Akranes - 01.07.1957, Side 14

Akranes - 01.07.1957, Side 14
verðum við það að kannast, að vér höf- um iðulega svikið hina æðstu lífshug- sjón. — Fyrir það skuldum vér, fyrir það erum vér sek, og því vantaði gjald, sem hinn fórnandi kærleikur einn gat greitt. — Kristur har það fram á kross- inum á Golgata. — Séra Hallgrímur fylgir Jesú, frels- ara sínum og Drottni á píslargöngu hans, yfir um Kedrons breiðan bekk, inn í Getsemane, inn í höll Kaífasar, að dóm- stóli rómverska landstjórans, eftir via dolorosa. Er viðstaddur krossfestinguna. Alls staðar nálægur. Hvílík innlifun! Þar sem elska þín er, þar er hjarta þitt. — t — Tvö andstæð öfl mynda krossinn. Hin lóðrétta lína, línan frá himni, og þver línan, mannlega línan. Við krossinn mæt- ast mannleg synd og guðleg náð, kær- leikurinn frá himni. Með tvennum hætti hefur verið reynt að sameina himin og jörð. önnur leiðin er frá mönnum komin, að hefja sig til himins fyrir eigin mátt. Það er Babel- aðferðin, Babelleiðin. Hin er frá Guði. Hún birtist í krossi Krists á Golgata, er Guð opinberaði mönnunum tilgang sinn og vilja, sem er kærleikur við breyzka og synduga menn. — Kærleikurinn ber ávallt þyngri byrði en hann er skyld- ugur til að bera. Hann tekur á sig þjón- ustuna fyrir aðra. Hann er lausnargjald- ið, friðþægingin. Friðþægingin er í því fólgin, að sak- laus líður fyrir sekan af fúsum vilja. Og ef hún væri ekki fyrir hendi, væri mannlífið eitt óslitið strið allra gegn öllum. — Það má vel vera að mörg- um finnist, að þeir skuldi ekki nein- um neitt, og því þurfi enginn að bera neina byrði fyrir þá. — En hver þorir að segja það — eða hugsa það — að 150 hann sé ekki í skuld við Guð, gjafara lífsins? Hver að halda því fram, að hann hafi varið sinu lífspundi svo, að hann hafi ekki brotið þráfaldlega gegn Guði? Og f)TÍr það leynist í hugarfylgsn- um hans sektarkennd meiri en hann vill kannast við, sem verður að má burt, ef maðurinn á að finna frið í hjarta sínu. Jesús dó á krossi til þess að eyða ótta vorum og sannfæra oss um það, að Guð gæfi oss upp skuldir vorar og elskaði oss af föðurhjarta, þrátt fyrir öll vor brot. Hans er að gefa. Vort að þiggja. Hann tók á sig syndabyrði vora, svo að vér mættum hljóta fullkomna náð. — Náðin er oss öllum boðin, öllum þeim, sem finna til þess með angri, að þeir eru brotlegir við lífsins lög og höfund þeirra. Flestir þeir, sem eiga langt líf að baki, hafa einhverja sinni átt sínar þungu stundir, er segja mátti, að himnaljósið væri þeim byrgt, og engin birta féll yfir veginn. Símon Pétur hefði sennilega ekki skilið gildi friðþægingarinnar, ef hann hefði ekki afneitað meistara sínum. Þegar nokkru síðar varð sú hræring í huga hans, er opnaði augu hans fyrir þýðingu krossins. Og sjálfsagt hefði Sál frá Tars- us haldið áfram lífi sínu sem sjálfsrétt- látur Farísei, ef atburðurinn við Damask- us hefði ekki varpað honum til jarðar, og knúið hann til íhugunar um sitt innra lif. — Og hafa ekki hrasanir Hallgríms þrýst honum að krossinum, í leit að fyrir- gefningu. Eivind Berggrav biskup segir svo á einum stað: „Það er þá, er vér erum stödd í djúpunum, að vér fáum ekki flú- ið Getsemane og Golgata. Vér eigum ekki að sækjast eftir slíkum stundum. Þær verða að koma yfir oss úr Guðs hendi. — Kristur er með oss, er leiðin liggur um blómskrýdda, græna grund. — Og AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.