Akranes - 01.07.1957, Qupperneq 52

Akranes - 01.07.1957, Qupperneq 52
ÖL. B. BJÖRNSSON: Þœttir úr sögu Akraness 58. HVERSU AKRANES BYGGDIST 4. kafli. — 1870—1900. — Byggingar batna. 118. Steinsstaðir, Kirkjubraut 36. Líklega er það 1898 sem Skúli Sig- valdason er að byggja lítinn torfbæ yfir sig og heitmey sína, Marzibil Gísladótt- ur. Þangað hafa þau sennilega flutt, en verið þar örstutt áður en Skúli drukknar, 28. eða 29. júlí 1898, með Halldóri Odds- syni í Göthúsum, og er Skúli þá talinn 26 ára gamall. Hallgrímur segir að hann hafi verið mikill efnismaður, og hafi ver- ið að byggja sér bæ, er hann féll frá. Skúli þessi var bróðir Friðbjarnar, sem síðar bjó lengi í Bakkabæ. Marzibil var hins vegar dóttir Gísla Gíslasonar i Kal- mansvík, og giftist siðar Guðmundi Hans- syni í Akurgerði. Þau Skúli og Marzibil áttu aðeins einn son, Skúla, og var hann enn ekki fæddur er faðir hans drukknaði. Skúli á nú heima í Reykjavík, en verð- ur síðar getið hér í sambandi við Skaga- braut 36, er hann byggði, er hann átti hér heima um nokkur ár. Kona hans er Ágústa Jónsdóttir f. á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 1 desember 1899 er þetta fólk á Steins- stöðum: Steinn Jónsson, 3t árs, Herdís Sveinsdóttir, 51 árs, og Sigurður Svein- bjömsson, 8 ára. Líklega hefur fyrrnefndur bær Skúla verið nafnlaus er hann fellur frá, enda líklega ekki fullgerður. Skömmu eftir dauða Skúla mun svo Steinn þessi hafa keypt bæinn og fengið meðfylgjandi lóð- arréttindi, en þar byggir hann svo fljót- • lega lítið timburhús 8X9 al. og nefnir það Steinsstaði, svo sem það heitir æ síðan. Ekki er lýsing á þessu húsi í virð- ingagerð frá þessum árum, heldur að- eins heildarvirðing, sem er kr. 600.00 og er það 1903. Steinn Jónsson mun vera fæddur að Melbreið í Stíflu í Fljótum 8. júlí 1864, og voru foreldrar hans Jón Jóhannsson og Sólveig Daníelsdóttir. Steinn mun fyrst hafa farið til sjóróðra í Höfnum 1885. Árið 1888 flytur Steinn svo hing- að til Akraness, og kemur hingað frá Höfn í Siglufirði, og gerist þá vinnu- maður hjá Guðmundi bónda í Lambhús- um, og er þá talinn 21 árs að aldri. Steinn mun hafa verið vinnumaður hjá Guðmundi í nokkur ár. Lítið atvik forð- aði honum frá því að vera með Guð- mundi húsbónda sínum í róðri þeim, er Guðmundur drukknaði í ásamt öllum skipverjum. Það stóð til að Steinn færi einnig með í þennan róður, en daginn áður, kom hingað inn dekkbátur Böðvars Þorvalds- sonar, er „Bjöm“ hét, og vantaði einn mann á skipið. Samdist þá svo um, að Guðmundur lánaði Stein til þess að fara út með skipinu þennan túr. Þannig sannaðist það enn einu sinni, að ófeig- um verður ekki í hel komið. Steinn kvæntist aldrei, en hann átti þrjú böm með Guðríði Guðmundsdóttur, alsystur Einars bónda Guðmundssonar á Bjargi. Þau voru: j 88 AKRANES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.