Akranes - 01.07.1957, Síða 32
ViS messu hjá séra
FriSriki FriSrikssyni í
Hallgrímskirkju, 11.
ágúst 1957. (Þar sem
hann flytur messu
blindur á 90. aldurs-
ári).
til kirkjuimar, svo og einlægan áhuga
hans fyrir sem skjótastri lausn. Ég vil
og nota þetta tækifæri, til þess að biðja
hann fyrir sérstakar kveðjur Landsnefnd-
arinnar vestur um haf, til landa vorra,
fyrir stuðning við málið og minningu
Hallgríms.
Það er ástæða til að þakka og gleðj-
ast yfir þvi merki, sem hér hefur verið
reist við veg sögunnar. Merki, sem minn-
ir á einn af blysberum þjóðarinnar á
erfiðri göngu hennar. Þótt sköpum hafi
skipt fyrir henni, eru því miður hættur
á hverju leiti, jafnvel í nóttlausri vor-
öld. Vér sjálf lögum þar eða aflögmn.
Þetta þarf ekki að rökstyðja nánar. En
það bendir til, að enn sé ekki óhætt að
deyfa ljós blysberanna, leiðtoganna, sem
til vor hafa talað í Guðs orði.
Sæll veri þessi dagur. Veri hann bless-
aður af Drottni Jesú Kristi. Ég á enga
ósk heitari þjóð minni til handa, en að
af þeirri blessunarlind megi hún bergja,
svo að hún eignist meira Guðstraust,
meiri staðfestu og þrek, yljað og upplýst
af himinsins náð. Að hún gangi á Guðs
vegum, og fái með sæmd þjónað þvi
mikla hlutverki, er henni hefur verið
ætlað sem sérstakri þjóð eftir vísdómi
Drottins. Ef hún vanrækir þessa varð-
stöðu, bíður hún tjón á sálu sinni, því
að þá losnar hún úr tengslum við upp-
sprettu lífsins. Guð forði henni frá slíkri
vansæmd. Slikum dauðdaga. Líf hennar
og lán fer fyrst og fremst eftir því,
hversu samstíg hún er Hallgrími er
hann segir:
Dýrð, vald, virðing og vegsemd hæst,
vizka, makt, speki og lofgjörð stærst
sé þér, ó Jesú, herra hár,
og heiður klár.
Amen, amen, um eilíf ár.
1 trausti þess er letrað skýrum stöfum
yfir dyrum hins nývigða helgidóms:
Þessa kirkju reisti íslenzka þjóðin Drottni
til dýrðar, í minningu um Hallgrím Pét-
ursson.
Samkvæmt fyrrgreindu umboði af-
hendi ég því fyrir hönd Landsnefndar-
innar, Saurbæjarsöfnuði, og þjóðinni
allri, þetta Guðshús, í samræmi við það,
sem hér hefur verið rakið. Mitt kom er
minnst, en þó þakka ég Guði fyrir, að
hafa getað notað svo vesælan mann til
svo veglegrar þjónustu.
Guð blessi yður öll.
168
AKRANES