Akranes - 01.07.1957, Side 29
vinnu og áhuga á þvi að upptakan gæti
tekizt sem bezt.
Ég vil og þakka hinum aldraða — en
þó síunga — öndvegisklerki Islands, dr.
Friðrik Friðrikssyni, fyrir nærveru hans
og þátttöku í þessum mikla minningar-
degi. Ég minnist og síra Jóns M. Guð-
jónssonar — og konu hans — sem nú
eru svo fjarri, en hefðu þó umfram allt
viljað vera hér við hina helgu vígslu.
Guð blessi þau öll.
Ekki verður svo skilizt við þá, sem
þakka her í þessu sambandi, að ekki sé
minnzt á þátt Saurbæjarsafnaðar til
þessarar kirkju, sem hér er risin. Á
hreppsnefndin — svo og margir núver-
andi og fyrrverandi safnaðarmenn —
mikinn heiður og þakkir skilið fyrir
skilning sinn og rausn, svo laus sem
hann hefur verið við smásálarskap. Ber
þar fyrst og fremst að þakka hrepps-
nefndinni og þá fyrst og fremst oddvitan-
um, Guðmundi Brynjólfssyni, sem af
miklum áhuga og velvilja hefur sýnt
drenglyndi og myndarskap í afskiptum
sínum af kirkjumálinu.
Aðeins einn þeirra manna, mun nú á
lífi, er var við vígslu þeirrar kirkju í
Saurbæ, er nú hefur verið kvödd. Það
er sá mæti maður, Ólafur Þorsteinsson
smiður frá Kambshóli, meira en 97 ára
að aldri. Hann er hér í anda í dag, því
að í gær sagði hann, að það lægi við að
hann treysti sér upp eftir. Honum þakka
ég, og bið honum blessunar, þvi að hann
hefur verið mikill stuðningsmaður þessa
máls.
Ekki má heldur gleyma hinum for-
sjála íslenzka bónda, Gísla Björnssyni á
Laugavegi 80 í Reykjavik og konu hans,
Jóhönnu Þorsteinsdóttur fyrir þá höfð-
inglegu gjöf, er þau á sínum tíma stofn-
settu Viðhaldssjóð Hallgrímskirkju i
Saurbæ með 5000 kr., en sá sjóður er
Hinn myniskreytti gluggi á vesturgafli. Mál-
aSur og unninn af GerSi Helgadóttur.
varðveittur í Söfnunarsjóði Islands, og er
nú að upphæð kr. 13.606.00.
Að síðustu vil ég svo þakka hjartan-
lega mínum nánustu samstarfs- og sam-
165
AKRANES