Akranes - 01.07.1957, Blaðsíða 39

Akranes - 01.07.1957, Blaðsíða 39
þegabifreið úr Reykjavik. Veður var þá enn gott. Var haldið af stað rúmlega kl. 8 og stefnt suður fyrir Hvalfjörð. Farar- stjóri og kynnir var Þorvaldur Þorvalds- son og leysti það starf af hendi með ágætum, reyndist fróður mjög og mælsk- ur. Fljótlega dimmdi í lofti, og þegar kom suður undir Esju gerði rigningu allmikla og hélzt svo mestallan daginn. Þær iskyggilegu fréttir hárust af Finn- unum, að þeim seinkaði enn, og mundu varla væntanlegir fyrr en með kvöldinu. Varð að fara án þeirra til Þingvalla, þótt illt þætti. Á Þingvöllum var lítil rigning, en veð- ur þó dimmt, og spillti það mjög fjalla- sýn. Var þó staldrað á Almannagjár- barmi og á Lögbergi og gestunum sagt það helzta um staðinn og sögu hans. Borðaður var hádegisverður í Valhöll. Síðan var ekið niður með Þingvallavatni austanverðu og raforkuverið við Sogsfossa skoðað. Einnig var stanzað nokkuð í Hveragerði og skoðuð þar gróðurhús Garðyrkjuskólans. Þá voru gestirnir við- staddir gufugos. Ákveðið var síðan að fara Krýsuvíkurleið, en nokkuð skugga- leg og hrikaleg þótti mörgum sú ferð, því að veður var illt og þoka og rign- ing mikil. Var t. d. ekki hægt að setjast á jörðina til að taka upp nesti. Borðuðu menn í bílnum. En mikið þótti gestunum koma til jarðhitans í Krýsuvík. Síðan var ekið til Reykjavíkur um Hafnarfjörð. Þegar til Reykjavíkur kom um kvöldið urðu þar miklir fagnaðarfundir, því að Finnarnir voru þar komnir allir, eftir miklar tafir, en glaðir og reifir allir. Var svo ekið heimleiðis. Mánudaginn var haldið kyrru fyrir á Akranesi, en gestgjafar leituðust við að sýna gestunum allt það, sem þeir töldu þess helzt vert. Var skoðað frystihús Haralds Böðvarssonar & Co., sements- Frá Tönder. verksmiðjan, sjúkrahúsið og fleira. Sýnd var íslenzk kvikmynd í Bíóhöllinni. Veður var stillt og sæmilegt þennan dag, þó ekki sólskin. Um kvöldið var svo samsæti í Hótel Akranes. Voru þátttakendur alls um 80. Þorvaldur Þorvaldsson var veizlustjón. Hófið hófst með ræðu Hálfdanar Sveins- sonar, forseta bæjarstjórnar og formanns Norræna félagsins. Gerði hann allýtar- lega grein fyrir norrænni samvinnu, og gildi hennar, og þó einkum þeirri grein hennar, sem lýtur að vinabæjahreyfing- unni. Bauð hann gestina innilega vel- komna, og þakkaði fyrri kynni. Þá var sunginn íslenzkur ættjarðarsöngur. En síðan gekk í salinn frú Dóra Erlendsdótt- ir, klædd fögrum skautbúningi og þótti veizlugestunum bæði konan og búningur- AKRANES 175
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.