Akranes - 01.07.1957, Side 51
í ýmsum greinum. Þetta blað og raunar
fleiri rík Norðurlandablöð, hafa þann
hátt á, að ráða til sín alla beztu blaða-
mennina hvað sem það kostar, þótt ekki
sé bein þörf fyrir þá í svipinn. Þetta
gera efnuðustu blöðin til þess að ná rit-
'færum mönnum frá keppinautum sínum.
Blaðakóngarnir hafa þannig lært, að
sambandið milli anda og efnis getur ver-
ið hagstætt bæði fyrir álit og fjárhag
blaðanna. Þegar íslenzku blöðin hafa efni
á að gera slík sjónarmið að sínum batna
blöðin af sjálfu sér. Margir færir menn
við sama blaðið una ekki meðalmennsku-
brag á útgáfunni og henni er um leið
tryggt gengi meðal þjóða, sem kimna að
meta vel skrifuð blöð, en það kunna ís-
lendingar vafalaust.
Það orkar mjög tvimælis hvort nokkur
stétt hefur eins mikil áhrif á hugsunar-
hátt menningarþjóða, eins og blaðamenn.
Þeir eru allt í senn, fræðarar, leiðbein-
endur, túlkendur og dómarar. Þegar tek-
ið er tillit til hinnar miklu ábyrgðar,
sem á þeim hvílir, verður að teljast eðli-
legt, að mikil áherzla verði lögð á að
mennta þá sem bezt til starfsins. Festa
í skapgerð er blaðamanni þó enn nauð-
synlegri en löng skólavist. Fyrst og
fremst þurfa samt starfsskilyrðin að vera
þannig, að þau örfi manninn til sjálf-
stæðra starfa undir fána frjálsrar hugs-
unar en ekki meðalmennsku.
NORBÆNT VINABÆJAMÓT
(FramhalcL af bls. 176)
Guðjónsson flutti stutta ræðu um Hall-
grím Pétursson og skáldskap hans. Mælti
prófastur á sænsku. Síðan sungu íslenzku
gestirnir sálminn „Víst ertu, Jesús, kóng-
ur klár“, og þá allir viðstaddir „Fögur
er foldin", hver á sínu máli. Var þetta
einföld en hátíðleg stund í hinum ný-
vigða helgidómi.
Frá Saurbæ var ekið að Ferstiklu, en
þangað buðu Loftur Bjarnason, forstjóri
Hvals h.f., og frú hans til ágætrar veizlu.
Var þar sungið og rabbað, en J. Paulsen,
sem nú var heill að nýju, hélt athyglis-
verða ræðu um norræna samvinnu og
norræn vandamál ekki sízt íslenzk, en
Paulsen er hagfræðingur og fjármálamað-
ur. Þökkuðu menn gestgjöfunum rausnar-
lega veizlu. Síðan var ekið heim. Veður
hafði verið fremur kalt um daginn, en
ekki hafði rignt.
Miðvikudaginn var haldið kyrru fyrir.
Fulltrúar frá vinabæjunum fimm hittust
heima hjá formanni N.F. á Akranesi,
Hálfdani Sveinssyni og ræddu um ýmis
mál bæjanna og sambandsins, m. a. um
næsta vinabæjamót, sem halda skal í
Vastervik að þremur árum liðnum.
Iílukkan hjálf sjö um kvöldið hittust
allir gestirnir og gestgjafarnir við Bama-
skólann. Fóru þar kveðjur fram, og skild-
nst menn ánægðir eftir skemmtilegt og
fræðandi vinabæjamót og sannfærðir um,
að það hefði orðið til að treysta menn-
ingartengsl milli bæja og landa.
Ragnar Jóhanrmsson.
íslandsmeistarar í knattspyrnu
1957.
Akurnesingar hafa orðið íslandsmeistarar i
knattspyrnu 1957 og vinna nú þennan tit.il í
4. sinn. Miklar deilur hafa staðið um val leik-
manna til að keppa við hin erlendu lið á þessu
sumri. Hér verður enginn dómur lagður á það
til eða frá. En hvað sem um það má segja, er
slæmt, að miklar og viðvarandi viðsjár þurfi að
vera um slíkt val, og hæfir vart þroskuðum
íþróttamönnum eða frömuðum þeirra. En hvað
sem öllu þessu liður, verður hinu ekki neitað,
að skárstir eru þó Akumesingar af islenzkum
leikmönnum, um það mun vart verða deilt.
AKRANES
187