Akranes - 01.07.1957, Blaðsíða 59

Akranes - 01.07.1957, Blaðsíða 59
stöðum og gera því nokkuð til góða, þó mun húsið eiga að hverfa samkv. nú- verandi skipulagi. Kona Guðjóns er Ingibjörg Sigurðar- dóttir, fædd á Ásmundarnesi í Kaldrana- neshreppi í Strandasýslu. Hún var áður gift Sigurði Rósmundssyni Jóhannssonar á Gilsstöðum. Þau fluttu hingað til Akra- ness 1951. Börn Ingibjargar og Sigurðar eru þessi: Fanney, Sigurður Hólm, og Guðrún Magndís. Þau eru nú öll hjá móður sinni og Guðjóni á Steinsstöðum. Ennfremur býr nú á Steinsstöðum Einar Valdimar Ölafsson úr Reykjavík og Sigríður Skúladóttir, f. á Hellissandi. Þeirra böm: Daði, Jónína, Skúli og Jó- hanna Lilja. Þau fluttu til Akraness 1955. Aðalfundur Tlauða kross Jslands Aðalfundirnir eru haldnir annað hvert ár, og hefur sá háttur verið á hafður, að hafa þá fær- anlega. Að þessu sinni var fundurinn haldinn á Akranesi. Þarna mæta kjörnir fulltrúar frá hverri deild. Fundurinn var haldinn hér 17. ágúst. Á þessum fundi mættu 23 fulltrúar. Full- trúar fyrir Akranesdeild voru Torfi Bjarnason héraðslæknir, formaður Rauða krossdeildar Akra- ness og Ólafur B. Björnsson ritstjóri. Þar sem Torfi Bjarnason gat ekki — vegna anna — setið allan fundinn, mætti þar einnig Guðmundur Björnsson kennari, sem var varafulltrúi. Fundar- stjóri var Ólafur B. Björnsson, og fundarritari Guðmundur Björnsson. Framkvæmdastj. R.K.l, dr. Gunnluagur Þórð- arson, gerði grein fyrir störfum R.K. I fyrir árin '955 og 1956, en gjaldkeri félagsins, Ánii Bjöms- son lögfræðingur, gerði grein fyrir reikningum félagsins yfir sama tímabil. Á fundinum fór fram skemmtileg athöfn, er formaður R.K.I., Þorsteinn Sch. Thorsteinsson apótekari, afhenti frk. Sigríði Bachmann yfir- hjúkrunarkonu, heiðursmerki Florence Nightin- gale, er Alþjóða Rauði krossinn sæmdi hana 12. mai s. 1. fyrir störf hennar að hjúkrunar- og mannúðarmálum um langt skeið. Lét formaður- inn falla nokkur hlýleg viðurkenningarorð í garð frk. Baclunann, sem hann áleit að væri þessa heiðurs makleg. Handhafi hinnar merki- legu orðu þakkaði þá með nokkrum orðum þann „óverðskuldaða" heiður, er sér hefði fall- ið í skaut, sem hún sagðist meta mikils. Þorsteinn Scheving Thorsteinsson var endur- kjörinn formaður R.K.I. Scheving apótekari er mikill áhugamaður um þessi mál. Það hefur hann sýnt margvislega. Ekki aðeins i orði, held- ur og á borði, enda mun hann rausnar- og ráð- deildarmaður, sem vill fremur vera en að sýnast. Auk formanns eru í stjórn R.K.I., Kristinn Stefánsson læknir, Dr. Sigurður Sigurðsson, Sveinn Jónsson framkvæmdastjóri, Bjarni Jóns- son læknir, Jón Sigurðsson slökkviliðsstjóri, Jón Auðuns dómprófastur, Árni Björnsson lögfræðing- ur, frk. Sigriður Bachmann, Guðmundur Thor- oddsen prófessor, Guðmundur Karl Pétursson yfirheknir, Friðrik Ólafsson skólastjóri, Gisli Jónasson skólastjóri, Jón Matthiesen kaupmaður, Guðrún Bjarnadóttir hjúkrunarkona og Óli J. Ólason kaupmaður. 1 framkvæmdanefnd R.Kl. voru svo kosnir auk formannsins, dr. Gunnlaugur Þórðarson, Árni Björnsson lögfræðingur, Guido Bemhöft stórkaup- maður, sira Jón Auðuns dómprófastur, Óli J. Ólason kaupmaður og Jón Matthiesen kaup- maður í Hafnarfirði. Að fundi loknum bauð Rauða krossdeild Akra- ness fulltrúunum að skoða liið markverðasta í bænum og að þvi loknu til kaffidrykkju á Hó- tel Akranes. Þar voru nokkrar ræður fluttar, en að Jjví loknu skildust menn eftir ánægjulegan fund. Alheimsfélagsskapur sem þessi, hefur að sjálf- sögðu mikilvæga þýðingu. Þar sem Islendingar taka yfirleitt þátt í alþjóða samstarfi, verða þeir einnig að rækja það starf á sviði heilbrigð- is- og mannúðarmála. Rauða kross Islands eiga sem flestir Islendingar að styðja með ráðum og dáð. AKRANES 195
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.