Akranes - 01.07.1957, Blaðsíða 31
Gamla kirkjan í Saurbœ, er síra Þorvaldur BöSvarsson lét byggja
1878. Gamla húsiS á staSnum, er síra Jón Benediktsson lét reisa
1892. (Myndin er tekin á Hallgrímshátíö 1933)
sem nauðsyn krafði. Auk
annarra kosta í þessu sam-
starfi, met ég það mest í
fari þessa fólks, að það hef-
ur verið svo blessunarlega
laust við allan lágkúruhátt,
og verið sammála um, að
þessu verkefni hæfði ekki
nema hið bezta. Guð blessi
yður öll.
1 dag gleðjumst vér yfir
góðu verki, eins og væri
það fullgert og skuldlaust.
Því miður er það ekki svo.
Kirkjan mun nú í dag kosta
um 1.5 millj. kr., og eru
þar af um 400 þús. kr. í skuld. Það er
of há skuld fyrir fámennan söfnuð að
bera, ásamt árlegum rekstri. Samhliða
þessu vil ég einnig minna á, að ýmislegt
er hér enn ógert, sem kosta mun nokk-
urt fé, þar til má nefna: Að skipuleggja
næsta umhverfi, og prýða það með gróðri
og gagnviði, mun Helgi, húsameistari,
Eyjólfsson ætla að koma þar myndarlega
til hjálpar. Þá hefur Eggert Kristjánsson
stórkaupmaður ákveðið að gefa kirkjunni
tvöfalt gler í glugga hennar. Einnig þarf
að hlúa betur að minjum þeim, sem
bundnar eru við Hallgrim á þessum stað.
Ganga betur frá leiði hans, er hin gamla
kirkja hættir að hlífa því, svo og að
minna á — með varanlegum hætti —
hvar altari liinnar gömlu kirkju í Saur-
bæ hefur staðið frá öndverðu. Enn vant-
ar klæði í kór, svo og ýmislegt fleira
til gagnsemdar og prýði innan kirkju-
dyra, svo sem hæfilegt pípuorgel.
Einar Jónsson myndhöggvari var mik-
ill aðdáandi Hallgríms, svo sem ljósast
má marka af hinum mörgu listaverkmn,
er bundin ei’u við hann eða minningu
hans. Eitt er þeirra mest og fegurst, er
hann lætur alla þjóðina í æ breiðari fylk-
ingu feta sig áfram að sjúkrabeði hins
kaunum hlaðna manns. Einar Jónsson
gaf kirkjunni — í lifanda lífi — leyfi
til að fá afsteypu af þessu mikla lista-
verki. Það þyrfti því að komast hingað
á gröf Hallgríms eða í kirkjima, en af-
steypa þessi kostar sjálfsagt 30—40 þús-
und krónur.
Allt það, sem hér hefur verið drepið á
— og kirkjuna vantar exm — kostar
nokkurt fé, en ekki efumst vér um, að
þessi smærri vandamál verði leyst á
auðveldan hátt, svo sem það, sem þegar
er gert með þeim glæsibrag er raun
ber vitni.
Þessari kirkju mun gefast fé í æ rík-
ari mæli með ári hverju, því að, eins og
einn vinur minn í Reykjavík sagði við
mig í gær: „Hver getur farið fram hjá
Saurbæ, eða komið að Saurbæ, án þess
að láta eitthvað af hendi rakna til þess
sem þar er verið að vinna“.
Ég vil þakka biskupi landsins, herra
Ásmundi Guðmundssyni fyrir marghátt-
aðan stuðning og fyrirgreiðslu í sambandi
við þetta mál, svo sem um hagkvæmt lán
167
AKRANES