Akranes - 01.07.1957, Blaðsíða 41
SIGURÐUR JÚNSSON FRÁ BRÚN:
Til íjallfl oo írd
Svolítil bergvatnsá blátær og elskuleg
leið um gjána rétt við bækistöð okkar,
heitir hún Strangakvísl og kemur að
vestan. Hún hefir ratað á lægsta blett-
inn á syðri gjárbarminum og rennir sér
þar suðaustur til Skaftár, kemur hún þar
litlu neðar saman við Nyrðri Ófæru, er
á upptök sín í sunnanverðum Grænafjall-
garði og sökkva þær sér svo báðar, hrein-
ar og prúðar, í jökulgonm fljótsins, rétt
eins og sumar beztu stúlkumar, sem
glata sér til fylgilags við skítmenni.
Svipaða leið og Strangakvísl liggur svo
vegurinn og um töluverðan bratta niður
í svokallaða Lambaskarðs- eða Lamba-
tungu-hóla, sem eru fyrsti sæmilegi án-
ingarstaðurinn með langferðahesta allt
vestan úr Jökuldölum á Landmanna-
leið, og er þó oft sniðgenginn, bletturinn,
af þeim, sem vita um enn betri áningar-
stað, sem er Hánípufit við Skaftá sjálfa.
En þangað er skammt orðið þar. Bílanot-
endum er Hánípufitin ekkert gleðiefni og
þó allra sízt Syðri-Ófæra og Hánípukvísl,
sem koma þar í giljum að vestan og
sunnan, því þær neyða þá þar niður
bratta brekku, til þess eins að verða svo
að klifra upp í sömu hæð eða meiri þeg-
er suður fyrir þær kemur, því að sunn-
an Hánípufitjar gengur hæðaöxl mik-
il austur að Skaftá og verður að fara yfir
hana. Heita þar uppi Kálfasléttur og er
bara engjalegt yfir að líta sums staðar,
mýrgresi og slétt undir víða, en skelfing
hefi ég séð þar gisinn gróður og ódrjúgan,
fór þetta land mjög í spillingu 1918 við
— ÞriSji hluti —
Kötlugosið, en mun nú vera búið að ná
sér að miklu. Og þarna upp eftir átti
R 346 öðru hvoru mikið erfiði, mosi úr
götubökkum reifst undir hjólin og gerði
göturnar hálar eins og grænsápu, og varð
Guðmundur hvað eftir annað að leita
nýrra leiða.
Er þar um einkennilegt land að líta
einkmn hlíðina milli Hánípukvíslar og
Syðri-Ófæru. Hlíð sú er algræn til að sjá,
en öðru vísi græn en nytjaland er vant að
vera, er þar mosabreiða ein ofan á vikur-
söndum og gætir að því er virðist ekki
nýtilegra beitijurta, nema í skorningum,
eða svo bar fé það, er við sáum úr bíln-
um, landi þessu sögima. Þar sást engin
kind nema í drögum og voru þá líka
gilkinnungamir með graslit, en ekki með
mosablæ. Mun slíku landi ærið
skemmda hætt, því ef einhvers staðar
opnast glufa niður að slíkum jarðvegi
getur leysingarvatn og stormur tætt og
fleygt, en þá verða auðnir eftir, ein þar
sem burt var tekið og önnur þar sem nið-
ur var lagt, og fokið sérstaklega litlu
betra undir að búa en öskugos. En ekki
þurfti að óttast skemmdir af jarðfoki í
bili. Enn rigndi og það drjúgan, því að
ekki stóð morgunfriðurinn lengi. Guð-
mundur var samt farinn að fá undan-
hallt aftur, því nú skreið bíllinn suður
af hæðimum fyrir vestan eyðibýlið
Svartanúp.
Allt af tekirr mig það sárt að fara fram
AKRANES
177