Akranes - 01.07.1957, Side 9

Akranes - 01.07.1957, Side 9
Kór Hallgrímskirkju. altari og skírnarfontur. sorgarstundum við „Allt eins og blómstr- ið eina“. Fyrir því vildi þjóðin þegar fyrir mörg- um árum reisa hér veglegan helgidóm. Og nú er hann risinn fyrir náð Guðs og fórnarhug og atfylgi góðra manna, fag- ur og traustur, svo að hann standi um aldir. Ekki þó þannig að skilja, að þessi Hallgrimskirkja sé reist Hallgrími Pét- urssyni, heldur þeim drottni, er Hall- grímur vann, hinum ljúfa lausnara hans og vor allra himnum á. Því að hvað er Hallgrímur? „Hvað er Apollós?“ spurði Páll postuli. „Hvað er Páll? Þjónar, sem hafa leitt til trúar og það eins og drott- inn hefir gefið hverjum fyrir sig“. Ef til vill hugsa einhverjir sér þessa kirkju sem minnisvarða Hallgríms, er gnæfi hátt yfir hans lága leiði. En það væri ekki í samhljóðan við anda Hall- grims sjálfs. Hallgrímskirkja á að minna á Krist einan að vilja Hallgríms og Guð í hon- um. Herrann sjálfur var hans sigurlaun. Kirkjan boðar oss Kxist á máli. Hall- gríms. Vér hlutum að heilsa henni í dag með versi hans: „Þú gengur í Guðs hús inn“. Það er letrað hér yfir dyrum, svo að það blasi við öllum, er inn halda. Hinn fagri prédikunarstóll með út- skornum myndum guðspjallamannanna minnir á fagnaðarerindi Jesú Krists og að Jesús vill, að þín kenning klár kröftug sé hrein og opinskár, lík hvellum lúðurs hljómi. Svo flutti Hallgrímur sjálfur kærleiks- boðskapinn — „krossins orð“. Og skímarlaugin. Um hana hefir Hall- grimur hugsað oft við bergvatnslindina sína. Hún er honum svalalindin skær, sem veitir nýjan þrótt og líf um heim allan, runnin frá kærleik Krists: AKRANES i45

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.