Akranes - 01.07.1957, Qupperneq 48
ur. Blaðið gremdi rétt og keksnislaust
frá ræðum andstæðinga engu siður en
ræðum samherja, væri óskandi að slík
aðferð yrði almenn meðal íslenzkra blaða.
Oft verður að afla fréttanna og skrifa
þær með svo miklum hraða, að ókleift er
að kanna áreiðanleika heimilda og eng-
inn tími til að taka málið, sem þær eru
ritaðar á til nákvæmrar endurskoðunar.
Af hinu síðarnefnda leiðir, að mjög miklu
máli skiptir, að blaðamaðurinn sé smekk-
maður á móðurmál sitt og hafi staðgóða
menntun í því. Eftir því sem sérhæfing
í starfsgreinum eykst, verður erfiðara
fyrir blaðamennina að hafa öll réttustu
orð á takteinum að hverju sinni, en slík
færni fæst naumast nema hlöðin séu svo
stór, að þau geti haft allmikla verkaskipt-
ingu milli hlaðamannanna þannig, að
sami maðurinn þurfi ekki að skrifa um
hvað sem vera skal eins og oft vill verða
hjá islenzkum blöðum.
Fámenni á ritstjórnarskrifstofu getur
leitt til þess, að frásögn blaðamannsins
mótist um of af málfari heimildarmanna
og verður þá varla hjá því komizt að
fréttir verði að öðrum þræði illa skrif-
aðar, þar eð sérfróðum mönnum er mjög
misjafnlega sýnt um að tala gott mál.
Fámenni ritstjórnarliðsins veldur því
einnig, að mestur hluti starfstímans fer
í að tína saman og þýða fréttir frá er-
lendum útvarpsstöðvum og úr erlendum
blöðum, ræða við stofnanir, sem helzt er
frétta að vænta hjá og fara á blaða-
mannafundi þá, sem fyrirtæki og ein-
staklingar boða til sökum ýmissa tilefna.
Persónuleg fréttaöflun, sem jafnan setur
nokkurn svip á blöð, verður að sitja á
hakanum við slæm skilyrði. Smekkvísi
í uppsetningu getur bætt nokkuð úr þeim
ágöllum, sem of fámennt starfslið skap-
ar, en aldrei fullkomlega.
Þar eð oft er vegið að íslenzkum blaða-
184
mönnum án sérstakra raka má benda á,
að þeir eru mun varfæmari en gerist um
starfsbræður þeirra erlendis að því er
varðar fréttir, sem snerta einkalíf manna
og afbrigðilegar gerðir, sem ekki eru i
neinu sambandi við þjóðmál. Frétt, sem
víða erlendis myndi verða gerð að æsi-
frétt á forsíðu er oft látin liggja í lág-
inni hér eða hennar aðeins getið í smá-
letursdálki. Rannsóknir, sem gerðar hafa
verið á sambandi milli æsifrétta og af-
brota sanna, að þeim mun minna, sem
Um afbrot er skrifað þeim mun minni
hætta er á endurtekningu þeirra. Blaða-
íréttir geta orðið skóli í miður heppilegu
athæfi.
Undantekning frá þessari reglu eru
vitanlega sorpblöð, en þau hafa jafnan
átt erfitt uppdráttar hér á landi og þvi
ekki haft mikla þýðingu. Sorpblöð ein-
kennast fyrst og fremst af lélegu sið-
ferði. Þau skiptir ekki miklu máli hvort
fréttin, sem þau birta, er rétt eða röng,
en hún verður að vera þannig, að hún
auki sölumöguleika blaðsins. Sorpblaðið
snýr sér fyrst og fremst til alls hins
versta í fari manna. Það lepur upp slúð-
ursögur um náungann eða býr þær til,
ef engar eru fyrir. Oftast er fréttin skrif-
uð í dylgjuformi þannig, að látið er
skína í að fleira sé á vitorði blaðsins en
sagt er frá. Sorpblöðin hafa að örugg-
um lesendum þá, sem ánægju hafa af
rógburði og æsifréttum, en heilbrigt,
hugsandi fólk hefur skömm á þeim. Ekki
er samt með þessu sagt, að sorpblöðin séu
réttlaus í þjóðfélaginu, mjög kemur til
álita hvort sorinn í þjóðfélögunum þarf
ekki og á ekki að eiga sín málgögn eins
og þeir, sem reyna að vinna eitthvað til
góðs, annað mætti jafnvel teljast skortur
á fullkomnu lýðræði, Ef slef- og rógberar
ættu sér ekkert málgagn má eins vel vera
að iðja þeirra hefði enn verri áhrif en
AKRANES