Akranes - 01.07.1957, Side 27

Akranes - 01.07.1957, Side 27
ur hans og hjálparhella. Enn býr á Hóhni slíkur afbragðsmaður, Pétur Otte- sen, sem „man Hallgríms dýru ljóð“, og hefur ekki sparað ómetanlega aðstoð við það heilaga hús, sem hér er reist í minn- ingu Hallgríms. Á sinum hérvistardögum átti Hall- grímur einnig hauk í horni hjá land- stjórnarmönnum. Nægir þar að nefna hinn spaka, þjóðrækna lögmann á Leirá, Áma Oddsson. Enn á Hallgrímur ítök í landstjómarmönnum á vorri öld. Má ég þar fyrst og fremst muna og þakka ómet- anlegan stuðning Eysteins Jónssonar ráð- herra, sem sýnt hefur, að hann unni þessu máli mjög, og hefur stutt málið í samræmi við það. Á þeim vettvangi má Landsnefndin þakka velvilja og stuðning margra kirkjumálaráðherra allt frá 1933, til núverandi og fyrrverandi kirk j umálaráðherra. Mér þykir gaman að minnast þess hér, að fagmaður einn úr járnsmíðastétt, hef- ur við byggingu þessa musteris rétt Hallgrími myndarlega hönd, þótt hann banni mér að láta þau hamarshögg hans heyrast út fyrir veggi þessa húss, með því að gera nafn hans heyrinkunnugt. Það átti vel við, að hið helgasta í hinni nývígðu kirkju, altarið, gæfu prest- ar landsins. Munu þeir hafa bundizt sam- tökum um það, með biskupinn í broddi fylkingar. Hefur hann gefið myndarlega til þess, og margir prestar þegar greitt sinn skerf í þessu augnamiði. Listakonan frú Unnur Olafsdóttir, hefur gefið kirkj- unni forkunnar fagran hökul. Hann er mikið listaverk, gerður af henni úr al- íslenzku efni. Er þessi fagra gjöf áheit frá henni til kirkjunnar. Kvenfélagið Lilja á Hvalfjarðarströnd gaf kirkjunni HallgrímshátiS 1936. Ungfrú Helga Möller, stúd- ent, (Arne Möller) talar í Fannahlíð. einnig hökul, sem er góður gripur, og einnig saumaður af frú Unni. Hinn fork- unnarfagri kaleikur og patína, hvort tveggja af silfri, er gömul gjöf frá 1934, gefinn af dr. Ame Möller, dansk-íslenzk- um presti, merkum og alkunnum, sem samdi doktorsritgerð mn Passíusálmana og Hallgrím Pétursson. — Ágæta altaris- stjaka gáfu systurnar Þorvaldina og Ingi- leif Ölafsdætur í Reykjavik, til minning- ar um móður þeirra, Lárettu Sigriði Þorvaldsdóttur, prests frá Saurbæ. Niðj- ar Valgerðar Þorgrímsdóttur, prests frá Saurbæ, og manns hennar, Sigurðar Oddssonar frá Gufunesi, gáfu kirkjunni forkunnar fagra silfurkönnu til minning- ar um þau. Dætur þeirra Valgerðar og AKR ÁNES 163

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.