur öldum (menn telja
að hann hafi byrjað á þeim árið 1657)
og geislann frá þeim getur íslenzka þjóð-
in haft að leiðarvísi um ókommar aldir.
Það var því rétt að reisa honum
mhmismerki, helgað guði, og það er ein-
kennilegt, að þetta minnismerki skyldi
einmitt vera vígt þegar 300 ár voru lið-
in frá því að hann byrjaði á Passíusálm-
unum. Það er tilviljun, sem mennirnir
ráða ekkert við, því að ef þeir hefðu mátt
ráða, þá hefði kirkjan verið fullger fyrir
löngu.
AKRANES
143