Akranes - 01.07.1957, Side 50

Akranes - 01.07.1957, Side 50
ar því vitanlega er æskilegt, aS almenn- ingur fylgist með þjóðmálum svo að alls konar múgmennskusjónarmið ráði siður atkvæðum manna á kjördögum. Málefnalegri umræður um þjóðmál kosta ekki aukin fjárútlát heldur aukið og bætt siðferði í málsmeðferð, sem ætti að vera öllum til góðs þegar til lengdar lætur. Þriðja aðalhlutverkið, að flytja menn- ingar- og skemmtiefni er langerfiðast og gerir mestar kröfur til blaðamannanna sjálfra. Fátækt islenzkra blaða gerir það að verkum, að erfitt er að gera þessu nógu góð skil, en einmitt sökum fámenn- isins ríður þjóðinni sérstaklega á því að vel takist í þessu efni. Eigi blaðamaður að teljast til afburða- manna verður hann ekki aðeins að vera vitur og menntaður, hann verður líka að vera andlega frjáls. Engin óeðlileg höft mega draga úr störfum hans. Það ræður í raun og veru úrslitum um framför eða afturför menningar þjóða, hvort afburða- mennirnir geta haft meiri áhrif á meðal- mennina eða meðalmennimir taka for- ustuna sökum fjölmennis síns, og knýja afburðamennina til óvirkni eða neyða þá til að sinna verkefnum, sem ekki eru í samræmi við hæfileika þeirra. Sigri af- burðamennirnir er þjóðin á framfara- braut hvað menningu snertir, verði fána- berar meðalmennskunnar í fararbroddi leitar menningin undan brekkunni. Fáir eða engir hafa eins góða afstöðu til menn- ingaráhrifa á þjóðir og vel menntaðir og gáfaðir blaðamenn. Séu þeir þannig sett- ir, að þeir fái að berjast fyrir hugsjóna- málum, geta þeir gert stórvirki, séu þeir settir undir eftirlit flokksforustu eða mis- viturra blaðaeigenda, sem aðeins hugsa um fjárhagsafkomu blaða, lamast starfs- löngun þeirra og vinnuþrek og áður en varir hverfa þeir í elfu meðalmennskunn- ar eða skipta um ævistarf. Eins og nú standa sakir eru hugsjóna- logar afburðamanna of sjaldgæfir í ís- lenzkum blöðum og raunar vantar þjóð- ina menningar- og fréttablöð, sem ekki lúta fyrst og fremst flokksvilja. Nýlega gerði íslenzkur rithöfundur tilraun til að halda úti óháðu blaði, sem flutti all- mikið menningarefni í hlutfalli við stærð sina. Maðurinn var þó ekki nógu ein- arður gagnvart lágkúrulegum meðeig- anda og varð að þrengja sjóndeildar- hringinn svo mjög, að hann nær nú sjaldnast nema að fjöllum þeim, sem takmarka hinn eðlisfræðilega sjóndeild- arhring ritstjórans. Þessi ósigur ritstjór- ans var þeim mun tilfinnanlegri, sem hann stóð í sambandi við átök um, hvort frjáls hugsun skyldi fá að njóta sín i blaðinu eða eigi, en einn embættismaður þjóðarinnar, sem falin hefur verið stjórn menningarfyrirtækis, hafði beint og ó- beint unnið að því, að slíkur slæðingur yrði sem minnst á sveimi í húsi því, sem hann veitir forstöðu, og bærist þaðan til blaðsins. Eigi íslenzk blöð að flytja fræðiefni, sem eitthvert gagn er að, þurfa þau að bæta í þjónustu sína vel menntuðum blaðamönnum og skapa þeim skilyrði til þess að ferðast viðs vegar um heim. Fá- menni þjóðarinnar hlýtur að reisa mikl- ar og eðlilegar skorður við því, að þetta sé hægt, og verður því vafalaust að leggja mikla áherzlu á að þýða aðgengilegt fræði- og skemmtiefni, sem raunar er þegar gert þó af mismunandi smekkvisi sé. Ritstjóri Dagens Nyheter í Stokk- hólmi, sem er stærsta dagblað Norður- landa, sagði mér fyrir nokkrum árum, að við blaðið starfaði enginn maður, sem hefði minni menntun en stúdentspróf, en um það bil helmingur hefði candidatspróf 186 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.