Akranes - 01.07.1957, Side 20

Akranes - 01.07.1957, Side 20
um vorið 1933. En á héraðsfundi í Saur- bæ 11. júní það ár, var ákveðið að halda slíka hátíð 30. júlí þá um sumarið. Kaus fundurinn nefnd til að standa fyrir und- irbúningi. Urðu þessir menn fyrir val- inu: Síra Sigurjón Guðjónsson, síra Ei- ríkur Albertsson, prófastur, Glafur B. Bjömsson, kirkjuráðsmaður, Gísli Gísla- son, bóndi í Lambhaga, Pótur Benteins- son, sóknarnefndarmaður á Geitabergi, Brynjólfur Einarsson bóndi á Hrafna- björgum, Snæbjöm Jónsson, bóksali í Reykjavík, og Ásmundur Gestsson, gjald- keri í Reykjavík. Árin 1933 og 1934 voru slíkar hátíðir haldnar í Saurbæ við mikið fjölmenni og almenna hrifningu þeirra er sóttu. Samkomurnar hófust með guðsþjónustu í kirkjunni. Síðan fóru fram raiðuböld í Fannahlíð, þar sem sungið var og lúðrasveit lék. Veitingar vom á staðnum og merki seld, og varð á þessu nokk- ur ágóði, sem rann í kirkju- byggingars j óðinn. Rit, með ræðum og myndum frá hátíðinni 1933 var gefið út fyrir atbeina rikisstjómarinnar. Á hátíðinni 1934 var slæmt veður, og varð til þess að engin hátíð var haldin 1935. Enn var svo hátíð haldin 1936, en þá var ekki eins fjölmennt og áður. Árið 1933, hinn 16. maí, flutti ég erindi um Hall- grím Pétursson og kirkju- byggingarmálið í útvarpið og kom þar fram með á- kveðna tillögu um alþjóðar stuðning við það. Þ. e. kosning eða skipun Hall- grímsnefnda í hverri sókn á landinu, til þess að veita viðtöku gjöfum landsmanna og hvetja fólk til að koma þessu mikla nauðsynjamáli sem fyrst í höfn með fullri sæmd. Þetta fékk mjög góð- ar undirtektir. Nú komst málið inn á nýja braut. Á safnaðar- 156 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.