Akranes - 01.07.1957, Síða 22

Akranes - 01.07.1957, Síða 22
Á fundi 14. sept. 1934 tilkynnti for- maður, að Knútur Amgrímsson hafi ósk- að eftir að verða leystur frá starfi, þar sem hann hugðist þá að dveljast erlendis um óákveðinn tíma. Var þess þá farið á leit við Guðmund kaupmann Gunnlaugs- son, að hann tæki sæti í nefndinni í stað Kmúts. Gerði Guðmundur það með mikl- um fúsleik, enda hafði hann áður sýnt hug sinn til þessa máls. Á fundi 23. janúar 1935 voru lagðir fram 8 uppdrættir sem nefndinni höfðu borizt. Voru eftirtaldir menn valdir í dómnefmd: Af hálfu nefndarinmar Matt- hías Þórðarson þjóðminjavörður og Vig- fús Einarsson, skirfstofustjóri. Aðrir dóm- nefndarmenn voru: Jón Helgason biskup og arkitektamir Einar Sveinsson og Gumnlaugur Halldórsson. Enginn hinna 8 uppdrátta hlaut 1. verðlaun. önnrn- verðlaun hlaut Sigurð- ur Guðmundsson og 3. verðlaun Ágúst Pálsson. Nefndinmi þótti hér illa til takast, þvi að hún hafði hinn mesta áhuga fyrir að byrja sem fyrst á byggingunni. Hún hafði hjargfasta trú á, að ekki mymdi lengi verða fjár vant við þessa fram- kvæmd. Þjóðin myndi öll sjá fyrir því jafnóðum og málinu þokaði áfram, ef rétt væri á haldið. - t~ Eftir þetta varð Landsnefndin því sammála inn að leita til Guðjóns Samú- elssonar, húsameistara ríkisins um upp- drátt að kirkjunni, og var það mál auð- sótt. Á furndi 22. okt. 1935 lagði húsameist- ari fram 4 tillögu-uppdrætti, en eigi þótti fært að samþykkja neinn þeirra, emda var ekki til þess ætlazt. Haustið 1935 var hafin ýmis undirbúningsvinna undir bygginguna, og lögðu sóknarmenn þar fram vimnuloforð og gjafir safnaðarins samkv. loforði hans 1916. Hinn 20. des 1935 sýndi húsameistari nefndinni frumuppdrætti, sem mefndin óskaði eftir að haldið væri áfram að vinna að. í árslok þetta sama ár og síð- ast í janúar 1936 var enm betur gengið frá þessum uppdráttum og sýnt líkan af hinni fyrirhuguðu kirkju samkv. teikn- ingu Guðjóns. Var þess farið á leit við húsameistara að gerðar yrðu ýmsar breytimgar á uppdrættinum. Enda þótt nefndin væri ekki alls kost- ar ámægð með uppdrátt Guðjóns Samú- elssonar, var samþykkt að byggja eftir honum. Vorið 1936 var þvi enn haldið áfram undirbúningi byggingarinnar. Grafið fyrir undirstöðum og grunni kirkj- unnar, svo og afmælt svæði umhverfis hama, og það girt með góðri girðingu í samráði við skógræktarstjóra ríkisins Há- kon Bjamason. Þegar Landsnefndin tók til starfa átti Hallgrímskirkja mn 20 þúsund krónur í sjóði sínum. Á árinu 1933 bárust kirkj- unni hins vegar gjafir, sem mámu um 10 þúsund krónum, og á árinu 1934 barst henni stórfelld gjöf, 10 þú^und krónur frá þeim heiðurs- og höfðingshjónum Einari kaupmanni Þorgilssyni og konu hans, Geirlaugu Sigurðardóttur, en það voru miklir peningar á þeim tíma. Á þessum tveim árum, 1933 og 1934, hafði kirkjunni gefizt svo mikið fé, að hún átti um 70 þúsund krónur í sjóði, auk hins gamla loforðs Saurbæjar- safnaðar um 5000 kr. framlag. Þetta voru stór og smá framlög eimstaklinga um allt land, m. a. fyrir ötula forgöngu Hall- grímsnefndanma, þar í gjafir frá Vestur- íslendingum kr. 2.396.69 (Við og við sendu einstaklingar að vestan viðbótar- gjafir í sjóðinn). 158 AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.