Akranes - 01.07.1957, Side 24
Oft og mikið ræddi nefndin um fram-
hald byggingarinnar. Munnlega og skrif-
lega var sótt um byggingarleyfi án ár-
angurs. Nefndinni þótti biðin orðin löng
og illa horfa tnn lausn málsins, ef byggja
ætti samkv. teikningu Guðjóns, sem nú,
1953, yrði a. m. k. dýr.
Eins og áður er sagt hafði Sigurður
Guðmundsson arkitekt hlotið 2. verðlaun
í fyrrgreindri samkeppni. Kom Guð-
mundur Gimnlaugsson þá eitt sinn að
máli við hann og hvatti hann til að
gera nýjan uppdrátt. Gerði Sigurður fljót-
lega likan af nýrri kirkju og sýndi nefnd-
inni það. Var nefndin á einu máli um,
að hér væri um athyglisverða tillögu að
ræða, er hún vildi ræða nánar við þá
félaga arkitektana Sigurð Guðmimdsson
og Eirík Einarsscn. Lagði nefndin höfuð-
áherzlu á að hægt væri að byggja ofan
á hinn gamla grunn. Sérstætt hús og
myndarlegt minnismerki. Svo traust og
vandað, að þangað mætti sækja tíðir í
þúsimd ár, án verulegs viðhalds eða end-
urbóta hins ytra borðs. Að inonra yrði
húsið helgidómur, þar sem saman færi
traustleiki án tildurs, og viðhald í heild
sinni ekki ofviða fámennum söfnuði.
Um áramótin 1953 og
1954 barst Landsnefndinni
svo teikning frá hendi
þeirra félaga, Sigurði Guð-
mundssyni og Eiriki Ein-
arssyni, sem hún gat, að
því er snerti aðallínur, fellt
sig við. Um efnivið og á-
ferð hið innra kom ýmislegt
til greina. M. a. hvort ekki
væri fagurt og traust og
ódýrt í viðhaidi a. m. k.
að klæða hana með mjúklit-
um marmara. Að vel at-
huguðu máli þótti þetta þó
of mikil áhætta í sambandi
við hljómburð hússins. Þá stakk Sigurður
upp á því, að innra borð kirkjunnar yrði
hlaðið úr múrsteini. Fyrst settum vér upp
stór augu. En að vel athuguðu máli var
einróma samþykkt að fallast á þessa til-
högun. Með henni mætti ná fyrmefndum
megin sjónarmiðum: Traustleika, end-
ingu, litlum viðhaldskostoxaði og sérkenni-
legu útliti, sem að líkindum myndi þó
venjast vel. Hér var ekki um neitt hrófa-
tildur að ræða, sem fljótlega þyrfti að
lappa upp á með æmum kostnaði. Allt
þetta bar nefndin undir almennan safn-
aðarfund i Sarn-bæ, og var þar einróma
samþykkt.
1 trausti þess, að nú yrði þetta lang-
þráða mál leitt til lykta á viðunandi
hátt, var samþykkt að hefja byggingu
kirkjumiar vorið 1954 samkv. þessari
teikningu. Efuðumst vér nú ekki um að
nú yrðu margar hendur á lofti því til
framdráttar. Þetta sýndi sig fljótt, t. d.
hjá þeim, sem réðu yfir fjárfestingar-
leyfimum. Hins sama varð og vart hjá
ýmsum öðrum, er leitað var til um stuðn-
ing á hinn margvíslegasta hátt. Var nú
nefndin vongóð um áframhald þar til
yfir lyki. Þannig hefði og kirkjan orðið
160
AKRANES