Akranes - 01.07.1957, Síða 8

Akranes - 01.07.1957, Síða 8
Hallgrímur var fyrst og fremst trúar- skáld. Einn af frægustu vismdamönnum þessarar aldar hefur sagt, að enginn mtrnur geti verið á sannindum trúarinn- ar og sannindum visindanna. Ef niður- stöður vísindamna séu ekki í samræmi við trúna á guð, þá séu þær rangar. (Lecomte du Noúy). Hallgrimur var á réttri leið þegar hann söng trúarþrek í þjóð sina. Til kirkju hans eiga menn að sækja það þrek um allar aldir, því að þetta er alþjóðarkirkja á helgum stað. Til þess staðar eiga menn að streyma sér til sálubótar. Kirkjan ætti alltaf að vera opin, svo að allir vegfar- endur geti komið þar við og gert bæn sína við „blæ himins blíðam“. — t “ Vígsluræða Ásmundar Guð- mundssonar biskups. Lof sé þér, faðir, að langþráðum áfanga er náð. Lof sé þér fyrir allt. Gef hell Hallgrimskirkju. I Jesú nafni Amen. II. Mós. 3,5; Drottinn sagði: Drag skó þína af fótum þér, því áS sá .stáður, er þú stendur á, er heilög jörS. Vér þekkjum söguna um fjárhirðinn forðum uppi í öræfum fjallanna, er hann horíir snortinn helgum ótta á logandi þyrnirunninn og heyrir rödd Guðs óma innst í sál: „Drag skó þina af fótum þér, því að staðurinn. er þú stendur á, er heilög jörð“. Hann starir á hátign og fegurð nátt- únmnar. Hún er honum eins og skugg- sjá hins mikla Guðs. Hjarta hans verð- ur hrifið djúpt af nálægð hans. Hann er staddur í Guðs háa helgidómi og finn- ur blæ hans leika um sig. Hefir ekki lik tilfinning gagntekið oss á þessum stað? Ég minnist glöggt þess dags um sið- ustu aldamót, er ég kom fyrst hingað, þar sem „Hvalavogur votum bugðum veltir sér að landsins hjarta“. Það var mesti dagur æsku miunar. Þá sá ég i senn fyrsta sinni hið mikla og dularfulla haf og bæi Hallgríms Péturssonar, Saurbæ og Ferstiklu. Það var eins og sál mín stækk- aði við þá heilögu sjón. Hefir yður ekki farið eitthvað svip- að? Hefir ekki ómað hér í djúpum hugar- ins röddin: Drag skó þína af fótum þér, þvi að staðurinn, sem þú stendur á, er heil- agur? Hér starfaði dyggur drottins þjónn — trúarskáldið mikla. Hér gekk hann út undir blæ himins blíðan og færði drottni þakkargjörð fyrst er steig niður fæti á jörð. Hér orti hann ódauðleg ljóð sín. Þessi sjóndeildarhringur er ytri umgjörð þeirra líkt og kirkja, þar sem tignar- mynd Súlnanna ber við altari hamr- anna i fögrum fjallakór undir bláhvolfi himins. Hvert sem vér göngum — að Hallgrímslind eða Hallgrímssteini, þá stígum vér í spor hans. Hér urðu til Passíusálmar hans við kvöl og harma — fæðingarhríðir og himneskan fögnuð. Hér eignaðist hann þá trúarreynslu, er hann lýsir svo fyrir augliti frelsara síns: Þá sé ég sárin mín, særir mig hjartans pin. En sárin þá sé ég þín, sorg öll og kvíðinn dvin. Er ekki hér heilög jörð? Sá er dómur íslenzku þjóðarinnar, sem hlýðir öld af öld allt til þessa dags á Passíusálma Hallgríms og huggast á 144 AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.