Akranes - 01.07.1957, Blaðsíða 59
stöðum og gera því nokkuð til góða, þó
mun húsið eiga að hverfa samkv. nú-
verandi skipulagi.
Kona Guðjóns er Ingibjörg Sigurðar-
dóttir, fædd á Ásmundarnesi í Kaldrana-
neshreppi í Strandasýslu. Hún var áður
gift Sigurði Rósmundssyni Jóhannssonar
á Gilsstöðum. Þau fluttu hingað til Akra-
ness 1951. Börn Ingibjargar og Sigurðar
eru þessi: Fanney, Sigurður Hólm, og
Guðrún Magndís. Þau eru nú öll hjá
móður sinni og Guðjóni á Steinsstöðum.
Ennfremur býr nú á Steinsstöðum
Einar Valdimar Ölafsson úr Reykjavík og
Sigríður Skúladóttir, f. á Hellissandi.
Þeirra böm: Daði, Jónína, Skúli og Jó-
hanna Lilja. Þau fluttu til Akraness
1955.
Aðalfundur Tlauða kross Jslands
Aðalfundirnir eru haldnir annað hvert ár, og
hefur sá háttur verið á hafður, að hafa þá fær-
anlega. Að þessu sinni var fundurinn haldinn á
Akranesi. Þarna mæta kjörnir fulltrúar frá
hverri deild. Fundurinn var haldinn hér 17.
ágúst. Á þessum fundi mættu 23 fulltrúar. Full-
trúar fyrir Akranesdeild voru Torfi Bjarnason
héraðslæknir, formaður Rauða krossdeildar Akra-
ness og Ólafur B. Björnsson ritstjóri. Þar sem
Torfi Bjarnason gat ekki — vegna anna — setið
allan fundinn, mætti þar einnig Guðmundur
Björnsson kennari, sem var varafulltrúi. Fundar-
stjóri var Ólafur B. Björnsson, og fundarritari
Guðmundur Björnsson.
Framkvæmdastj. R.K.l, dr. Gunnluagur Þórð-
arson, gerði grein fyrir störfum R.K. I fyrir árin
'955 og 1956, en gjaldkeri félagsins, Ánii Bjöms-
son lögfræðingur, gerði grein fyrir reikningum
félagsins yfir sama tímabil.
Á fundinum fór fram skemmtileg athöfn, er
formaður R.K.I., Þorsteinn Sch. Thorsteinsson
apótekari, afhenti frk. Sigríði Bachmann yfir-
hjúkrunarkonu, heiðursmerki Florence Nightin-
gale, er Alþjóða Rauði krossinn sæmdi hana 12.
mai s. 1. fyrir störf hennar að hjúkrunar- og
mannúðarmálum um langt skeið. Lét formaður-
inn falla nokkur hlýleg viðurkenningarorð í
garð frk. Baclunann, sem hann áleit að væri
þessa heiðurs makleg. Handhafi hinnar merki-
legu orðu þakkaði þá með nokkrum orðum
þann „óverðskuldaða" heiður, er sér hefði fall-
ið í skaut, sem hún sagðist meta mikils.
Þorsteinn Scheving Thorsteinsson var endur-
kjörinn formaður R.K.I. Scheving apótekari er
mikill áhugamaður um þessi mál. Það hefur
hann sýnt margvislega. Ekki aðeins i orði, held-
ur og á borði, enda mun hann rausnar- og ráð-
deildarmaður, sem vill fremur vera en að sýnast.
Auk formanns eru í stjórn R.K.I., Kristinn
Stefánsson læknir, Dr. Sigurður Sigurðsson,
Sveinn Jónsson framkvæmdastjóri, Bjarni Jóns-
son læknir, Jón Sigurðsson slökkviliðsstjóri, Jón
Auðuns dómprófastur, Árni Björnsson lögfræðing-
ur, frk. Sigriður Bachmann, Guðmundur Thor-
oddsen prófessor, Guðmundur Karl Pétursson
yfirheknir, Friðrik Ólafsson skólastjóri, Gisli
Jónasson skólastjóri, Jón Matthiesen kaupmaður,
Guðrún Bjarnadóttir hjúkrunarkona og Óli J.
Ólason kaupmaður.
1 framkvæmdanefnd R.Kl. voru svo kosnir auk
formannsins, dr. Gunnlaugur Þórðarson, Árni
Björnsson lögfræðingur, Guido Bemhöft stórkaup-
maður, sira Jón Auðuns dómprófastur, Óli J.
Ólason kaupmaður og Jón Matthiesen kaup-
maður í Hafnarfirði.
Að fundi loknum bauð Rauða krossdeild Akra-
ness fulltrúunum að skoða liið markverðasta í
bænum og að þvi loknu til kaffidrykkju á Hó-
tel Akranes. Þar voru nokkrar ræður fluttar, en
að Jjví loknu skildust menn eftir ánægjulegan
fund.
Alheimsfélagsskapur sem þessi, hefur að sjálf-
sögðu mikilvæga þýðingu. Þar sem Islendingar
taka yfirleitt þátt í alþjóða samstarfi, verða
þeir einnig að rækja það starf á sviði heilbrigð-
is- og mannúðarmála. Rauða kross Islands eiga
sem flestir Islendingar að styðja með ráðum og
dáð.
AKRANES
195