Akranes - 01.07.1957, Side 54
firði, en Kristín var dóttir Jóns Böðvars-
sonar og konu hans, Sigríðar Andrésdótt-
ur, ríka á Skriðnesenni, Sigmundssonar.
Hálfsystir Valgerðar var Sigriður, móðir
Gunnars í Grænumýrartungu. Alsystir
hennar (en hálfsystir Valgerðar) var
einnig María Margrét Jónsdóttir, móðir
Jóns Magnússonar á Bjargi og þeirra
systkina).
Systkini Gunnars i Bakkabæ voru m.
a. Guðrún Guðmundsdóttir, móðir Guð-
mundar Sigurðssonar á Sólvang, Guð-
mundur bóndi og skáld í Innsta-Vogi, og
Högni, bóndi í Garðaseli. Þau voru miklu
fleiri, en mörg af þeim munu hafa dáið
ung.
Valgerður mun áður hafa verið trú-
lofuð Gísla á Sýruparti, bróður Finns á
Sýruparti og Magnúsar Gislasonar í Há-
bæ, en hann missti hún í sjóinn 15.
maí 1862, þar sem hann drukknaði við
4. mann, en þeir voru að koma úr Hval-
firði með beitufarm.
Synir Gunnars í Bakkabæ og bræður
Guðmundar á Steinsstöðum, voru Gunn-
ar, lengi bóndi í Vík og víðar, og Kapra-
sius, sem einnig átti heima hér á Akra-
nesi.
Guxmnar í Bakkabæ mun hafa verið
allvel greindur, en sjálfsagt skort mennt-
un. Hann var hér þó í hreppsnefnd.
Einnig var hann verkstjóri hér við vega-
lagningu í Vogunum, t. d. við brúna, sem
lá með fram holtinu frá Skúta að Elínar-
höfða. Hann var líka formaður á eigin
skipi í Vogunum. Það mun hafa verið
árið 1886 sem Gunnar í Bakkabæ gerðist
bóndi á stórbýlinu Görðum, er síra Jón
Sveinsson kom hingað sem prestur, þar
sem hann vildi ekki búa þar, en settist
að hér í Guðrúnarkoti. Eftir 4 ár fluttist
þetta fólk frá Görðum að Kjalardal með
eftirtalið bú: 60 sauði, 50 ær, 40 geml-
inga og 5 hross.
Bæði Guðmundi og föður hans mun
hafa þótt mikið fyrir að þurfa að fara svo
fljótt frá Görðum, sem raun varð á. Til
þess taldi Guðmundur liggja eftirtaldar
ástæður: Um þetta leyti var mikið um
fjárflutninga til Englands. Kom það oft
fyrir, að hér í nágrenninu var mikið —
og stundum lengi — fé i vörzlu, er skip
töfðust í hafi, eða af því að ekki var
hægt að skipa því út vegna óveðurs.
Sagði Guðmundur t. d., að haustið 1889
hafi verið flutt héðan stór sauðahjörð,
og hafi þá verið um 1400 fjár til geymslu
í Görðum og 1400 á Ytra-Hólmi, og hafi
þessi varzla staðið í 3 vikur. Guðmund-
ur sagði, að vörzlugjaldið hafi verið 2
aurar fyrir kind um sólarhringinn, og
hafi þetta þótt hvalreki fyrir þá, sem
þess nutu.
Um veturinn kom maður nokkur frá
Ferjukoti, Ásgrímur Jóhannsson, er
bauðst til að taka jörðina á leigu frá
næstu fardögum fyrir mun hærra eftir-
gjald en verið hafði, en auk þess bauðst
hann til að slétta árlega 9 dagsláttur í
túni. Með þessu fannst þeim feðgum þeir
vera boðnir frá jörðinni og fóru að Kjal-
ardal eins og fyrr segir.
1 Kjalardal er Guðmundur til 1898.
Þaðan réri Guðmundur eitthvað á eig-
in skipi, og þar var hann um skeið odd-
viti. Vorið 1898 flytur hann svo að
Litlabakka, en árið 1900 að Sjávarborg
á Ivarshúsatúni, og þar er hann til 1906,
er hann flytur að Steinsstöðum.
Á þessum árum fóru ekki veikindi
fram hjá heimili Guðmundar, því að
móðir hans lá samfleytt 25 ár máttlaus
í rúminu, og síðustu 6 ár ævinnar lá
Gunnar faðir hans einnig rúmfastur.
Á barnsárum Guðmundar var ekki
mikið um skólagöngur. Þó var hann einn
vetur í hinum fyrsta formlega skóla,
sem rekinn var á Bakka, að nafninu til
190
A K R A N E S