Akranes - 01.07.1957, Síða 3
Frásögn Árna Óla
í Morgublaðinu 30. júlí 1957.
Hlýtt veður og kyrrt, en þykkt loft.
Akrafjall teygir kollinn upp undir skýja-
þykknið og er purpuralitt tilsýndar.
Hvalfjörður teygist bjartur og gljáfægð-
ur inn í landið og í honum speglast fjöll-
in að vestan, vafin grænni slikju.
Skammt undan landi synda fuglar og
draga á eftir sér einkennilega slóð á
glærum sjávarfletinum. Ofan við staðinn
eru dökkgrænar skógarhlíðar, en neðar
ljósgræn, nýhirt tún. Hvitir veggir og
rauð þök bæjanna eru eins og smáskreyt-
ingar í litrófi náttúrunnar. Hér er ynd-
isleg kyrrð og friður í fjallasal Hval-
fjarðar. Á slíkinn unaðsstundum gekk
séra Hallgrímur Pétin’sson forðum upp
að steini þeim, er við hann er kenndur,
og orti þar sín dýrlegu trúarljóð, Passíu-
sálmana, sem hafa verið evangelíum ís-
lenzku þjóðarinnar.
Frá því baraiið biður fyrsta sinn
blítt og rótt við sinnar móður kinn,
HALLGRÍMUR PÉTURSSON
til þess gamall sofnar síðstu stund,
svala ljóð þau hverri hjartans und.
Þess á að minnast í dag, því að nú
skal vígð kirkjan, sem íslenzka þjóðin
hefir reist sem þakklætisvott fyrir að
hafa átt „guðlegt skáld, er svo vel söng,
að sólin skein í gegnum dauðans göng“.
Fyrir ofan túnið í Saurbæ hefir bílum
verið ætlaður staður á víðum mel, því að
búizt er við að margt fólk komi hingað
í dag. Og einni stund eftir hádegi fara
bílarnir líka að streyma að, og stöðugur
straumur gangandi fólks er eftir vegin-
um heim á staðinn. Athöfnin á ekki að
hefjast fyrr en klukkan. tvö, svo að marg-
ir nota tímann til þess að lita inn í báð-
ar kirkjumar, þá nýju og gömlu, og bera
þær saman. önnur er tignarleg og fögur,
hin lítil, lágreist og úr sér gengin eftir
áhlaup æðiveðurs í vetur sem leið.
Skammt er á milli þeirra, en þó óendan-
AKRANES
139