Akranes - 01.07.1957, Qupperneq 56
MœSgurnar á SteinssíöSum.
verulega hugsjónamaður, að ýmsu leyti
stærri í brotum og sniðum en ókunnugir
ætla, þótt hann hefði ýmissa hluta vegna
ekki aðstöðu til þess að fylgja því eftir,
eða láta þar til sín taka. Hann var ígul-
góður drengur, sanngjarn og prúður, og
ágætur í allri viðkynningu. Guðmundur
var þó nokkuð hagmæltur, en ekki lét
hann mikið á því bera. Um Guðmund
Gunnarsson er dálítið ítarleg grein í 1.—
2. tbl. Akraness 1949, og eru þar birtar
nokkrar vísur eftir hann.
Guðmundur var trölltryggur dáða-
drengur. Minnisstæður maður, sem ó-
mögulegt er að gleyma, vegna mannkosta
og drenglyndis. Aldrei heyrði ég Guð-
mund hallmæla fólki eða tala illa um
aðra, og mun það fremur óvanalegt, en
það er ekki lítill kostur á einum manni.
Sumum mun hafa fundizt Guðmundur
dálítið grobbinn gagnvart eigin vinnu-
brögðum á yngri ármn. Ég hygg að
margur hafi grobbað meira án nokkurra
sérstakra verðleika. Hann var áreiðanlega
mjög liðtækur sláttumaður á yngri árum,
og líklega góður bindingamaður, þvi að
hann var lagvirkur. Ég hygg að hann
hafi þá líka verið vel fær til átaka, þótt
ég haldi hins vegar, að hann hafi verið
fremur sígandi maður, hægur og þungur,
en til að hamast í löngum skorpum.
Hann var yfirleitt hæglátur maður og
hógvær. Maður, sem enginn styr stóð
um, né stormur af. Hann var þéttur
fyrir, óáleitinn og vinsamlegur við alla,
er hann hafði skipti við, en batt órjúf-
andi tryggð við vini sína.
Hinn 28. júní i8gg kvæntist Guð-
mundur Gunnarsson sinni ágætu konu,
Sigurlínu Margréti Sigurðardóttur, smá-
skammtalæknis í Lambhaga og síðar í
Lambhúsum á Akranesi. Var Sigurlín
fædd að Hurðarbaki í Svínadal 13. nóv.
1877, og var hin mesta myndar- og gæða-
kona. Ákaflega prúð, fíngerð og elskuleg
í framkomu allri og viðkynningu. Hún
var vel verki farin og hafði ágæta söng-
rödd. Hennar og Margrétar dóttur henn-
ar er sérstaklega getið í 4.—6. tbl. 1952,
bls. 52—53-
Guðmundu á Steinsstöðum og Sigurlín
áttu aðeins tvö börn:
1. Gunnar Lárentius Guðmundsson,
sem bráðlega verður hér betur getið.
2. Margrét, fyrrnefnd. Hún var ákaf-
lega vel menntuð, tJtlærð af Kenn-
araskólanum, og var um mörg ár
kennari hér og í Reykjavík. Síðar
lærði hún ljósmóðurfræði utanlands
og innan. Varð frami hennar skjótur
á þeim vettvangi, því að hún var
ráðin forstöðukona hinnar nýju fæð-
ingardeildar Landspítalans. Því mið-
ur naut hennar ekki lengi við í því
starfi, þvi að nú sótti fast á hana
ólæknandi sjúkdómur. Hún andaðist
í Reykjavik hinn 21. marz 1952, og
var sárt saknað af öllum er hana
þekktu.
Sigurlín á Steinsstöðum andaðist 23.
marz 1943. Guðmundur Gunnarsson
andaðist hins vegar 7. október 1953.