Akranes - 01.07.1957, Síða 25

Akranes - 01.07.1957, Síða 25
fullgerð vorið 1956, og vígð á Jónsmessu það ár, ef ekki hefði nokkuð staðið á yfir- færslu vegna efnis og nokk- urra kirkjumuna frá út- löndum. 2. apríl 1954 hafði Stúd- entafélag Akraness Hall- grímsvöku í Akraneskirkju, þar sem síra Sigurjón Guð- jónsson prófastur flutti er- indi um Hallgrim Péturs- son. Ýmsir félagsmenn lásu upp úrval úr sálmum Hall- gríms, svo og hið fagra kvæði Matthíasar um Hall- grím Pétursson. Kirkjukór Akraness söng á miMi. Vöku þessari var útvarpað á páskum 1954. Þegar byggingin var hafin að nýju, átti kirkjan í byggingarsjóðnum um 230 þúsund krónur, auk þess sem farið hafði í grunninn 1937 og annan nauðsynlegan undirbúning. Var það hið mesta happ, að hafa byggt grunninn á þeim tíma, er krónan var nokkurs viiði, og var það mikiM ávinningur að hafa ávaxtað þann hluta sjóðsins á þennan hátt. Skipti það ekki tugum, heldur hundruðmn þúsunda. Leitaði Landsnefndin nú til margra einstakhnga og félaga innan sóknar og utan um frekari stuðning við málið. Benti hún sérstaklega á þá leið, að koma fyrir gjöfum sínum í ákveðnu efni eða munum, sem hin nýja kirkja yrði und- antekningarlauso að eignast, til þess að verða fuMgerð og nothæf til frambúðar. Á þennan hátt hefur máMnu þokað áfram. Komið eins og af sjálfu sér á undursamlega elskulegan hátt, til ósegj- anlegrar gleði hinum örlátu gefendum og þjóðinni aMri til hins mesta sóma. Margir hafa þegar séð gerð kirkjunn- ar í höfuðdráttum. Yfirleitt mun hún hafa fengið mjög góða dóma, þótt ýmsir hafi hnotið um turninn. Fólk mun al- mennt sammála um, að kirkjan sé stíl- hreint og látlaust, myndarlegt hús en prjáMaust, enda á prjál „ekki skylt við þetta mál“, segir HaMgrímm'. Flestir munu líta svo á, að kirkjan sé að innan smekklegt, geðþekkt Guðshús, sem sómi sér vel. Þótt ekki séu allir sammála um ytri gerð hennar, mun flestum þykja, sem í höfuðdráttum hafi þar vel til tek- izt. Að kirkjan sé í heild sinni staðar- prýði á þessum lielga stað við hinn fagra fjörð. Það hygg ég megi hiklaust fuM- yrða, að engin kirkja hér á landi hafi enn verið sterklegar byggð en HaMgrims- kirkja i Saurbæ. Ofbauð ýmsum þau ókjör af járni, sem látin voru í bygging- una. Það skal vel vanda, sem lengi á að standa. — t “ Eins og áður var sagt, var Jóhann B. Guðnason yfirsmiður, er vinna var hafin við grmm kirkjunnar. Það hefði hann og orðið til enda, ef heMsa hans hefði leyft það. 1 stað hans var ráðinn yfirsmiður Jóhann Pétursson byggingameistari frá 161 AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.