Akranes - 01.07.1957, Side 42

Akranes - 01.07.1957, Side 42
hjá eyðibýlum. Mér blæðir í augu og ég blygðast mín fyrir að vera af þeim ættlið, sem nennir ekki að búa við það, sem þó er betra en faðir þeirra og móðir urðu að hafa, sem steytir görn og heimt- ar brauð og leiki á opinberan kostnað í stað þess að ala upp börn og venja þau á að vinna sjálf fyrir sínu. En þetta sjónarmið þykir leiðinlegt, sveitalegt, púkó, og þeir eða þær, sem það hafa og fara eftir því, giftast sjaldan og eiga of fá böm. Á sveitabýlum er nú ekki um annað fólk að ræða en fjölskylduna eina, því sitja merkar og vel gerðar manneskj- ur ein og tvær og þrjár á óviðráðanleg- um stórbýlum, eins og Búlandi í Skaftár- timgu, fyrsta byggða bóli, sem við kom- um að. Þar var bóndinn í göngum og konur tvær einar heima. Þær bættu því samt við öll verk heimilisins, að bjóða inn níu manns bláókunnugum og halda þeim kaffiveizlu endurgjaldslaust. Og þökk sé þeim og öllu þessu góða og gestrisna fólki, sem ég hefi gert átroðning um dagana. Við héldum frá Búlandi. Þangað var kominn bílvegur, brúuð hver spræna, og Guðmundur sat úfinn og ekkjulegur við stýrið, nú voru í hans augum engin vandamál lengur, en allt spauglaust og hversdagslegt. Bíllinn malaði eins og köttur. Hann var hættur að stynja: „ma, ma, ma, ma“, eins og hann gerði á lág- gírunum í sandskriðunum við Botnaver og Langasjó, eða í mosaþvælunni upp frá Hánípufit enda miðaði nú öðru vísi. Hér var heldur ekkert að sjá fannst mér. Uppi á hálendinu voru fjöllin eins og kirkjuturnar, kastalar eða belgvettlingar, ellegar eins og koppar á hvolfi eða uppí- loft, nema þau, sem engu líktust öðru en sjálfum sér. En eftir að yfir þau kom jarðvegur eða gróður, voru þetta að 178 visu matarlegir, blessaðir kúfar, en lítið ginnandi á að horfa. Og þó vissi ég að þetta var vitleysa. 1 brekkukorni fyrir norðan Hlið í Skaftártungu hafði ég séð Steindór Steindórsson grasafræðing finna 120 eða 130 tegundir blómplantna á lit- illi stundu. Borið hefur honum þá fyrir augu litur og lag og ekki fegurðarlaust. En stöðvunarlaus bílferð gefur ekkert nerna útlínur hlutanna einar, sérstaklega ef nokkuð er að veðri og því minna, sem betri er vegur og hraðara ekið. Regnið slettist. Útsýnið ataðist. Á gluggunum var dögg að innan en drulla að utan og hver sér fegurð í gegnum slíkt þótt hún sé einhvers staðar fyrir. Meira að segja gjörfulegasti ljótleiki miss- ir við það brodd sinn og brúnir, leiðind- in ein halda magni sínu. Við renndum suður Skaftártunguna, fyrst í stað milli lágra ása og síðan um skeið með Skaftá og þá vestur yfir ás í grunnan dal og víðlendan, sem síðar þrengist og hleypir í brýrnar hjá bæjun- um Hlíð og Hemru. Fórum við yfir Tungufljót á milli þeirra bæja. Er þar löng brú yfir lítið rennsli en mikið vatn. Skaftáreldahraunið teygir sig vestur fyr- ir mynni dals þessa og hefir stíflað Timgufljót, svo að nokkur hluti af lægsta botni dalsins er orðinn lón. Heitir það eða hluti af því Flögulón, kennt við bæ með því nafni niður frá Hemru. Eru þar sums staðar breiðar flatir í dalnum og rúmt um alla starfsemi, en annars staðar smýgur vegurinn eins og þjófur um öng- stræti milli kletts og lóns suður undir tungusporðinn, en þar er lagt á bratt- ann yfir til Hólmsár. Stendur bærinn Hrífunes hér um bil efst í stóru hallandi túni á móti suðri þar upp frá, sem mæt- ast Flögulón og Hólmsá. Er þar ekki góðs að vænta, sem slíkir ná saman, því annað er vatnsfallið lævíslegt sandbleytuforað, AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.