Akranes - 01.07.1957, Side 43
en hitt grenjandi straumasvarkur, enda
verður þar af Kúðafljót og þó með viðbót
úr Skaftá, og er ekki ættarlaukur.
En það er ekki fjas þótt Hólmsá sé
löstuð, meira að segja tókst ekki að koma
á hana brú, sem kalla má fært að. Þóttu
mér vera handatiltektir í Guðmundi þeg-
ar hann var að skjóta löngum bil í þær
lykkjur, sem þar þurfti að leggja á leið
sína. Kemur Hólmsá að stofni til úr
Torfajökli og ber þess nokkrar menjar,
því hana sé ég jökulsáa gulleitasta og
mun því valda bergmél úr jöklinum, en
þar er allt grjót liparít með bleikum eða
gulum litum.
Þegar yfir Hólmsá kemur tekur við
gamalt, flatt hraun, sandorpið. Gleypir
það alla bleytu og voru þar hjólför vatns-
laus. Fór að þvost. utan af gluggum bíls-
ins, en fátt var að sjá, fjarsýn engin fyr-
ir úrkomu og nærri bar enga nýlundu
fyrir augað nema hóp mikinn >af smá-
vörðum á einum stað. Heitir þar Lauf-
skálavarða og er helzt að heyra að hóp-
urinn beri þar eintölu nafn og er óvenja,
sem og hitt, að um það bil má heita að
vegurinn liggi þvert úr leið. Hlauphagi
kinda er um þetta svæði allt og mætti
þykja góður upp við Jökulgrindur, en
verður að teljast næsta fátæklegur á lág-
lendi niðri á milli einhverra syðstu sveita
á landinu og dvalarland er þar engri
skepnu nærri vegi nema htið eitt suður
við Skálm forugan áar óþverra, sem
kemur þar norðvestan úr Mýrdalsjökli,
beint frá Kötlugjá, er hún brúuð rétt
ofan við efstu bæi í Álftaveri, en brúuð
á sléttu og er mjög lágt undir brúna,
enda þurrkaði jökulhlaup hana af í fyrra
og mun gera svo enn ef annað kemur.
Við brú þessa beygir vegurinn til norð-
vesturs um stund eftir grónum bakka
Skálmar og síðan suðvestur Mýrdalssand
sjálfan gróðurlausan og tilbreytingar-
lausan allt vestur að Hafursey, sem er
einstakt fell fagurt og mikið gróið. Er
farið hér um bil fast sunnan við fellið
og beygt þar enn meira suður, að nýrri
brú á Múlakvísl framan Höfðabrekku-
fjalla í Mýrdal. Horfði ég mig þar súr-
eygan eftir Hjörleifshöfða, sem þar er
skammt frá leið, en sá hann aldrei. En
bann er eins og kunnugt er talinn fyrsta
býli norrænna manna hér á landi og
eini staðurinn á framanverðum Mýrdals-
sandi, sem tryggur er fyrir Kötluhlaup-
rnn sökum hæðar sinnar, og er meira
en meðalsmán að hafa hann í eyði. En
nú sást hann varla eða ekki fyrir úr-
komu, er hann þó reisulegur, því að víð-
ast umkringja hann háir hamrar, forn
sjávarbjörg og hafa bæði hann og Haf-
ursey eitt sinn verið umflotin eylönd.
Vestur undan var allt bjartara. Það rof-
aði fyrir Höfðabrekkuheiðum og þar kom
Múlakvísl i ljós allmikil að því sinni, sem
ekki var að furða i regninu, en lítið
fannst félögum mínum um hana. Þeir
höfðu sullast hana brúarlausa eftir jök-
ulhlaupið í fyrra. En góð var landtakan
þá og nú: litli, fallegi flöturinn, Kapla-
garðar, fyrir neðan túnið á Höfðabrekku,
austasta bæ í Mýrdal. Þar fór nú að
verða fallegt; hvanngrónir móbergshamr-
ar með fuglatöðu undir, gráir grjóthólar
gamlar hrannir frá jökulhlaupum frammi
á sandinum, og Reynisdrangar í hvítu
brimkögri fram undan. Þetta mátti nú
kalla margréttað. Tilbreytnin var nærri
eins og á Landmannaleið. En Guðmund-
ur stóð fast á benzíninu og allt flaug
þetta hjá. Þarna var þá nýtt tún á sand-
inum austan við Kerlingardalsá, fallegt,
eggslétt, dýgrænt. 1 Fagradal, rétt fyrir
vestan ána, hafði ég séð 10—12 hektara
tún, nýlega ræktað upp úr berum sandi.
Það varð að vera, að fleiri bæru það við
að láta þessa gróðurlausu víðáttu neðan
AKRANES
i79