Akranes - 01.07.1957, Qupperneq 52
ÖL. B. BJÖRNSSON:
Þœttir úr sögu Akraness 58.
HVERSU AKRANES BYGGDIST
4. kafli. — 1870—1900. — Byggingar batna.
118. Steinsstaðir,
Kirkjubraut 36.
Líklega er það 1898 sem Skúli Sig-
valdason er að byggja lítinn torfbæ yfir
sig og heitmey sína, Marzibil Gísladótt-
ur. Þangað hafa þau sennilega flutt, en
verið þar örstutt áður en Skúli drukknar,
28. eða 29. júlí 1898, með Halldóri Odds-
syni í Göthúsum, og er Skúli þá talinn
26 ára gamall. Hallgrímur segir að hann
hafi verið mikill efnismaður, og hafi ver-
ið að byggja sér bæ, er hann féll frá.
Skúli þessi var bróðir Friðbjarnar, sem
síðar bjó lengi í Bakkabæ. Marzibil var
hins vegar dóttir Gísla Gíslasonar i Kal-
mansvík, og giftist siðar Guðmundi Hans-
syni í Akurgerði. Þau Skúli og Marzibil
áttu aðeins einn son, Skúla, og var hann
enn ekki fæddur er faðir hans drukknaði.
Skúli á nú heima í Reykjavík, en verð-
ur síðar getið hér í sambandi við Skaga-
braut 36, er hann byggði, er hann átti
hér heima um nokkur ár. Kona hans
er Ágústa Jónsdóttir f. á Arnarstapa á
Snæfellsnesi.
1 desember 1899 er þetta fólk á Steins-
stöðum: Steinn Jónsson, 3t árs, Herdís
Sveinsdóttir, 51 árs, og Sigurður Svein-
bjömsson, 8 ára.
Líklega hefur fyrrnefndur bær Skúla
verið nafnlaus er hann fellur frá, enda
líklega ekki fullgerður. Skömmu eftir
dauða Skúla mun svo Steinn þessi hafa
keypt bæinn og fengið meðfylgjandi lóð-
arréttindi, en þar byggir hann svo fljót- •
lega lítið timburhús 8X9 al. og nefnir
það Steinsstaði, svo sem það heitir æ
síðan. Ekki er lýsing á þessu húsi í virð-
ingagerð frá þessum árum, heldur að-
eins heildarvirðing, sem er kr. 600.00 og
er það 1903.
Steinn Jónsson mun vera fæddur að
Melbreið í Stíflu í Fljótum 8. júlí 1864,
og voru foreldrar hans Jón Jóhannsson
og Sólveig Daníelsdóttir. Steinn mun
fyrst hafa farið til sjóróðra í Höfnum
1885. Árið 1888 flytur Steinn svo hing-
að til Akraness, og kemur hingað frá
Höfn í Siglufirði, og gerist þá vinnu-
maður hjá Guðmundi bónda í Lambhús-
um, og er þá talinn 21 árs að aldri.
Steinn mun hafa verið vinnumaður hjá
Guðmundi í nokkur ár. Lítið atvik forð-
aði honum frá því að vera með Guð-
mundi húsbónda sínum í róðri þeim, er
Guðmundur drukknaði í ásamt öllum
skipverjum.
Það stóð til að Steinn færi einnig með
í þennan róður, en daginn áður, kom
hingað inn dekkbátur Böðvars Þorvalds-
sonar, er „Bjöm“ hét, og vantaði einn
mann á skipið. Samdist þá svo um, að
Guðmundur lánaði Stein til þess að fara
út með skipinu þennan túr. Þannig
sannaðist það enn einu sinni, að ófeig-
um verður ekki í hel komið.
Steinn kvæntist aldrei, en hann átti
þrjú böm með Guðríði Guðmundsdóttur,
alsystur Einars bónda Guðmundssonar á
Bjargi. Þau voru:
j 88
AKRANES