Akranes - 01.07.1957, Qupperneq 35

Akranes - 01.07.1957, Qupperneq 35
meira en 60 sinnum. Prentstaðimir eru: Hólar 17 sinnum, Skálholt 2 sinnum, Kaupmannahöfn 3, Leirárgarðar 2, Við- ey 7, Reykjavík 25, Winnipeg 4. Má af þessu marka, hve miklum vinsældum þeir hafa notið, enda hafa þeir verið lesnir og sungnir upp til agna. Svo miklu ástfóstri tók þjóðin við þessa bók, að mikill fjöldi fólks á öllum öldum lagði það beinlínis fyrir, að þeir fylgdu þeim í gröfina. Einstök vers þeirra og meitlað speki- mál, var á hvers manns vörum. Til þeirra var sótt og vitnað, og er svo enn. Fjöldi fólks lærði alla sálmana utan að, meira að segja fram á þessa öld. Hálfdán Einarsson meistari segir frá því, að Páll lögmaður Vidalín og Magnús Arason (Ingeniörkapteinn), er unni mjög Passíusálmum Hallgríms og bar þá jafn- an á sér, hafi ætlað að setja legstein á leiði Hallgríms Pétursson( sbr. H.P. M.J. I. b. bls. 71—72). Páll mun hafa gert eftirfarandi áletrun á latínu, sem ætluð var á steininn; en hún hljóðar svo á íslenzku: Minnismerki þess manns, er fæddist föðurlandi sínu, fslandi, til ævarandi sóma og kirkju Krists, sem lifir og lifa mun á fslandi, til ævarandi prýði, sem gegndi prestsembætti og andaðist heilaglega í því sama prestsembætti sínu, síra Hallgríms Péturssonar prests fyrst að Hvalsnesi og síðan að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, hins árvakrasta prests, meðan honum entist aldur, er og andaðist með æðsta heiðri í þessu sama starfi. Aldrei kom þó steinn þessi eða áletr- tm á leiði Hallgríms. Má vel vera að drukkmm Magnúsar Arasonar við Hrappsey á Breiðafirði 19. janúar 1728, hafi átt sinn þátt í því. Magnús þessi Arason var sonur Ara sýslumanns Þor- kelssonar í Haga á Barðaströnd og konu hans, Ástríðar Þorleifsdóttur. Eftir nærri hundrað ár kom þó leg- steinn á leiði Hallgríms. Áður en Stefán amtmaður Stephensen á Hvítárvöllum andaðist, var hann búinn að panta stein í þessu skyni hjá þjóðhagasmið, Jakobi Snorrasyni, prests að Húsafelli. Þar sem amtmaður andaðist áður en þetta komst í framkvæmd, sá Magnús konferensráð í Viðey, bróðir Stefáns amtmanns um framkvæmdina og samdi grafletrið, svo viðeigandi sem það nú er: LÉT STEIN ÞENNA LANDSHÖFÐINGI SÁRAST SAKNAÐUR HVER SANNRI TRU AF ALHUG UNNI ÆTTMENN RISTA EFTIR SINN DAG AÐ AULDNUM MOLDUM HÁLEITS SÁLMASKÁLDS HALLGRÍMS fræga SAURBÆJARPRESTS PÉTURSSONAR LIFI BEGGJA MINNING I LANDI BLESSUÐ MDCCCXXI Þessum steini á þjóðin það þó ef til vill að þakka, að leiði Hallgríms er ekki með öllu týnt. Það er ekki svo litils vert. Eins og kunnugt er gaf Dr. Grímur 'fhomsen út sálma Hallgrims og kvæði í tveim bindum 1887 og 1890, ásamt ævi- ágripi skáldsins. Það mun og hafa verið dr. Grímur, sem fyrstur hreyfði þvi op- inberlega að reisa Hallgrimi minnisvarða. Um það mimu og hafa verið miklir áhugamenn, Snorri Pálsson, verzlunar- stjóri á Siglufirði, og sá mikli fremdar- maður, Tryggvi Gunnarsson, eftir að Snorra naut ekki lengur við. Þessi minn- (Framhald á bls. 182). A K R A N E S 171
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.